„Við búum til lið úr okkar hópi“
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun.
Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.
Diplóma
Styrk- og þrekþjálfun - 60 ECTS einingar
Diplómanám í styrk- og þrekþjálfun er eins árs, 60 ECTS eininga nám (54 ECTS einingar metnar til BSc). Kennslan samanstendur af fyrirlestrum, vinnustofum, verkefnavinnu, rannsóknarstofuvinnu ásamt verklegri kennslu. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum fá nemendur jafnframt góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu.
Grunnnám (BSc)
Íþróttafræði - 180 ECTS einingar
Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Jafnframt er kennt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings.
Meistaranám (MSc)
Íþróttavísindi og þjálfun - 120 ECTS
Íþróttafræði við HR undirbýr íþróttafræðinga og íþróttakennara fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í náminu er lögð áhersla á tengsl við samfélag og atvinnulíf og eru unnin mörg verkefni á námstímanum sem geta nýst samfélaginu beint.
Íþróttavísindi og stjórnun - 120 ECTS
Með tvíþættri meistaragráðu í íþróttavísindum og stjórnun frá HR og Molde fá nemendur nauðsynlegan undirbúning til að sinna stjórnunarstöðum hjá íþróttahreyfingum og á öðrum sviðum atvinnulífs sem tengjast íþróttum.
Meistaranám (MEd)
Heilsuþjálfun og kennsla - 120 ECTS
Í náminu er fjallað um íþrótta- og kennslufræði með áherslu á heilsuþjálfun. Lögð er áhersla á hvernig auka megi lífsgæði með skipulagðri hreyfingu fyrir einstaklinga á öllum aldri og á mismunandi getustigum. MEd-gráðan veitir kennsluréttindi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Doktorsnám (PhD)
Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.
Viðburðir
Engin grein fannst.
Fréttir

Byggðaþróun - styrkir til meistaranema
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.

Íþróttafræðideild og Körfuknattleikssambandið framlengja samning
Íþróttafræðideild HR og Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin fjögur ár. Nýverið undirrituðu Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Geir Pálsson áframhaldandi samstarfsamning til tveggja ára vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í körfubolta.

Samstarf íþróttafræðideildar HR og JSÍ
Íþróttafræðideild HR (HR) og Júdósamband Íslands (JSÍ) undirrituðu nýverið samstarfsamning vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í júdó til tveggja ára.