„Við búum til lið úr okkar hópi“

Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun.

Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

Grunnnám (BSc)

Íþróttafræði - 180 ECTS einingar

Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Jafnframt er kennt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings.

Meistaranám (MSc)

Íþróttavísindi og þjálfun - 120 ECTS

Íþróttafræði við HR undirbýr íþróttafræðinga og íþróttakennara fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í náminu er lögð áhersla á tengsl við samfélag og atvinnulíf og eru unnin mörg verkefni á námstímanum sem geta nýst samfélaginu beint.

Íþróttavísindi og stjórnun - 120 ECTS

Með tvíþættri meistaragráðu í íþróttavísindum og stjórnun frá HR og Molde fá nemendur nauðsynlegan undirbúning til að sinna stjórnunarstöðum hjá íþróttahreyfingum og á öðrum sviðum atvinnulífs sem tengjast íþróttum.

Meistaranám (MEd)

Heilsuþjálfun og kennsla - 120 ECTS

Í náminu er fjallað um íþrótta- og kennslufræði með áherslu á heilsuþjálfun. Lögð er áhersla á hvernig auka megi lífsgæði með skipulagðri hreyfingu fyrir einstaklinga á öllum aldri og á mismunandi getustigum. MEd-gráðan veitir kennsluréttindi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Doktorsnám (PhD)

Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.Viðburðir

Engin grein fannst.


Fréttir

Throttafraedi-KKI

29.9.2021 : Íþróttafræðideild og Körfuknattleikssambandið framlengja samning

Íþróttafræðideild HR og Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin fjögur ár. Nýverið undirrituðu Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Geir Pálsson áframhaldandi samstarfsamning til tveggja ára vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í körfubolta.

19.8.2021 : Samstarf íþróttafræðideildar HR og JSÍ

Íþróttafræðideild HR (HR) og Júdósamband Íslands (JSÍ) undirrituðu nýverið samstarfsamning vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í júdó til tveggja ára. 

Kona og karl handsala samning

17.8.2021 : Nemendur íþróttafræðideildar mæla áfram landsliðsfólkið

Íþróttafræðideild HR og Handknattleikssamband Íslands undirrituðu nýverið nýjan samstarfssamning vegna mælinga á karlalandsliðum Íslands í handbolta. 

Eldri Fréttir