Fréttir
Fyrirsagnalisti
Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.
Íþróttafræðideild og Körfuknattleikssambandið framlengja samning

Íþróttafræðideild HR og Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin fjögur ár. Nýverið undirrituðu Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Geir Pálsson áframhaldandi samstarfsamning til tveggja ára vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í körfubolta.
Samstarf íþróttafræðideildar HR og JSÍ

Íþróttafræðideild HR (HR) og Júdósamband Íslands (JSÍ) undirrituðu nýverið samstarfsamning vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í júdó til tveggja ára.
Nemendur íþróttafræðideildar mæla áfram landsliðsfólkið

Íþróttafræðideild HR og Handknattleikssamband Íslands undirrituðu nýverið nýjan samstarfssamning vegna mælinga á karlalandsliðum Íslands í handbolta.
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í dag samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við HR sem kennt verður í Vestmannaeyjum.
„Þetta snýst um fá viðurkenningu fyrir að hafa lagt alla þessa vinnu á sig“

Nemendur sem náðu framúrskarandi árangri í námi á síðustu önn voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 26. september. Athöfnin var haldin í Sólinni í HR venju samkvæmt og var vel sótt af nemendum og aðstandendum þeirra.
Nýnemar boðnir velkomnir í HR

Í dag var fyrsti skóladagurinn fyrir nýnema við Háskólann í Reykjavík. Glæsilegur hópur ungmenna mætti á nýnemadaginn til að hitta kennara sína og samnemendur, þiggja léttar veitingar og fá kynningu á aðstöðunni og þjónustunni í HR, félagslífinu og ýmsu því sem skiptir máli varðandi það að hefja nám í háskóla.