Fréttir
Fyrirsagnalisti
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í dag samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við HR sem kennt verður í Vestmannaeyjum.
„Þetta snýst um fá viðurkenningu fyrir að hafa lagt alla þessa vinnu á sig“

Nemendur sem náðu framúrskarandi árangri í námi á síðustu önn voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 26. september. Athöfnin var haldin í Sólinni í HR venju samkvæmt og var vel sótt af nemendum og aðstandendum þeirra.
Nýnemar boðnir velkomnir í HR

Í dag var fyrsti skóladagurinn fyrir nýnema við Háskólann í Reykjavík. Glæsilegur hópur ungmenna mætti á nýnemadaginn til að hitta kennara sína og samnemendur, þiggja léttar veitingar og fá kynningu á aðstöðunni og þjónustunni í HR, félagslífinu og ýmsu því sem skiptir máli varðandi það að hefja nám í háskóla.