Rannsóknir

Samstarf við íþróttasambönd og félög

Íþróttafræðisvið HR er með samninga við fjölmörg íþróttasambönd hérlendis eins og KSÍ, HSÍ, KKÍ, Golfsamband Íslands, Landssamband hestamanna og Íþróttasamband fatlaðra auk félaga eins og Mjölni. Samkvæmt samningunum sér íþróttasvið um mælingar á líkamlegri getu leikmanna landsliða og afreksíþróttafólks. Í framhaldinu veita vísindamenn íþróttafræðisviðs ráðgjöf um líkamsþjálfun byggða á niðurstöðum mælinganna. Nemendur í BSc-námi hafa tekið þátt í þessum mælingum við hlið kennara.

Stór hópur ungs íþróttafólks stendur í tröppunum í Sólinni

Frá viðburði íþróttafræðisviðs HR og HSÍ um afreksfólk framtíðarinnar. Þar hlýddi næsta kynslóð handknattleiksfólks á fyrirlestra um hvað bíður þeirra og hvað þurfi til að taka næstu skref. Allur hópurinn var mældur daginn fyrir viðburðinn en HR er með samstarfssamning við HSÍ um mælingar á landsliðum Íslands í handknattleik.


Var efnið hjálplegt? Nei