Um íþróttafræðideild

Íþróttafræði kemur við sögu á flestum sviðum samfélagsins. Í BSc-námi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings.

Eftirfarandi námsleiðir tilheyra íþróttafræðideild


Nemendur og kennarar segja frá námi í íþróttafræði við HR

Skipulag deildar

Deildarforseti er Hafrún Kristjánsdóttir.

Skrifstofa

Skrifstofa íþróttafræðideildar er staðsett á þriðju hæð HR, í Mars. Starfsfólk skrifstofu getur aðstoðað með val á námi, mati á fyrra námi og að svara spurningum nemenda. 

Starfsfólk

Deildarforseti: Hafrún Kristjánsdóttir

Hjalti Rúnar Oddsson

aðjúnkt

599 6333

Peter O'Donoghue

Prófessor

petero(at)ru.is

Benjamin Waller

gestaprófessor

 

Nefndir og ráð

Deildarfundur 

Deildarfundur er haldinn einu sinni í mánuði að jafnaði. Deildarfundi sitja, auk forseta deildar, fastráðnir starfsmenn deildarinnar og fulltrúi nemendafélagsins Atlas.

Deildarráð 

Deildarfundur fer með hlutverk deildarráðs. 

Allar nefndir og ráð

Námsmatsnefnd íþróttafræðideildar

Hlutverk námsmatsnefndar er eftirfarandi:

  • Afgreiða undanþágubeiðnir nemenda í tengslum við námsframvindu.
  • Sjá um mat á námi/námskeiðum úr öðrum skólum.
  • Hafa umsjón með yfirferð á umsóknum nemenda.

Námsmatsnefnd fyrir íþróttafræði veturinn 2022- 2023:

  • Ingi Þór Einarsson, formaður
  • Ásrún Matthíasdóttir
  • Hjalti Rúnar Oddsson
  • Ása Guðný Ásgeirsdóttir, starfsmaður nefndarinnar

Námsráð íþróttafræðideildar

Hlutverk námsráðs er m.a. að fjalla um:

  • Uppbyggingu námsbrauta og þróun þeirra
  • Uppbyggingu nýrra námsbrauta eða námsleiða
  • Gæðamál sem varða nám og kennslu

Námsráð deildarinnar er skipað:

  • Ásrún Matthíasdóttir 
  • Sveinn Þorgeirsson
  • Kristján Halldórsson

Rannsóknarráð íþróttafræðideildar

Hlutverk rannsóknaráðs er að fjalla um m.a. mál sem snúa að:

  • þróun og eflingu rannsókna innan deildarinnar
  • verklagi og ferlum sem tengjast rannsóknum
  • mati á gæðum og umfangi rannsókna
  • framhaldsnámi við deildina

Í rannsóknaráði eiga eftirtaldir sæti (2022-2023):

  • Jose Miguel Saavedra
  • Peter Gerard O´Donoghue
  • Sveinn Þorgeirsson

Trúnaðarráð íþróttafræðideildar

Í íþróttafræðideild starfa trúnaðarráð.  Í trúnaðarráði eiga sæti forstöðumaður grunnáms, verkefnastjóri viðkomandi námsbrauta og trúnaðarmenn úr hópi nemenda. Trúnaðarráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um skipulag náms, framkvæmd námskeiða og gæði kennslu.  Forstöðumaður grunnnáms kallar saman fundi tvisvar sinnum á önn, að jafnaði í 5. og 15. kennsluviku. Trúnaðarmenn geta hins vegar alltaf leitað til forstöðumanns eða verkefnastjóra ef þeir telja tilefni er til að kalla ráðið saman.

Formaður nemendafélags sér um að skipa trúnaðarmen  og tilkynna forsvarsmönnum deildarinnar nöfn þeirra í byrjun hverrar annar. Leitast er við að velja trúnaðarmenn af mismunandi námsárum og námsbrautum þannig að trúnaðarráðið endurspegli sjónarmið sem flestra nemenda.    

Hlutverk trúnaðarmanna:

  • Trúnaðarmenn eru talsmenn nemenda. 
  • Trúnaðarmenn mæta á fundi með forsvarsmönnum námsins að meðaltali tvisvar sinnum á önn. 
  • Trúnaðarmenn upplýsa forsvarsmenn um framgang í námskeiðum deildarinnar og öðrum þáttum námsins. 
  • Trúnaðarmenn bera ábyrgð á því að koma skilaboðum samnemenda til forsvarsmanna námsins. 
  • Nemandi getur óskað eftir því að trúnaðarmaður mæti með honum á fundi sem hann er boðaður á með forsvarsmönnum námsins, t.d. vegna meints brots á náms- og prófareglum, og skal trúnaðarmaður þá verða við slíkri ósk. 
  • Trúnaðarmenn eru bundnir trúnaði við forsvarsmenn námsins. 
  • Trúnaðarmenn eru bundnir trúnaði við samnemendur sem leita til þeirra. 

Var efnið hjálplegt? Nei