Upplýsingar fyrir nemendur

Nemendahandbók

Nemendahandbók

Kennsluskrá og val

Íþróttafræði (BSc)

Lokaverkefni

Lokaverkefni í meistara- og doktorsnámi 

Meistaranám

Til að útskrifast með meistaragráðu frá íþróttafræðideild þurfa nemendur að ljúka meistararitgerð og standast meistaravörn. Ritgerðinni má skila annað hvort á íslensku eða ensku og skal umfang hennar vera í samræmi við fjölda eininga sem fást fyrir viðkomandi verkefni. 

Almennt um ritgerðarforsíður og ritgerðarskil

Ef einhverjar spurningar vakna er best að leita til skrifstofu deildar.

Rafræn skil á ritgerð í Skemmuna

Skemman er rafrænt varðveislusafn íslenskra háskóla. Nemendum er skylt að skila eintaki af meistararitgerð í Skemmuna áður en lokaeinkunn fyrir verkefnið er gefin og til að geta útskrifast.

Athugið að ekki þarf lengur að skila prenntuðum eintökum þannig leiðbeiningar um lokverkefniskápu eiga eingöngu við ef nemandi vill prenta út eintak. 

Reglur

Framvindureglur

Aðrar reglur og leiðbeiningar

Vinnureglur um brautaskipti

Óski nemandi í íþróttafræðideild eftir að skipta um námsbraut innan deildar skal fylla út eyðublað og skila til skrifstofu deildarinnar ( asagudny@ru.is ). 

Óskir um brautaskipti eru teknar fyrir á námsmatsnefndarfundi og eru afgreiddar í upphafi hverrar annar.

Brautarskipti

Óski nemandi í íþróttafræðideild eftir að skipta um námsbraut innan deildar skal fylla út eyðublað og skila til skrifstofu deildarinnar (asagudny@ru.is) . 

Óskir um brautaskipti eru teknar fyrir á námsmatsnefndarfundi og eru afgreiddar í upphafi hverrar annar.

Endurinnritun

Sækja þarf um endurinnritun á þar til gerðu eyðublaði . Hér má finna reglur um framvindu hverrar námsbrautar fyrir sig. Til þess að fylla eyðublöðin út þarf að hlaða þeim niður, vista í tölvunni, fylla út og senda svo á asagudny@ru.is.

Mat á fyrra námi

Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi við viðurkenndan háskóla sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR gefst þeim kostur á að óska eftir því að fá þessi námskeið metin. 

Til þess að fá námskeið metin þurfa þau, að mati námsmatsnefndar og kennara viðkomandi fags, að standast samanburð við sambærileg námskeið í HR. Umsækjendur geta almennt ekki átt von á því að námskeið sem tekin voru fyrir meira en 9 árum síðan eða námskeið þar sem umsækjandi fékk lægri einkunn en 6 fáist metin. 

Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám í HR hefur verið samþykkt og skólagjöldin hafa verið greidd.

Gögn sem þarf að leggja fram og senda á skrifstofu deildar:

  • Umsókn (prentuð út af netinu).
  • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla.
  • Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla (þær þurfa að vera frá því ári sem námskeiðin eru tekin).

Stundatöflur

Haust

Diplómanámið er í fjarnámi en það verður staðlota í öllum námskeiðum í vikunni 20.-24. febrúar. Gera má ráð fyrir viðveru alla daga þessa viku. Ekki verður staðlota í þriggja vikna námskeiði.

Vor

Dagatal

  • Almanak HR – helstu dagsetningar skólaársins

Bókalisti

Athugið að þetta er ekki tæmandi listi og nánari upplýsingar um lesefni einstakra námskeiða er að finna á vef námskeiðsins.

Styrkir

Nýnemastyrkir í grunnnámi

Háskólinn í Reykjavík veitir styrk þeim nýnemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi í framhaldsskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Styrkurinn er veittur nemendum sem hefja grunnnám á haustönn. Handhafar eru valdir af nefnd innan HR. Ekki er sótt um styrkinn heldur er handhöfum tilkynnt það verði þeir fyrir valinu.

Forsetalisti HR

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Forsetalisti íþróttafræðideildar .

Afreksstyrkur

Nemendum sem eru í fremstu röð í sinni íþrótt gefst kostur á að sækja um afreksstyrk.

Styrkir fyrir nemendur í meistaranámi við íþróttafræðideild

Nemendur sem sækja um meistaranám í íþróttafræðideild og hafa lokið BSc-námi með góðum árangri og halda áfram að sýna góðan árangur í náminu, eiga möguleika á forsetastyrk. Styrkurinn getur numið niðurfellingu skólagjald að fullu eða að hluta (nemandi greiðir skólagjöld grunnnáms).

  • Sérstakur forsetastyrkur (Dean‘s selection fellowship) sem nemur niðurfellingu allra skólagjalda í tvö ár.
  • Forsetastyrkur (Dean's selection grant) sem felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur.

Athugið að umsókn um að hefja fullt meistaranám í íþróttafræðideild er jafnframt umsókn um ofangreinda styrki.

Samstarf við sérsambönd

Samstarf við íþróttasambönd og íþróttafélög
Íþróttafræðisvið HR er með samninga við fjölmörg íþróttasambönd, svo
sem KSÍ, HSÍ, KKÍ, Fimleikasamband Íslands, ÍBR, Badminton sambandið og Skíðasambandið . 

Kennarar og nemendur sjá um mælingar á líkamlegri og sálrænni
getu íþróttafólksins og veita ráðgjöf um þjálfun. Nemendur hafa möguleika á
kostuðum meistaranámsstöðum í samstarfi við þessi sambönd og félög.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Lesa meira um nýsköpunarsjóð námsmanna

Aðstoðarkennsla

Dæmatímakennsla er auglýst sérstaklega og geta nemendur í MSc námi eða á 3. ári í BSc námi sótt um. Ýmist er um að ræða dæmatímakennslu ásamt yfirferð dæma, yfirferð heimaverkefna eingöngu eða aðstoð við verklegar æfingar.  Nemendur sem hafa sýnt góðan árangur í námi og hafa áhuga á að spreyta sig við aðstoðarkennslu eru hvattir til þess að sækja um.  Nánari upplýsingar hjá skrifstofu íþróttafræðideildar. 


Var efnið hjálplegt? Nei