Inntökuskilyrði og fylgigögn

Fylgigögn

Umsækjendur sækja um í umsóknarkerfinu og þar er fylgigögnum einnig skilað. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini
  Skila þarf staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir.
 • Upplýsingar um aðra menntun
  Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi en telur sig vera með sambærilegt nám að baki er nauðsynlegt að skila inn yfirliti af námsárangri frá viðkomandi skóla.
 • Önnur gögn – mega fylgja en eru ekki skilyrði
  Til viðbótar við stúdentspróf er frekari menntun og starfsreynsla einnig talin til tekna. Ef umsækjandi telur ástæðu til getur hann skilað inn náms- og starfsferli og meðmælum með umsókninni. 

BA-nám, BSc-nám og diplómanám

Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi HR eða öðru sambærilegu prófi. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi, frumgreinaprófi HR, frekari menntunar, starfsreynslu, þátttöku í félagsstörfum og áhugamála. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar. Athugið að mismunandi kröfur eru milli námslína um lágmarkafjölda eininga í ákveðnum fögum. 

Íþróttafræði - grunnnám

 • Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini
  Skila þarf staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir.
 • Upplýsingar um aðra menntun
  Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi en telur sig vera með sambærilegt nám að baki er nauðsynlegt að skila inn yfirliti af námsárangri frá viðkomandi skóla.
 • Staðfesting á þjálfun frá vinnuveitanda (ef við á)
 • Staðfesting á kennslu frá vinnuveitanda (ef við á)
 • Staðfesting á íþrótta- og æskulýðsþátttöku frá þjálfara (ef við á)
 • Upplýsingar um tvo meðmælendur

Iðnfræði

 • Námsferill
 • Sveinsbréf eða meistarabréf
 • Starfsferill (ef til vill meðmæli)

Frumgreinanám

Fyrir þá sem lokið hafa iðnnámi 

 • Staðfest afrit af burtfararskírteini 
 • Hafi umsækjandi lokið sveinsprófi skal staðfest afrit af sveinsprófi einnig fylgja með. 

Fyrir þá sem hafa ekki lokið iðnnámi 

Fyrir þá sem lokið hafa stúdentsprófi og sækja um viðbótarnám í stærðfræði og raungreinum 

 • Staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini. Við mat á umsóknum er starfsreynsla umsækjenda talin til tekna.

Meistaranám

Meistaranám í lagadeild

Umsækjandi um meistaranám við lagadeild HR skal hafa lokið BA- eða BS-prófi, eða sambærilegu prófi, frá viðurkenndum háskóla með a.m.k. 6 í meðaleinkunn.  Umsækjendur sem lokið hafa BA-prófi frá lagadeild HR með meðaleinkunnina 6,5 eða hærri eiga rétt á inngöngu í meistaranám. Inntökunefnd lagadeildar metur umsóknir og tekur ákvörðun um hverjir fái inngöngu. Hér má sjá frekari upplýsingar um inntökuskilyrði.

Við val á nemendum, hvort sem þeir hafa lokið grunnnámi í lögfræði eða öðru háskólanámi, er einkum litið til samsetningar fyrra háskólanáms, námsárangurs á háskólastigi og annarra atriða sem telja má að gefi vísbendingu um hæfni umsækjanda til að takast á við krefjandi rannsóknartengt meistaranám í lögfræði

Til að ljúka fullnaðarnámi í lögfræði og uppfylla almenn menntunarskilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda þarf að ljúka a.m.k. 240 ECTS í lögfræðigreinum innan grunn- og meistaranáms í lögfræði.

Meistaranám í viðskiptafræði

Inntökuskilyrði fyrir meistaranám í viðskiptafræði má finna á heimasíðu hverrar námsbrautar fyrir sig. 

Meistaranám í klínískri sálfræði

 Allar leiðbeiningar um fylgigögn með umsóknum fyrir meistaranám í klínískri sálfræði má finna hér.

Meistaranám í tækni- og verkfræðideild

 • Frumrit eða staðfest ljósrit af einkunnum og prófskírteinum.
 • Að nemendur tilgreini tvo meðmælendur þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar: Nafn, sími, netfang, fyrirtæki og staða. 
 • Markmiðalýsing, þar sem umsækjandi gerir grein fyrir framtíðarmarkmiðum sínum og hvernig meistaranámið getur fallið þar inn í og hjálpað umsækjandanum að ná markmiðum sínum (inn í rafrænni umsókn eða í viðhengi með umsókn).

Meistaranám í íþróttafræði

 • Frumrit eða staðfest ljósrit af einkunnum og prófskírteinum.
 • Önnur gögn - mega fylgja en ekki skilyrði. Til viðbótar við háskólapróf er frekari menntun og starfsreynsla einnig talin til tekna. Ef umsækjandi telur ástæðu til getur hann skilað inn starfsferilskrá og meðmælum með umsókninni.

Meistaranám í tölvunarfræðideild

Meistaranám í tölvunarfræði - Allar leiðbeiningar um fylgigögn með umsóknum fyrir meistaranám í tölvunarfræði má finna á þessari slóð

Meistaranám í hugbúnaðarverkfræði - Allar leiðbeiningar um fylgigögn með umsóknum fyrir meistaranám í hugbúnaðarverkfræði má finna á þessari slóð

Doktorsnám í tölvunarfræði - Allar leiðbeiningar um fylgigögn með umsóknum fyrir doktorsnám í tölvunarfræði má finna á þessari slóð


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef