„Ef þú hefur áhuga á að tengja saman þína fagþekkingu, hugvit og verkvit þá ættir þú að huga að námi í iðn- og tæknifræðideild því að námi loknu bjóðast fjölmörg tækifæri í dag t.d. í orkuskiptum, í byggingariðnaði eða við nýsköpun.“
Og á þessari vegferð minni í atvinnulífinu þá kynntist ég því hvað iðnfræði- og tæknifræðimenntun er í raun og veru verðmæt fyrir íslenskt atvinnulíf.
Diplómanám
Iðnfræði - 90 ECTS einingar
Iðnfræði er hagnýtt 90 ECTS eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn.
Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - 30 ECTS einingar
Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM – Building Information Model) gera aðilum í byggingariðnaði mögulegt að nýta möguleika upplýsingatækni á sviði hönnunar, framkvæmda og reksturs, með úrbætur og gæði að leiðarljósi.
Rekstrarfræði - 45 ECTS einingar
Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði.
Grunnnám (BSc)
Tæknifræði - 210 ECTS einingar
Í tæknifræði er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið. Námið er tilvalið fyrir þá sem vilja geta hafið starfsferil sinn strax að loknu BSc–námi. Þeir sem útskrifast með lokapróf í tæknifræði hljóta lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur.
Tæknifræðingar hafa möguleika á að sækja um meistaranám í verkfræði og útskrifast þá að auki með lögverndaða starfsheitið verkfræðingur.
Byggingafræði - 210 ECTS
Byggingafræði í HR er 210 ECTS eininga nám. Fyrri hluti námsins er 90 ECTS einingar, kennt í fjarnámi sem kennt er með námsbraut í byggingariðnfræði. Síðari hluti námsins er 120 ECTS eininga verkefnamiðað nám, kennt í staðarnámi.
CDIO
Iðn- og tæknifræðideild HR er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í verkfræði með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni.
Viðburðir
ESA dagurinn á Íslandi
ESA dagurinn á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 6. júní í Háskólanun í Reykjavík.
Útskrift frá Háskólagrunni HR
Nemendur sem ljúka lokaprófi frá Háskólagrunni taka við prófskírteinum við hátíðlega athöfn.
Quantitative understanding of success and inequality through network science
The crucial role of network science in comprehending social phenomena
Fréttir

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.

204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum
204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði við iðn- og tæknifræðideild HR
Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust.