„Það eru náttúrulega ekki til nein vandamál, það eru bara mismunandi lausnir“
Við iðn- og tæknifræðideild byggist námið upp í miklu samstarfi við atvinnulífið og allir nemendur fá góðan fræðilegan grunn sem svo er byggt ofan á með hagnýtum verkefnum.
Diplómanám
Iðnfræði - 90 ECTS einingar
Iðnfræði er hagnýtt 90 ECTS eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn.
Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - 30 ECTS einingar
Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM – Building Information Model) gera aðilum í byggingariðnaði mögulegt að nýta möguleika upplýsingatækni á sviði hönnunar, framkvæmda og reksturs, með úrbætur og gæði að leiðarljósi.
Rekstrarfræði - 45 ECTS einingar
Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði.
Grunnnám (BSc)
Tæknifræði - 210 ECTS einingar
Í tæknifræði er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið. Námið er tilvalið fyrir þá sem vilja geta hafið starfsferil sinn strax að loknu BSc–námi. Þeir sem útskrifast með lokapróf í tæknifræði hljóta lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur.
Tæknifræðingar hafa möguleika á að sækja um meistaranám í verkfræði og útskrifast þá að auki með lögverndaða starfsheitið verkfræðingur.
Byggingafræði - 210 ECTS
Byggingafræði í HR er 210 ECTS eininga nám. Fyrri hluti námsins er 90 ECTS einingar, kennt í fjarnámi sem kennt er með námsbraut í byggingariðnfræði. Síðari hluti námsins er 120 ECTS eininga verkefnamiðað nám, kennt í staðarnámi.
CDIO
Iðn- og tæknifræðideild HR er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í verkfræði með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni.
Viðburðir
Mót hækkandi sól, geðheilbrigðisvika HR
Geðheilbrigðisvika HR, Mót hækkandi sól, haldin í fimmta sinn
Fréttir

Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði við iðn- og tæknifræðideild HR
Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust.

Auðtré sigraði í Reboot Hack 2020
Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Háskóla Íslands 14.-16. febrúar. 24 teymi unnu að lausnum sínum og kynntu fyrir dómnefnd.

Almar, Númi og Ívar hlutu styrki til náms við iðn- og tæknifræðideild
Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík veitti þrjá styrki til náms við deildina á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (IMFR) sem haldin var í byrjun febrúar. Nýsveinarnir sem hlutu viðurkenningu iðn- og tæknifræðideildar eru Almar Daði Björnsson, rafeindavirki, Ívar Orri Guðmundsson, sveinn í múriðn og Númi Kárason, sveinn í húsasmíði.