Ásgeir Ásgeirsson

Deildarforseti iðn- og tæknifræðideildar

„Ef þú hefur áhuga á að tengja saman þína fagþekkingu, hugvit og verkvit þá ættir þú að huga að námi í iðn- og tæknifræðideild því að námi loknu bjóðast fjölmörg tækifæri í dag t.d. í orkuskiptum, í byggingariðnaði eða við nýsköpun.“

Og á þessari vegferð minni í atvinnulífinu þá kynntist ég því hvað iðnfræði- og tæknifræðimenntun er í raun og veru verðmæt fyrir íslenskt atvinnulíf.

 

Diplómanám

Iðnfræði - 90 ECTS einingar

Iðnfræði er hagnýtt 90 ECTS eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn.

Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - 30 ECTS einingar

Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM – Building Information Model) gera aðilum í byggingariðnaði mögulegt að nýta möguleika upplýsingatækni á sviði hönnunar, framkvæmda og reksturs, með úrbætur og gæði að leiðarljósi.

Rekstrarfræði - 45 ECTS einingar

Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði.

 

Grunnnám (BSc)

Tæknifræði - 210 ECTS einingar

Í tæknifræði er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið. Námið er tilvalið fyrir þá sem vilja geta hafið starfsferil sinn strax að loknu BSc–námi. Þeir sem útskrifast með lokapróf í tæknifræði hljóta lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur.

Tæknifræðingar hafa möguleika á að sækja um meistaranám í verkfræði og útskrifast þá að auki með lögverndaða starfsheitið verkfræðingur.

Byggingafræði - 210 ECTS

Byggingafræði í HR er 210 ECTS eininga nám. Fyrri hluti námsins er 90 ECTS einingar, kennt í fjarnámi sem kennt er með námsbraut í byggingariðnfræði. Síðari hluti námsins er 120 ECTS eininga verkefnamiðað nám, kennt í staðarnámi.

CDIO

Iðn- og tæknifræðideild HR er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í verkfræði með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni.  


Viðburðir

6.6.2023 13:30 - 17:00 ESA dagurinn á Íslandi

ESA dagurinn á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 6. júní í Háskólanun í Reykjavík.

 

9.6.2023 17:00 - 18:00 Útskrift frá Háskólagrunni HR

Nemendur sem ljúka lokaprófi frá Háskólagrunni taka við prófskírteinum við hátíðlega athöfn.

 

12.6.2023 11:00 - 12:00 Quantitative understanding of success and inequality through network science

The crucial role of network science in comprehending social phenomena

 

Fleiri viðburðir


Fréttir

kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

4.2.2021 : Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

30.1.2021 : 204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

1.5.2020 : Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði við iðn- og tæknifræðideild HR

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust. 

Fleiri fréttir