Fréttir
Fyrirsagnalisti
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði við iðn- og tæknifræðideild HR

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust.
Auðtré sigraði í Reboot Hack 2020

Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Háskóla Íslands 14.-16. febrúar. 24 teymi unnu að lausnum sínum og kynntu fyrir dómnefnd.
Almar, Númi og Ívar hlutu styrki til náms við iðn- og tæknifræðideild

Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík veitti þrjá styrki til náms við deildina á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (IMFR) sem haldin var í byrjun febrúar. Nýsveinarnir sem hlutu viðurkenningu iðn- og tæknifræðideildar eru Almar Daði Björnsson, rafeindavirki, Ívar Orri Guðmundsson, sveinn í múriðn og Númi Kárason, sveinn í húsasmíði.
Fyrsta árs nemendum hent út í djúpu laugina

„Nemendurnir stóðu sig afar vel og lögðu mikla alúð í hópstarfið og vangaveltur. Þau fengu þetta stóra og óljósa verkefni í fangið og var í rauninni hent út í djúpu laugina. Þau tóku ákvarðanir um hvaða þætti þau vilduð leysa og útfærðu lausnir. Það var gaman að hlusta á kynningarnar, enda oft frábærar hugmyndir og útpældar útfærslur, og augljóslega heilmikil vinna sem lá að baki.“
Háskólagarðar HR á áætlun

Bygging Háskólagarða Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg gengur mjög vel og samkvæmt áætlunum, samkvæmt Hákoni Erni Arnþórssyni, verkefnastjóra Háskólagarða HR.
Gáfu ekkert eftir og skemmtu sér konunglega

RU Racing tók þátt í fjórða sinn í alþjóðlegu Formula Student keppninni í júlí sl. Liðið var stofnað í HR árið 2015 og samanstendur af nemendum úr öllum deildum Háskólans í Reykjavík. Meðlimir þess hanna og smíða Formúlubíl á hverju ári innan veggja háskólans með það að markmiði að gera bílinn léttari, kraftmeiri og áreiðanlegri en þann sem gerður var árinu á undan.
Keppa í Hollandi í sumar

Nýr kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður var af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var sýndur í HR í gær, miðvikudag. Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar.
Iðnnám og starfsmenntun góður grunnur fyrir háskólanám

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins, Tækniskólans, Iðunnar fræðsluseturs og Rafmenntar skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf um að kortleggja, efla og kynna tækifæri á háskólanámi með atvinnutengd lokamarkmið, eftir iðnnám og aðra starfsmenntun.
Er hægt að koma í veg fyrir hugsanleg mistök vegna álags?

Eydís Huld Magnúsdóttir varði fyrir stuttu doktorsverkefni sitt frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Markmið rannsóknar hennar var að fylgjast með huglægu vinnuálagi hjá einstaklingum sem starfa í ábyrgðarmiklum störfum, s.s. flugumferðar- og flugstjórn, með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á jafnt árangur, líðan þeirra og síðast en ekki síst öryggi þeirra og öryggi almennings.