Upplýsingar fyrir nemendur

Kennsluskrá og námskeiðslýsingar

Tæknifræði (BSc)

Iðnfræði 

Starfsnám BSc tæknifræði


Lokaverkefni

Tæknifræði 

Iðnfræði 

Byggingafræði

Reglur um lokaverkefni til BSc gráðu í byggingafræði

Reglur

Framvindureglur

Vinnureglur um brautaskipti

Óski nemandi í iðn- og tæknifræðideild eftir að skipta um námsbraut innan deildar skal fylla út eyðublað og skila til skrifstofu deildarinnar (itd@ru.is)

Óskir um brautaskipti eru teknar fyrir á námsmatsnefndarfundi og eru afgreiddar í upphafi hverrar annar.

Aðrar reglur og leiðbeiningar

Annað

Brautarskipti / endurinnritun / mat á fyrra námi

Umsókn um brautaskipti

Óski nemandi í iðn- og tæknifræðideild eftir að skipta um námsbraut innan deildar skal fylla út  eyðublað  og skila til skrifstofu deildarinnar (itd@ru.is)

Óskir um brautaskipti eru teknar fyrir á námsmatsnefndarfundi og eru afgreiddar í upphafi hverrar annar.

Endurinnritun

Sækja þarf um endurinnritun á þar til gerðu eyðublaði . Hér má finna  reglur um framvindu  hverrar námsbrautar fyrir sig. Til þess að fylla eyðublöðin út þarf að hlaða þeim niður, vista í tölvunni, fylla út og senda á viðeigandi verkefnastjóra.

Mat á fyrra námi

Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi við viðurkenndan háskóla sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR gefst þeim kostur á að óska eftir því að fá þessi námskeið metin. 

Til þess að fá námskeið metin þurfa þau, að mati námsmatsnefndar og kennara viðkomandi fags, að standast samanburð við sambærileg námskeið í HR. Umsækjendur geta almennt ekki átt von á því að námskeið sem tekin voru fyrir meira en 9 árum síðan eða námskeið þar sem umsækjandi fékk lægri einkunn en 6 fáist metin. 

Upplýsingar fyrir nýnema

Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám í HR hefur verið samþykkt og skólagjöldin hafa verið greidd.

Gögn sem þarf að leggja fram:

  • Umsókn (prentuð út af netinu).
  • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla.
  • Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla (þær þurfa að vera frá því ári sem námskeiðin eru tekin).

Stundatöflur

Dagatal

  • Almanak HR – helstu dagsetningar skólaársins

 

Bókalisti

Athugið að þetta er ekki tæmandi listi og nánari upplýsingar um lesefni einstakra námskeiða er að finna á vef námskeiðsins.

Styrkir

Nýnemastyrkir í grunnnámi

Háskólinn í Reykjavík veitir styrk þeim nýnemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi í framhaldsskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Styrkurinn er veittur nemendum sem hefja grunnnám á haustönn. Handhafar eru valdir af nefnd innan HR. Ekki er sótt um styrkinn heldur er handhöfum tilkynnt það verði þeir fyrir valinu.

Forsetalisti HR

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Meira um forsetalista HR.

Námssjóður Sameinaðra verktaka

Námssjóður Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík úthlutar styrkjum til nemenda við iðn- og tæknifræðideild, verkfræðideild og tölvunarfræðideild.

Styrkurinn er ætlaður nemendum sem sýnt hafa afbragðs námsárangur og einnig þeim sem hyggja á framhaldsnám. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn á vef HR og á auglýsingatöflum skólans. Hver styrkur er nú að upphæð kr. 150 þúsund.

Námssjóður Sameinaðra verktaka var upphaflega við Tækniháskóla Íslands og var fyrsta úthlutun í janúar árið 2000. Frá sameiningu HR og THÍ árið 2005 hefur sjóðurinn verið innan tækni- og verkfræðideildar og tölvunarfræðideildar.

Þeir sem geta sótt um eru:

  1. Nemendur sem hafa lokið námi og hafa fengið námsvist við menntastofnun sem veitir hærri prófgráðu í grein viðkomandi
  2. Nemendur í tæknifræði, verkfræði eða tölvunarfræði sem eiga eitt misseri eftir.
  3. Nemendur sem lokið hafa sams konar hluta hliðstæðs náms sem kann að verða kennt við skólann.

Skila skal umsóknum á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er að fá á skrifstofu skólans ásamt staðfestu ljósriti af námsferilsblaði frá skólanum.

Frekari upplýsingar veitir Anna Bragadóttir (annabraga@ru.is).

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Lesa meira um nýsköpunarsjóð námsmanna

Dæmatímakennsla

Dæmatímakennsla er auglýst sérstaklega og geta nemendur í MSc námi eða á 3. ári í BSc námi sótt um. Ýmist er um að ræða dæmatímakennslu ásamt yfirferð dæma, yfirferð heimaverkefna eingöngu eða aðstoð við verklegar æfingar.  Nemendur sem hafa sýnt góðan árangur í námi og hafa áhuga á að spreyta sig við aðstoðarkennslu eru hvattir til þess að sækja um.  Nánari upplýsingar hjá skrifstofu ITD (itd@ru.is).


Var efnið hjálplegt? Nei