Húsnæði og aðstaða

Öll kennsla fer fram í húsnæði skólans við Menntaveg 1, Nauthólsvík. Byggingin er opin frá kl. 7:30 – 19:00 virka daga og frá kl. 8 – 17 um helgar. Eftir þann tíma er hægt að komast inn með aðgangskorti.

Aðgangskort

Nýnemar fá aðgangskort sem veitir aðgang að byggingunni allan sólarhringinn og gildir það meðan á skólavist stendur. Aðgangskort eru afhent á þjónustuborði í Sólinni 1. hæð. Glatist kortið er hægt að kaupa nýtt á þjónustuborði. Nemendur sem stunda meistaranám við skólann þurfa ekki að greiða fyrir aðgangskortið.

Skápar

Nemendur geta leigt út skápa fyrir bækur, töskur, hjólreiðahjálma og annan búnað eina önn í senn. Nemendur fá sendan tölvupóst þegar skáparnir eru lausir til útleigu. Í tölvupóstinum eru leiðbeiningar um hvernig sótt er um skápana á netinu. Lyklar að skápunum eru svo sóttir á þjónustuborð í Sólinni á 1. hæð og þar er jafnframt greitt fyrir leigu á þeim.

Bílastæði

Nemendur eru beðnir um að virða merkt bílastæði við lóð skólans. Nemandi getur búist við því að bifreið hans verði dregin á brott án fyrirvara, á sinn kostnað, leggi hann í merkt stæði eða ólöglega.

Mikið er af gjaldfríum bílastæðum við háskólann, en næst húsinu eru gjaldskyld stæði í P4 flokki

Matstofa

Matstofa skólans, Málið, er opin frá kl. 8:00–16:00 alla virka daga. Breyting getur orðið á þessum tímum og er afgreiðslutími auglýstur á vefnum malid.ru.is. Auk þess eru á 1. hæð sjálfsalar þar sem hægt er að kaupa mat og drykk allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Kaffihús og verslun

Te & kaffi rekur kaffihús í Sólinni og er það opið á virkum dögum frá kl. 8:00 – 20:00, laugardaga frá kl. 10:00 – 17:00 og sunnudaga frá kl. 11:00 – 17:00. Orðið getur breyting á þessum tímum. Netfang: hr@teogkaffi.is.

Einnig er að finna verslun í Sólinni sem heitir Háskólabúðin. Þar er gott úrval af nauðsynjavörum, tilbúnum réttum og heilsu- og hollustuvörum.

Aðstaða til líkamsræktar

Líkamsræktarstöð World Class er í kjallara skólans og býðst nemendum að kaupa kort á sérkjörum. Nemendur og starfsfólk HR hafa aðgang að stöðinni allan sólarhringinn.

Útivist og samgöngur

Umhverfið í Nauthólsvík er vel til útivistar fallið og eru nemendur hvattir til að nýta sér það, til dæmis með því að hjóla eða ganga í skólann. Sturtuaðstaða er í kjallara. Strætisvagnaleið 5 heldur uppi ferðum í Nauthólsvík.

Umgengni

Mikil áhersla er lögð á að gengið sé vel um húsnæði skólans. Neysla matar og drykkjar er aðeins heimiluð í matstofu HR og í Sólinni. Eingöngu er leyfilegt að vera með vatn í vatnsbrúsum á öðrum stöðum. Mikil áhersla er einnig lögð á endurvinnslu og flokkun sorps, og er það hluti af umhverfisstefnu skólans. Nemendur eru beðnir að gæta þess að fleygja rusli í réttar ruslafötur eða hólf, og á það við bæði á göngum skólans og í matstofunni. Einnig eru nemendur beðnir að setja pappír í endurvinnslutunnur þar sem þær er að finna. Reykingar (sem einnig telja rafsígarettur) eru stranglega bannaðar á skólalóð Háskólans í Reykjavík nema á sérmerktum svæðum og skal sígarettustubbum fleygt í svokölluð stubbahús. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum.

Þjónustuborð

Öll sala til nemenda, til dæmis á aðgangskortum, hugbúnaði, minniskubbum, prentkvóta og heftum með lesefni er á þjónustuborði í Sólinni, 1. hæð. Þjónustuborðið afgreiðir einnig námsferla í gegnum kennslusvið, vottorð og sér um aðra almenna afgreiðslu. Þjónustudeild hefur umsjón með þjónustu við nemendur m.a. á þjónustuborði sem staðsett er í Sólinni, 1. hæð og í móttökum skólans. Yfirlitskort af byggingu og útivistarkort HR má nálgast á þjónustuborði. Fasteigna- og tæknisvið annast viðhald og umhirðu húsnæðis skólans. Skrifstofa fasteignaumsjónar er í Úranusi, 1. hæð.

Yfirlitskort


Var efnið hjálplegt? Nei