Kennslukerfi / Innranet

Háskólinn í Reykjavík hefur tekið í notkun nýtt kennslukerfi frá og með haustinu 2017. Gamla kennslukerfið – Myschool, hefur verið tekið úr notkun sem kennslukerfi skólans. Þess í stað mun öll kennsla fara fram í Canvas LMS.

Canvas-kennslukerfið er háþróað kennslukerfi sem farið hefur sigurför um heiminn og er notað af þúsundum menntastofnana, og milljónum notenda um allan heim. Canvas kennslukerfið mun færa upplifun af námi og kennslu inn í heim nútímasamskipta enda byggir það á því samskiptaumhverfi sem nemendur þekkja vel úr daglegu lífi.

Kerfið er einfalt í notkun. Til að komast inn í kerfið er nóg að fara inn á vefslóðina canvas.ru.is og slá þar inn sama notendanafn og lykilorð og nemendur hafa notað í Myschool.

Nú eiga allir nemendur að geta farið inn í kerfið. Námskeið og stundatöflur voru gerðar aðgengilegar 11. ágúst.

Þá er Canvas-appið aðgengilegt fyrir alla snjallsíma með Android og Apple stýrikerfum.

Hér að neðan má finna krækjur í leiðbeiningarmyndbönd fyrir notkun kerfisins:


Var efnið hjálplegt? Nei