Tímarit HR

Valdar greinar

Tímarit Háskólans í Reykjavík inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi. Það kom út í tíunda sinn í nóvember 2018. Hægt er að lesa tímaritið í heild sinni sem flettirit.


Það er ekki vænlegt til árangurs að skella hurðum

Aldís Guðný Sigurðardóttir

Við báðum dr. Aldísi Guðnýju Sigurðardóttur um að útskýra fyrir okkur um hvað samningatækni snýst en hún lauk doktorsprófi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í ágúst síðastliðnum. Hún starfar sem lektor við Háskólann í Twente í Hollandi þar sem hún sinnir kennslu í samningatækni og sér um innleiðingu kennslu í samningatækni við fjölda námsbrauta.

Lesa meira

Máltækni er framtíðin

Hrafn Loftsson - máltækni

„Máltækni er sambland af nokkrum sviðum; tölvunarfræði, málvísindum, tölfræði og sálfræði,“ segir dr. Hrafn Loftsson, dósent í máltækni við Háskólann í Reykjavík. Hann er einn þeirra sem kemur að framkvæmd metnaðarfullrar og viðamikillar máltækniáætlunar sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Það kemur í hlut sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms, sem að baki standa háskólar og rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og félagasamtök, að hrinda áætluninni í framkvæmd. „Í grunninn snýst máltækniáætlunin um að þróa hugbúnað sem stuðlar að því að við getum notað tungumálið í samskiptum við tölvur og tæki. Það er bara svo lítill stuðningur við íslenskuna og það er möguleiki á því, ef við gerum ekki neitt, að íslenskan muni á endanum deyja út – því sem kallast stafrænum dauða,“ segir Hrafn.

Lesa meira

Fyrsti desember 2018

Ragnhildur Helgadóttir

Ísland var lýst frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku í sambandslagasamningnum árið 1918. Þar með lauk 70 ára deilu um stöðu landsins. Nokkrum árum síðar var hins vegar farið að ræða í alvöru um „skilnað“ milli ríkjanna tveggja og lýðveldið Ísland var svo stofnað 1944. En hvað þýddi fullveldi á þessum tíma, árið 1918? Vildu Íslendingar helst sjálfstæði en urðu að sætta sig við fullveldi sem millistig? Af hverju ákvað Alþingi með þingsályktun að minnast „aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands“ haustið 2018? Ef Ísland var sjálfstætt árið 1918, hvað gerðist þá árið 1944?

Lesa meira

Hvaða færni þarf til að smíða lausnir framtíðarinnar?

Gísli Hjálmtýsson

Fáar greinar hafa breyst jafn hratt á síðustu árum og tölvunarfræði. Á miðjum sjöunda áratugnum spáði George Moore, einn stofnenda Intel, því að þéttleiki smára myndi tvöfaldast á tveggja ára fresti um fyrirsjáanlega framtíð. Í raun hafa afköst tölva frá þeim tíma tvöfaldast á um 18 mánaða fresti. Í dag á þetta við um alla þætti tölvutækni, svo sem stærð minnis, upplausn myndkubba, hraða fjarskiptaneta og rýmd geymsludiska.

Lesa meira

Vandi lítillar þjóðar

Ágúst Valfells tímarit

Á Íslandi búa rúmlega 300 þúsund manns. Mannfjöldi í Úrúgvæ er um tífaldur mannfjöldi á Íslandi, í Kanada er hann um hundraðfaldur, og í Bandaríkjunum er hann um þúsundfaldur. Knattspyrnulandslið hverrar þjóðar, sama í hvaða flokki, er skipað 11 leikmönnum. Þannig að hlutfall landsliðsmanna af heildarfjölda þjóðarinnar er hæst á Íslandi, síðan í Úrúgvæ og svo framvegis.

Lesa meira

Sjálfbær þróun: Er dómsdagur í nánd?

Páll Melsteð

Hugtakið „sjálfbær þróun“ kom fyrst fram í bókinni Our Common Future sem var gefin út af Sameinuðu þjóðunum árið 1987. Hún markaði upphafið að þeim áherslum sem einkenna umræðu um sjálfbæra þróun í heiminum í dag. Í bókinni var hugtakið skilgreint sem samfélagsþróun (hagkerfi, umhverfi og félagsleg þróun) sem skapar velsæld án þess að ógna möguleikum kynslóða framtíðarinnar til þess. Í dag hefur þessum þremur víddum reyndar fjölgað í nýjustu áætlun Sameinuðu þjóðanna um að ná sautján sjálfbærnimarkmiðum fyrir árið 2030 (sjá mynd). Þar er m.a. að finna markmið um að útrýma hungri og fátækt, tryggja aðgang allra að hreinni orku og vinna að friði í heiminum.

Lesa meira

Rannsakar leyndarmál lífsklukkunar

Heiðdís ljósameðferð2

Dr. Heiðdís Valdimarsdóttir, prófessor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík hefur brennandi áhuga á hinu flókna samspili tilfinninga og líffræðilegra þátta. Heiðdís stundar rannsóknir við sálfræðisvið HR og Mount Sinai háskólasjúkrahúsið í New York og hefur hlotið ótal styrki og verðlaun fyrir rannsóknir sínar, þar á meðal öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði og Rannsóknarverðlaun HR árið 2018.

Lesa meira

Ofurtölvan Garpur leysir mannshugann af hólmi

Henning Arnór Úlfarsson

Tilhugsunin ein um mengi, jöfnur og diffrun og jafnvel bara tölur lætur hárin rísa hjá stórum hluta mannkyns. Önnur hafa gert stærðfræði að þungamiðju í lífi sínu og lifa og hrærast í flóknum talnaheimi sem er svo mörgum hulinn. Í þeim hópi er dr. Henning Arnór Úlfarsson, lektor við tölvunar- fræðideild HR.

Lesa meira

Fór á EM í sumar sem styrktarþjálfari

Maður þjálfar fótboltakonur á gervigrasvelli

Hjalti Rúnar fór á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar sem styrktarþjálfari landsliðsins. Hjalti Rúnar er sjúkraþjálfari og hefur aðstoðað nokkra leikmenn liðsins. „Það var ákveðið í samvinnu við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara að það væri draumastaðan að ég fylgdi liðinu. Það gekk upp og ég varð sannarlega reynslunni ríkari.“

Lesa meira

Sýndarverur semja djass

Oscar situr innan um hljóðfæri í hljóðfæraverslun

Í HR hefur meistaranemi stofnað djasshljómsveit sem er eingöngu skipuð sýndarverum. Oscar Alfonso Puerto Melendez fæddist í Hondúras en er í dag íslenskur ríkisborgari. Hann lauk grunnnámi í tölvunarfræði í fæðingarlandinu en ákvað eftir nokkurra ára hlé frá námi að ljúka framhaldsnámi frá HR. Rannsóknarefni hans í meistaranáminu var gerð tónlistar með gervigreind.

Lesa meira

Sous-vide þorskur í umhverfisvænum umbúðum

Pakkningar Wild Icelandic Cod, vinningshafi Hnakkaþons HR og SFS 2017

Sigurtillaga Hnakkaþons 2017 var „Wild Icelandic Cod“, hugarsmíð nemenda í viðskiptafræði og fjármálaverkfræði. Markmiðið var að hanna og útfæra leið til þess að pakka fisk, veiddum við Íslandsstrendur, í neytendavænar pakkningar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki.

Lesa meira

Sérhæfði sig í höfundarétti

Áslaug Grétarsdóttir

Áslaug Elín Grétarsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud, 45 manna fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun. Þetta er ef til vill ekki starfsvettvangur sem margir sjá fyrir sér sem dæmigerðan fyrir lögfræðinga.

Lesa meira

Þurfum að byggja upp þekkingarsamfélag

Friðrik Már Baldursson stendur úti við HR og horfir beint í myndavélina

Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild, og Axel Hall, lektor í hagfræði, gerðu rannsókn fyrir fjármála- og efnahagsráðuneyti á efnahagslegri stöðu ungs fólks og hvernig hún hefur þróast síðasta aldarfjórðung.

Lesa meira

Starfsnámið leiddi þau á framandi og fræðandi slóðir

Myndin er samsett og sýnir nemendur á starfsnámsstöðum

Þau Agnes, Steinn og Vilhjálmur hafa unnið fyrir bandaríska lyfjaeftirlitið, Reykjalund og Samkeppniseftirlitið og fengið ómetanlega innsýn í verkefnin sem gætu beðið þeirra eftir útskrift.

Lesa meira

Snýst allt um eitt augnablik

Hafrún Kristjánsdóttir stendur upp við vegg í Sólinni og horfir í myndavélina

Að vera viðstaddur Ólympíuleika er ótrúleg lífsreynsla, segir Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs við tækni- og verkfræðideild, sem fylgdi íslensku keppendunum út og hjálpaði þeim að takast á við þetta stóra verkefni. Hún segir Ólympíuþorpið vera heillandi gerviveröld.

Lesa meira

Féll í menntaskóla en stundar nú nám við Harvard

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundssson var dúx Háskólans í Reykjavík vorið 2016 með meðaleinkunnina 9,85. Hann féll í fjórum kúrsum í menntaskóla en stundar nú nám við einn besta háskóla í heimi og er strax farinn að hugsa um að hvernig sprotafyrirtæki hann eigi að stofna ásamt samnemendum sínum. Hann segir nauðsynlegt að læra af mistökum. 

Lesa meira

Stærðfræði snýst ekki bara um tölur

Agnes situr á strönd og horfir í myndavélina

Dr. Agnes Cseh, var um skeið nýdoktor við tölvunarfræðideild. Hún vann til Klaus Tschira- verðlaunanna sem veitt eru í Þýskalandi á hverju ári til ungra vísindamanna sem þykja miðla rannsóknum sínum á aðgengilegan hátt. Klaus Tschira-sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja vísindastarf og miðlun þess til almennings.

Lesa meira

Frá byggðum Inúíta til kosningafundar hjá Trump

Bjarni Már Magnússon

Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild HR og sérfræðingur í hafrétti. Fyrir stuttu lauk hann 18 mánaða rannsóknarsamstarfi með 17 öðrum vísindamönnum frá aðildarríkjum Norðurskautsráðsins í verkefni sem heitir Fulbright Arctic Initiative.

Lesa meira

Frá Sydney í skiptinám til Lundar, Nepal og Íslands

Anurag Dey talar við gesti á alþjóðadegi HR

Anurag Dey er meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Sydney og kom hingað til lands til að stunda skiptinám við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann ákvað að koma til Íslands því landið heillaði hann.

Lesa meira

Rannsakar jafnrétti í íþróttum

Margrét Lilja stendur á gangi í HR og horfir í myndavélina

Margrét Lilja er að skoða, með samstarfsfélögum sínum, hvaða reglur gilda um jafnrétti kynjanna í íþróttum, hvort styrktaraðilar leggi jafnréttisviðmið til grundvallar fjárveitingum og hver staða jafnréttismála sé innan íþróttasambanda og -félaga.

Lesa meira

Að hanna sig frá hættu

Svana stendur á vinnustað sínum og horfir í myndavélina

Svana Helen Björnsdóttir er í doktorsnámi við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur undanfarið fengist við að rannsaka aðferðafræði við áhættugreiningu í samstarfi við sex íslensk fyrirtæki: Össur, Landsvirkjun, Landsnet, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, Blóðbankann og Stika.

Lesa meira

Samfélagsmiðlar notaðir við mat á umsækjendum

Brynjar stendur á vinnustað sínum

Lokaritgerð Brynjars Jóhannssonar fjallar um rannsókn á notkun hefðbundinna meðmæla og samfélagsmiðla í ráðningarferli. Hann segir margt vera athugavert við notkun samfélagsmiðla en hann grunar þó að þeir verði notaðir meira í framtíðinni til að meta umsækjendur um störf.

Lesa meira

Greinir álag í röddinni

Eydís stendur í stjórnklefa flugumferðarstjórnar

„Við erum að reyna að greina út frá röddinni hvort flugumferðarstjórar séu undir álagi. Markmiðið er að gera mæli sem fylgist með flugumferðarstjórum í starfi sem jafnframt tekur tillit til verkefnanna sem þeir eru að vinna hverju sinni. Ef við vitum hvernig raunverulegt álag er hjá fólki er hægt að fylgjast með því við störf með rafrænum hætti og grípa inn í ef vinnuálag verður meira en það ræður við.“

Lesa meira

Bláþráður: nýtt og spennandi byggingarefni

Eyþór stendur og Jónas situr inni í rannsóknarstofu þar sem sjá má steypubita

„Hér gera nemendur tilraunir þar sem til dæmis er blandað saman basalttrefjum, öðru nafni bláþræði og byggingarefnum eins og steypu og tré.“ Eyþór Þórhallsson, dósent við tækni- og verkfræðideild er í forsvari fyrir SEL ásamt Jónasi Þór Snæbjörnssyni prófessor.

Lesa meira

Skoðar nýtingu á orkuríkri gufu til raforkuframleiðslu

María hlustar á nemanda útskýra verkefni

María Sigríður er í rannsóknarhóp sem skoðar nýtingu á orkuríkri gufu úr djúpum borholum til raforkuframleiðslu. Til að nýta orkuna úr gufunni á sem hagkvæmastan hátt er hægt að bæta varmaskiptum inn í orkunýtingarferlið.

Lesa meira

Frá House of Cards til Spotify

Yngvi stendur upp við handrið í Sólinni

Notkunarmöguleikar greinds tölvubúnaðar til gagnagreiningar eru margvísilegir og viðfangsefnin óþrjótandi. Slík tækni er þegar farin að hafa víðtæk áhrif þó svo að þau séu aðeins að litlu leyti sýnileg almenningi.

Lesa meira

Skimar fyrir hugrænni hnignun með spjaldtölvum

María Kristín hvílir með aðra hendi á handriði og horfir í myndavélina

María Kristín Jónsdóttir, dósent við sálfræðisvið, er að þróa próf sem er ætlað til að skima fyrir hugrænni hnignum hjá þeim sem eru komnir yfir miðjan aldur.

Lesa meira

Mikilvægt að standa með sínum gildum

Guðrún Mjöll stendur fyrir utan HR og horfir brosandi í myndavélina

„Við viljum að nemendur okkar taki siðferðislega réttar ákvarðanir,“ segir Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og verkefnastjóri samfélagslegrar ábyrgðar við deildina. Þannig tekur hún saman í örfáum orðum stefnu viðskiptadeildar varðandi menntun ábyrgra viðskiptafræðinga og stjórnenda.

Lesa meira

Rannsakar nýtt millidómstig á Íslandi

Sigurður Tómas stendur með krosslagðar hendur upp við vegg í HR

„Dómstólarnir hafa fyrst og fremst það hlutverk að þjóna samfélaginu og tryggja réttaröryggi. Við undirbúning nýrrar löggjafar um dómstólaskipanina þarf ávallt að hafa að leiðarljósi að tryggja að dómstólarnir geti sinnt þessu hlutverki sínu sem best á sem hagkvæmastan hátt.“

Lesa meira

Bergmálslaust herbergi í kjallara HR

Slawomir stendur með krosslagðar hendu rí svörtu herbergi

Í kjallara háskólabyggingar HR er að finna fyrstu rannsóknaraðstöðu hérlendis sem endurkastar ekki rafsegulbylgjum. Þetta er svokallað bergmálslaust rými (e. anechoic chamber) sem hefur verið sérhannað fyrir þarfir EOMC-rannsóknarsetursins (Engineering Optimization & Modeling Center) innan tækni- og verkfræðideildar HR.  

Lesa meira

Starfaði fyrir UNICEF á Jamaíka

Lovísa Arnardóttir með samstarfsfólki sínu á Jamaíka

Lovísa Arnardóttir komst í kynni við fórnarlömb kynferðisofbeldis við störf sín fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á Jamaíka í fyrrasumar. Áður hafði hún skrifað um kynferðisbrot gegn börnum hér á landi og hafði lengi langað að skoða hvað það er í gerð samfélags sem leyfir slíku ofbeldi að eiga sér stað og hvernig koma megi í veg fyrir það.

Lesa meira

Hlaut gullverðlaun fyrir HR

Meisam Rafiei

Meisam Rafiei, sem fæddist í Suður-Íran en hefur verið búsettur á Íslandi síðan árið 2010, hefur á keppnisferli sínum unnið til fjölda verðlauna fyrir Ísland í greininni. Meisam er nemandi við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og hefur jafnframt keppt fyrir hönd háskólans á mótum í Evrópu.

Lesa meira

Skiptir máli að breyta stjórnarskránni?

Margrét og Ragnhildur standa við handrið í Sólinni

Íslenska stjórnarskráin geymir engin ákvæði um framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Þannig sker hún sig frá flestum evrópskum stjórnarskrám, m.a. öllum norrænu stjórnarskránum, því þar er að finna ákvæði um það hvenær og hvernig og að hvaða skilyrðum uppfylltum sé heimilt að framselja afmarkaðan hluta ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur, forseti lagadeildar, og Margréti Einarsdóttur, lektor við lagadeild.

Lesa meira

Safnar málsýnum fyrir sjálfvirka talgreina

Jón stendur við súlu inni í HR

Jón Guðnason, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, fór á vormánuðum til eyjarinnar Jövu í Indónesíu til þess að safna upptökum á töluðu máli. Þessar upptökur eru notaðar til að gera talgreini en það er tækni sem gerir tölvum kleift að skilja talað mál.

Lesa meira

Starfsnám í tveimur stórborgum

Ung kona stendur við glugga og í baksýn sjást skýjakljúfar í New York

Sigríður María var að hefja þriðja árið í lögfræði við HR. Við báðum hana að segja okkur frá  starfsnámi hennar í sumar hjá stórri lögmannsstofu vestanhafs. Starfsnámið varði alls í tólf vikur, sex vikur í New York og sex vikur í Washington.

Lesa meira

Enginn er óhultur fyrir nýsköpun

Hallur og Páll standa við handrið í Sólinni

Því er stundum haldið fram að áhugi á nýsköpun fylgi helst hagsveiflum. Slíkar ályktanir eru ekki úr lausu lofti gripnar, eins og Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Þetta breytir því hins vegar ekki að stöðugur stígandi hefur verið í áherslum og áhuga á nýsköpun undanfarna áratugi.

Lesa meira

Fóru á brautina í fyrstu tilraun

Óskar og Rebekka standa við formúlubílinn

Team Sleipnir var stofnað innan Háskólans í Reykjavík í byrjun skólaársins 2015. Í júlí síðastliðnum tók liðið þátt í Formula Student kappaksturskeppni háskólanema sem fór fram á hinni frægu Silverstone-braut í Englandi.

Lesa meira

Að hrökkva eða stökkva

Simon Dymond

Simon var í hópi vísindamanna sem gerði rannsókn til að reyna að skilja hvað gerist í heilanum þegar við ákveðum að kveikja á rofanum og þar með forðast aðstæður eða fólk. Þátttakendur í tilrauninni þurftu að ákveða hvort þeir vildu fara um borð í geimfar, það er, sækjast eftir ákveðnum aðstæðum eða forðast þær.

Lesa meira

Við vitum hvað virkar

Inga Dóra Sigfúsdóttir

Íslensk þekking er grunnur forvarnarstarfs um alla Evrópu sem miðar að því að draga úr vímuefnanotkun unglinga. Þessi þekking er afrakstur tveggja áratuga rannsókna sem leiddar eru af dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR og Columbia-háskóla í New York.

Lesa meira

Sýndarumhverfi til þjálfunar sérkennara

Tinna og Júlía standa með sýndarveruleikagleraugu

„Þeir sem eru að fara að vinna með börnum með sérþarfir geta sett á sig sýndarveruleikagleraugu og eru þá komnir inn í sérhannað þjálfunarumhverfi. Þú sérð nemandann hinu megin við borðið og átt að nota ákveðnar kennsluaðferðir til að aðstoða hann við að þekkja nöfn á hlutum eða greina á milli dýra; katta, hunda og kinda. Þessi kennsluaðferð nýtist t.d. vel í tilfelli barna með einhverfu.“

Lesa meira

Kom til Íslands frá Ástralíu til að læra um endurnýjanlega orkugjafa

Samuel Perkin situr í stjórnstöð Landsnets

Samuel Perkin er frá Adelaide í Ástralíu. Hann kom til Háskólans í Reykjavík til að læra orkuvísindi við Iceland School of Energy en stundar núna doktorsnám í verkfræði við tækni- og verkfræðideild. Hann tekur þátt í stóru verkefni á vegum Evrópusambandsins sem heitir GARPUR, en hann vinnur það í samstarfi við Landsnet.

Lesa meira

Nemendur léku hlutverk hagsmunaaðila

Tveir nemendur eru í sjómanni í Sólinni

Nemendur í sumarskóla Iceland School of Energy (ISE) við Háskólann í Reykjavík koma hvaðanæva að til að kynna sér notkun endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi. Í sumar var kynnt fyrir hópnum ný vatnsaflsvirkjun á hálendinu á suðausturhluta landsins, framkvæmd sem var aðeins til á pappírnum.

Lesa meira

Vilja samræma hagsmunamál milli deilda

Stjórn SFHR stendur á ganginum í HR

Núverandi stjórn Stúdentafélagsins hefur einnig lagt áherslu á það á undanförnum mánuðum  að samræma hagsmunamál milli allra akademískra deilda háskólans. Í því felst meðal annars að fulltrúi nemenda sé viðstaddur deildafundi.

Lesa meira

3000 hakkarar tóku þátt

Mynd af Hlyni og James í tröppunum í Sólinni

Hlynur Óskar Guðmundsson stundar BSc-nám í rannsóknamiðaðri tölvunarfræði við HR. Hann er einn þriggja nemenda í tölvunarfræðideild sem sá um IceCTF-hakkarakeppni HR og Syndis í ágúst síðastliðnum.

Lesa meira

Hugvitið í fyrsta sæti

Nemendur á fyrsta ári við Háskólann í Reykjavík þurfa að reiða sig á hugvitið í þriggja vikna skyldunámskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Námskeiðið er eitt af mörgum þriggja vikna námskeiðum sem haldin eru í HR að loknum prófum á vorönn.

 

Lesa meira

Háskólastarf er forsenda velsældar

Ari Kristinn Jónsson

Það er engin spurning að heimurinn okkar og störfin okkar munu breytast gríðarlega á næstu áratugum. Þessi breyting er svo stór að margir tala þar um fjórðu iðnbyltinguna. Ísland hefur valkost þegar kemur að þessari framtíð.

Lesa meira