Tímarit HR

Valdar greinar

Tímarit Háskólans í Reykjavík inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi. Það kom út í tíunda sinn í nóvember 2018. Hægt er að lesa tímaritið í heild sinni sem flettirit.


  • Maður þjálfar fótboltakonur á gervigrasvelli

Fór á EM í sumar sem styrktarþjálfari

Hjalti Rúnar Oddsson er á öðru ári í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun við Háskólann í Reykjavík, í kostaðri stöðu af KSÍ, Knattspyrnusambandi Íslands.

„Það þýðir að öll verkefni mín fjalla um fótbolta með beinum eða óbeinum hætti sem veitir mér aukna sérhæfingu.“ Hjalti Rúnar fór á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar sem styrktarþjálfari landsliðsins en í náminu hefur hann séð um mælingar á landsliðinu. „Hlutverk mitt var að stjórna upphitun og skipuleggja æfingar með tilliti til álags og ákefðar, ásamt því að mæta mismunandi þörfum leikmanna. Þá fylgdist ég einnig með líðan leikmanna á meðan á mótinu stóð til að tryggja að allir væru í eins góðu standi og mögulegt var.“

For-a-EM-2-

Hjalti Rúnar er sjúkraþjálfari og hefur aðstoðað nokkra leikmenn kvennalandsliðsins. „Það var ákveðið í samvinnu við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara að það væri draumastaðan að ég fylgdi liðinu. Það gekk upp og ég varð sannarlega reynslunni ríkari.“

Hjalti segir þátttöku landsliðsins hafa verið heilmikið batterí. „Allt í einu, tveimur vikum fyrir mót, stóð ég að máta jakkaföt í Herragarðinum! Umgjörðin var mikil og það var mikil athygli á íslenska liðinu þarna úti. Það kom mér líka á óvart að sjá áhrifamátt fjölmiðla. Fólk veit allt sem þú ert að gera og hefur jafnvel skoðun á því, og margir sem núna fyrst eru að hafa skoðun á kvennaboltanum sem er jákvætt.“

Í teymi KSÍ úti í Hollandi voru auk Hjalta landsliðsþjálfarinn, aðstoðarþjálfari, markmannsþjálfari, þrír sjúkraþjálfarar, læknir, tveir liðsstjórar og þrír leikgreinendur.

Maður stendur í lyftingasal og horfir í myndavélina