Tímarit HR

Valdar greinar

Tímarit Háskólans í Reykjavík inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi. Það kom út í tíunda sinn í nóvember 2018. Hægt er að lesa tímaritið í heild sinni sem flettirit.


  • María hlustar á nemanda útskýra verkefni

Skoðar nýtingu á orkuríkri gufu til raforkuframleiðslu

Rannsókn í fókus: María Sigríður Guðjónsdóttir, lektor við tækni- og verkfræðideild.

Hvað ert þú að rannsaka?

„Ég er í rannsóknarhóp sem skoðar nýtingu á orkuríkri gufu úr djúpum borholum til raforkuframleiðslu. Til að nýta orkuna úr gufunni á sem hagkvæmastan hátt er hægt að bæta varmaskiptum inn í orkunýtingarferlið. Viðfangsefnið hjá okkur er að skoða hegðun og áhrif kísilútfellinga á varmaskiptin með tölulegum líkönum og tilraunum.“

Af hverju?

„Til að hægt verði að hanna varmaskiptaferlið þannig að kísilagnir í gufunni hafi sem minnst áhrif og hægt verði að bæta orkunýtinguna úr jarðhitakerfunum.“

Hverju munu rannsóknir þínar breyta?

„Með því að nýta orkuríkari gufu úr dýpri borholum væri hægt að lækka borkostnað í jarðhitaverkefnum. Og með því að bæta varmaskiptum við í þetta ferli er hægt að auka orkunýtnina enn frekar.“