Fréttir LD

Í ávarpi sínu til útskriftarnema lagði Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor, áherslu á að menntun væri nú og yrði jafnvel enn frekar í næstu framtíð undirstaða samkeppnishæfni og lífsgæða, bæði fyrir eins

Stærsta brautskráning Háskólans í Reykjavík frá stofnun - 19.6.2021

Aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík og í dag, laugardaginn 20. júní, en þá brautskráðust 688 nemendur frá háskólanum við hátíðlegar athafnir í Hörpu.

Lesa meira
kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum - 4.2.2021

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

Lesa meira
Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum - 30.1.2021

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

Lesa meira
Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen.

Dr. Ragnhildur Helgadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen - 15.10.2019

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen 15. október. Af því tilefni hélt hún hátíðarfyrirlestur í háskólanum þar sem hún fjallaði um hlutverk dómstóla er þeir meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Ragnhildur er sviðsforseti samfélagssviðs HR en innan þess starfa lagadeild, viðskiptadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Hún er formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstól Evrópu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.

Lesa meira
Eirikur-Elis-lagadeild2019

Eiríkur Elís Þorláksson nýr forseti lagadeildar - 11.9.2019

Eiríkur Elís Þorláksson hefur verið ráðinn forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

Lesa meira
Maður stendur við sjóinn

Dr. Bjarni Már Magnússon nýr prófessor við lagadeild HR - 3.6.2019

Dr. Bjarni Már Magnússon hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bjarni lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013, LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-háskóla árið 2007 og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2008. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla árið 2007.

Lesa meira
Lagateymid

Keppa fyrir Íslands hönd - 26.2.2019

Lið frá lagadeild HR bar sigur úr býtum í landsútsláttarkeppni í Lissabon og er á leið út til Washington að keppa fyrir Íslands hönd í hinni alþjóðlegu Phillip C Jessup málflutningskeppni

Lesa meira
Myndin sýnir lógó THE

HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims - 7.6.2018

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt  lista Times Higher Education sem birtur var í dag. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.

Lesa meira
Hnakkathon-2018-2-

„Say Iceland“ vinnur Hnakkaþonið 2018 - 22.1.2018

Samkvæmt vinningstillögu Hnakkaþons 2018 mun Brim hf. byggja upp eigið vörumerki undir nafninu „Say Iceland“ og selja fullunninn ufsa á nýja markaði á austurströnd Bandaríkjanna. Hnakkaþon er útflutningskeppni sjávarútvegsins og er haldið á vegum HR og SFS. Keppnin fór fram frá fimmtudegi til laugardags þegar úrslit voru kynnt og verðlaun afhent.

Lesa meira

Nemendur HR markaðssetja sjófrystan ufsa á Bandaríkjamarkað - 19.1.2018

Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í dag. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum.

Lesa meira