Fréttir

Forsetalisti lagadeildar hefur verið birtur

19.6.2015

Lagadeild hefur birt forsetalistann fyrir námsárangur vorið 2015.
Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista lagadeildar og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Til þess að vera gjaldgengir á forsetalista þurfa nemendur í dagskóla að ljúka að minnsta kosti 30 ECTS.

Eingöngu námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma, eru gjaldgeng á forsetalista. Í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, m.ö.o. endurtektarpróf gilda ekki en sjúkrapróf gilda. Miðað er við að um 2,5% nemenda í grunnnámi komist á forsetalista hverju sinni.