Fréttir

Lagadeild fær afhenta bókagjöf

29.1.2016

Lagadeild Háskólans í Reykjavík var nýverið afhent að gjöf safn lögfræðirita úr dánarbúi hjónanna Gunnars Sæmundssonar hrl. og Eddu Guðnadóttur. Gjöfina afhentu erfingjar, Oddur Ólason hdl. og Guðni Gunnarsson.

Gunnar rak lögfræðistofu um árabil, síðast að Laugavegi 18. Hann starfaði talsvert fyrir félög innan ASÍ og ritaði sjálfur greinar um vinnurétt og sat í félagsdómi.

Gjöfin telur liðlega 500 innlenda og erlenda bókatitla.