Fréttir

Fjöldi nýnema við lagadeild HR

20.8.2014

Haustið 2014 er þrettánda starfsár lagadeildar HR og hófst kennsla skv. stundaskrá 18. ágúst. Deildin hefur vaxið hratt hvort sem litið er til fjölda nemanda eða kennara og er nú í fremstu röð lagadeilda hér á landi.
 
Alls hófu 92 nýnemar nám á 1. ári en deildinni bárust 170 umsóknir um grunnnám.  Í ár er boðið upp á nýja námsbraut BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.

.