Mat á fyrra námi

Nemandi getur, áður en nám hefst, sótt um að fá metið sem hluta af því námskeið á meistarastigi sem nemandi hefur lokið við innlenda eða erlenda háskóla.

Einungis er heimilt að meta slík námskeið til að hámarki 15 eininga. Ef sérstök rök mæla með því getur nemandi sem stefnir að fullnaðarprófi í lögfræði fengið metið námskeið í lögfræði á meistarastigi að hámarki 30 einingar. Nám sem er hluti af prófgráðu sem nemandi hefur þegar lokið verður þó aldrei metið til meira en 15 eininga.

Eldra námskeið á meistarastigi skal ekki metið sem hluti af meistaranámi í lögfræði ef námskeiðinu var lokið meira en níu árum áður en nemandi skráði sig í meistaranám í lögfræði.

Námsráð tekur ákvörðun um hvort og hvernig eldra nám skuli metið. Við það mat er auk framangreindra atriða meðal annars heimilt að líta til eðlis viðkomandi náms og námsárangurs í því.

Námsárangur nemanda vegna náms sem þessi grein fjallar um skal skrá í námsferilsskrá hans sem „metið“ en einkunnir ekki gefnar í tölum.

Eyðublað (word) fyrir umsókn um mat á fyrra námi.


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef