Skiptinám

Nemandi getur sótt um að stunda eftirfarandi nám á meistarastigi og fengið námið metið sem hluta af ML-náminu:

  1. Allt að 60 ECTS eininga háskólanám í lögfræði eða öðrum greinum við erlenda háskóla m.a. á grundvelli þeirra nemendaskiptaáætlana sem deildin eða HR á aðild að. Ljúki nemandi námi með prófgráðu má meta það að hámarki til 15 eininga.
  2. Allt að 60 ECTS eininga nám í öðrum greinum en lögfræði í annarri deild HR.
  3. Allt að 60 ECTS eininga háskólanám í lögfræði eða öðrum greinum við annan innlendan háskóla.

Nemandi getur þó aldrei fengið heimild til að ljúka meira en samtals 60 einingum á grundvelli a-c liða. Nemandi skal leita eftir samþykki námsráðs fyrir námi samkvæmt þessari grein áður en það hefst.

Við mat á því hvort námsárangur nemanda samkvæmt a-c liðum 1. mgr. hafi verið fullnægjandi skal miða við kröfur þess háskóla sem nám var stundað við. Námsárangur nemanda vegna slíks náms skal skráður í námsferilskrá hans sem „metið“ en einkunnir ekki gefnar í tölum.


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef