Námsráð


Í námsráði sitja þrír starfsmenn deildarinnar skipaðir af deildarfundi til eins árs í senn, þar af einn sem formaður.  Í ráðinu eru:  

Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur, formaður
Heimir Örn Herbertsson sérfræðingur
Margrét Einarsdóttir lektor.

Hlutverk námsráðs er að vinna ásamt forseta lagadeildar (gildir ekki um k- og l-liði) að þróun BA- og ML náms, þar á meðal skipulagi þess og gæðum, tilhögun kennslu, kennsluhátta og námsmats og gera tillögur til lagadeildar um framangreint eftir því sem þörf krefur. Í því felst m.a:

a)      Að vinna að og endurskoða reglur deildarinnar um BA- og ML  nám, stefnu um nám og kennslu og viðmið um kennsluhætti.
b)      Að vinna að framkvæmd stefnu deildarinnar um nám og kennslu, lærdómsviðmiða og meginreglna um nám og kennslu.
c)      Að vinna að þróun kennslumats og annarra mælikvarða á kennslu.
d)     Að skipuleggja endurmenntun og þjálfun kennara í kennslufræðum.
e)      Að vinna að uppbyggingu og þróun nýrra námsbrauta og/eða námsleiða við deildina.
f)       Að vinna að úttektum um gæðamál.
g)      Að gera tillögur um nám og kennslu í BA- og ML námi að höfðu samráði við starfsmenn lagadeildar og stjórn Lögréttu þar með talið um framboð á kjörgreinum og málstofum í meistaranámi.
h)      Að gera tillögur um, að höfðu samráði við starfsmenn lagadeildar og stjórn Lögréttu, hvaða valgreinar ML náms standi til boða á 6. önn BA náms.
i)        Að veita umsagnir og álit varðandi erindi frá forseta deildar.
j)        Að hafa frumkvæði að samningsgerð við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám í ML námi.
k)      Að taka afstöðu til umsókna um skiptinám og starfsnám í ML námi. Ákvarðanir námsráðs samkvæmt þessum lið eru kæranlegar til forseta lagadeildar.
l)        Að taka afstöðu til óska BA- og ML nemenda um mat á eldra námi og taka ákvarðanir um framvindu náms og námshlé einstakra nemenda samkvæmt reglum um BA- og ML nám. Ákvarðanir námsráðs samkvæmt þessum lið eru kæranlegar til forseta lagadeildar.
m)    Að vinna að samræmingu námskeiða í BA- og ML námi í samráði við kennara á fagsviðum deildarinnar, s.s á sviði opinbers réttar, einkaréttar og alþjóðlegs réttar.
n)      Að vinna með námsráði HR.            


Stefna lagadeildar í kennslumálum og viðmið um kennsluhætti


Var efnið hjálplegt? Nei