Um lagadeild
Nefndir og ráð
Deildarforseti
Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Deildarforseti á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af heildarfjárhagsáætlun skólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.
Námsráð
Í námsráði sitja þrír starfsmenn deildarinnar skipaðir af deildarfundi til eins árs í senn, þar af einn sem formaður. Í ráðinu eru:
- Heimir Örn Herbertsson sérfræðingur, formaður
- Dr. Margrét Einarsdóttir dósent
- Dr. Juris Arnljótur Ástvaldsson lektor
Hlutverk námsráðs er að vinna ásamt forseta lagadeildar (gildir ekki um k- og l-liði) að þróun BA- og ML náms, þar á meðal skipulagi þess og gæðum, tilhögun kennslu, kennsluhátta og námsmats og gera tillögur til lagadeildar um framangreint eftir því sem þörf krefur. Í því felst m.a:
- Að vinna að og endurskoða reglur deildarinnar um BA- og ML nám, stefnu um nám og kennslu og viðmið um kennsluhætti.
- Að vinna að framkvæmd stefnu deildarinnar um nám og kennslu, lærdómsviðmiða og meginreglna um nám og kennslu.
- Að vinna að þróun kennslumats og annarra mælikvarða á kennslu.
- Að skipuleggja endurmenntun og þjálfun kennara í kennslufræðum.
- Að vinna að uppbyggingu og þróun nýrra námsbrauta og/eða námsleiða við deildina.
- Að vinna að úttektum um gæðamál.
- Að gera tillögur um nám og kennslu í BA- og ML námi að höfðu samráði við starfsmenn lagadeildar og stjórn Lögréttu þar með talið um framboð á kjörgreinum og málstofum í meistaranámi.
- Að gera tillögur um, að höfðu samráði við starfsmenn lagadeildar og stjórn Lögréttu, hvaða valgreinar ML náms standi til boða á 6. önn BA náms.
- Að veita umsagnir og álit varðandi erindi frá forseta deildar.
- Að hafa frumkvæði að samningsgerð við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám í ML námi.
- Að taka afstöðu til umsókna um skiptinám og starfsnám í ML námi. Ákvarðanir námsráðs samkvæmt þessum lið eru kæranlegar til forseta lagadeildar.
- Að taka afstöðu til óska BA- og ML nemenda um mat á eldra námi og taka ákvarðanir um framvindu náms og námshlé einstakra nemenda samkvæmt reglum um BA- og ML nám. Ákvarðanir námsráðs samkvæmt þessum lið eru kæranlegar til forseta lagadeildar.
- Að vinna að samræmingu námskeiða í BA- og ML námi í samráði við kennara á fagsviðum deildarinnar, s.s á sviði opinbers réttar, einkaréttar og alþjóðlegs réttar.
- Að vinna með námsráði HR.
Rannsóknarráð
Hlutverk ráðsins er að vinna ásamt forseta lagadeildar að eflingu rannsókna innan lagadeildar Háskólans í Reykjavík í innlendu og alþjóðlegu samhengi. Í því felst m.a:
- Að móta stefnu í rannsóknum innan deildarinnar. Stefnumótun skal unnin í samráði við starfsmenn lagadeildar. Stefna skal mótuð til tveggja ára í senn. Stefnan skal lögð fram og kynnt af rannsóknarráði fyrir deildarfundi einu sinni á ári en á þeim fundi skal jafnframt farið yfir árangur síðastliðins árs.
- Að stuðla að rannsóknarsamstarfi við innlenda og erlenda aðila, í samráði við starfsmenn lagadeildar.
- Að halda utan um mat á rannsóknarstarfi innan deildarinnar og bregðast við niðurstöðum þess.
- Að móta stefnu varðandi rannsóknarsamstarf milli kennara og nemenda.
- Að vinna að kynningu á rannsóknarstarfi við deildina.
- Að fara með málefni doktorsnáms í samræmi við námslýsingu doktorsnáms við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
- Að vinna með rannsóknarráði HR.
Þrír akademískir starfsmenn eru skipaðir á deildarfundi til setu í rannsóknarráði til tveggja ára í senn. Forseti lagadeildar gerir tillögu til deildarfundar um formann rannsóknarráðs. Að öðru leyti skiptir rannsóknarráð með sér störfum og getur sett sér starfsreglur sem mæla nánar fyrir um framkvæmd verkefna rannsóknarráðs.
Í ráðinu sitja:
- Dr. Margrét Vala Kristjánsdóttir , dósent, formaður
- Dr. Snjólaug Árnadóttir , lektor
- Dr. Juris Guðmundur Sigurðsson , prófessor
Lögrétta
Lögrétta - félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stendur vörð um hagsmunamál félagsmanna og er tengiliður milli nemenda og stjórnenda deildarinnar. Markmið félagsins er þar að auki að efla fræðastarf á sviði lögfræði jafnt innan lagadeilarinnar sem utan hennar.
Formaður Lögréttur situr fyrir hönd laganema deildarfundi lagadeildar og gætir hagsmuna þeirra. Félagið var stofnað 8. mars 2003. Formaður Lögréttu er Iðunn Helgadóttir.
Netfang félagsins er logretta@logretta.is
Málfundafélag
Á vegum Lögréttu starfar málfundafélag Lögréttu sem stendur fyrir málfundum um lagaleg málefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Þá gefur félagið út Tímarit Lögréttu sem er ritrýnt fræðitímarit á sviði lögfræði.
Málfundafélagið efnir til málflutningskeppni árlega. Nemendum er úthlutað tilbúnu dómsmáli og skila þau stefnu og greinagerð. Dómarar eru þaulreyndir héraðs– og Hæstaréttardómarar.
Lögfróður - lögfræðiþjónusta
Laganemar við HR veita einstaklingum endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf. Málin geta verið á hvaða sviði sem er, t.a.m. ef óvissa er um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsi, hjúskapar- eða erfðamálefni. Þjónustan er veitt þriðjudaga frá kl. 17-20 í aðalinngangi HR (Sólinni). Einnig er hægt er að hafa samband símleiðis á miðvikudögum á framangreindum tímum í síma 777 8409 eða senda fyrirspurn á netfangið logfrodur@ru.is.
Tímarit Lögréttu
Tímarit Lögréttu er ritrýnt fræðirit í lögfræði sem gefið er út af Lögréttu, félagi laganema við HR. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu með því að senda tölvupóst á netfangið timarit@logretta.is með upplýsingum um nafn áskrifanda, kennitölu og heimilisfang. Frekari upplýsingar um tímaritið, birtingu greina, auglýsingar o.fl. á fá með því að senda fyrirspurn á sama netfang.
Félagslíf
Lögrétta skipuleggur viðburði fyrir laganema, eins og árlega Þingvallaferð og Humarhátíð.
Nánari upplýsingar um félagið, myndir og fleira má finna á vef þess. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið logretta@logretta.is
Alumnifélag lagadeildar
Tilgangur félagsins er:
a) að stuðla að uppbyggingu og þróun laganáms við lagadeild Háskólans í Reykjavík,
b) að standa vörð um hagsmuni útskrifaðra nemenda og lagadeildar Háskólans í Reykjavík í hvívetna,
c) að efla tengsl og samstarf nemenda sem útskrifast hafa með meistarapróf í lögum frá lagadeild Háskólans í Reykjavík,
d) að efla og hvetja félagsmenn til þátttöku í faglegri umræðu um lögfræðileg málefni og hvetja félagsmenn til að taka þátt í rannsóknum í lögfræði.
Gerast meðlimur
Þeir sem hafa áhuga á að gerast Almunifélagar lagadeildar HR hafi samband við: alumnifelag@gmail.com
Afsláttur af námskeiðum í meistaranámi
Útskrifaðir meistaranemar frá lagadeild HR fá 50% afslátt af gjaldskrá námskeiða við þá námsbraut og á því námsstigi sem þeir hafa útskrifast frá.
Þátttaka í námskeiðum er með fyrirvara um undanfara/forkröfur og forgang núverandi nemenda sem stunda nám við brautina til að ljúka prófgráðu. Afslátturinn nær ekki til námskeiða sem eru kennd við aðrar námsbrautir og ekki til námskeiða á vegum Opna háskólans.
Frekari upplýsingar gefur starfsfólk skrifstofu lagadeildar.
Stjórn Alumni félagsins
Þeir sem hafa áhuga á að gerast Almunifélagar lagadeildar HR hafi samband við alumnifelag@gmail.com
Starfsfólk
Deildarforseti lagadeildar er Eiríkur Elís Þorláksson. Skrifstofustjóri er Benedikta G. Kristjánsdóttir.

Eiríkur Elís Þorláksson
Deildarstjóri og dósent
Prófessorar, dósentar, lektorar, sérfræðingar og nýdoktorar

Dr. Andri Fannar Bergþórsson
Dósent
Cand. jur. frá lagadeild HÍ og Ph.D. frá Kaupmannahafnarháskóla

Dr. Juris Arnljótur Ástvaldsson
Lektor

Dr. Juris Guðmundur Sigurðsson
Prófessor
Sérsvið: Skaðabótaréttur, tryggingaréttur og sjó- og flutningaréttur

Dr. Juris Gunnar Þór Pétursson
Prófessor

Halldóra Þorsteinsdóttir
Lektor
Cand. jur frá lagadeild HÍ, MBA frá viðskiptafræðideild HÍ.
Sérsvið: Fjármunaréttur, fjölmiðlaréttur og neytendaréttur

Hallgrímur Ásgeirsson
Sérfræðingur


Dr. Margrét Einarsdóttir
Prófessor

Dr. Margrét Vala Kristjánsdóttir
Dósent

Dr. Ragnhildur Helgadóttir
Prófessor

Sindri M Stephensen
Dósent

Stefán A. Svensson
Lektor
LL.M. frá Cambridge

Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Dósent
diplóma í afbrotafræði á meistarastigi frá félagsvísindadeild HÍ, diplóma í hagnýtri frönsku og BA í frönsku frá hugvísindadeild HÍ

Dr. Þórdís Ingadóttir
Prófessor
Aðjúnktar
Andri Árnason
Aðjúnkt

Ásdís Magnúsdóttir
Aðjúnkt

Dögg Pálsdóttir
Aðjúnkt

Elín Ósk Helgadóttir
Aðjúnkt

