Lögrétta

Lögrétta - félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stendur vörð um hagsmunamál félagsmanna og er tengiliður milli nemenda og stjórnenda deildarinnar. Markmið félagsins er þar að auki að efla fræðastarf á sviði lögfræði jafnt innan lagadeilarinnar sem utan hennar.

Formaður Lögréttur situr fyrir hönd laganema deildarfundi lagadeildar og gætir hagsmuna þeirra. Félagið var stofnað 8. mars 2003. Formaður Lögréttu er Erna Sigurðardóttir - netfang: erna@logretta.is

Netfang félagsins er logretta@logretta.is

Málfundafélag

Á vegum Lögréttu starfar málfundafélag Lögréttu sem stendur fyrir málfundum um lagaleg málefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Þá gefur félagið út Tímarit Lögréttu sem er ritrýnt fræðitímarit á sviði lögfræði.

Málfundafélagið efnir til málflutningskeppni árlega. Nemendum er úthlutað tilbúnu dómsmáli og skila þau stefnu og greinagerð. Dómarar eru þaulreyndir héraðs– og Hæstaréttardómarar.

Málflutningsmaður Lögréttu 2015 er Þorbjörg Ásta Leifsdóttir

Lögfróður - lögfræðiþjónusta

Laganemar við HR veita einstaklingum endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf. Málin geta verið á hvaða sviði sem er, t.a.m. ef óvissa er um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsi, hjúskapar- eða erfðamálefni. Þjónustan er veitt miðvikudaga frá kl. 17-20 í aðalinngangi HR (Sólinni). Einnig er hægt er að hafa samband símleiðis á miðvikudögum á framangreindum tímum í síma 777 8409 eða senda fyrirspurn á netfangið logfrodur@ru.is. 

Tímarit Lögréttu


Tímarit Lögréttu er ritrýnt fræðirit í lögfræði sem gefið er út af Lögréttu, félagi laganema við HR. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu með því að senda tölvupóst á netfangið timarit@logretta.is með upplýsingum um nafn áskrifanda, kennitölu og heimilisfang. Áskriftargjald er kr. 4.900.- á ári og kr. 2.450.- pr. eintak. Frekari upplýsingar um tímaritið, birtingu greina, auglýsingar o.fl. á fá með því að senda fyrirspurn á sama netfang.

Félagslíf

Lögrétta skipuleggur viðburði fyrir laganema, eins og árlega Þingvallaferð og Humarhátíð.

Nánari upplýsingar um félagið, myndir og fleira má finna á vef þess. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið logretta@logretta.isVar efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef