Upplýsingar fyrir nemendur

Stundatöflur

Vor 2023

Birt með fyrirvara um breytingar

Haust 2022

Birt með fyrirvara um breytingar


Dagatal

  • Almanak HR – helstu dagsetningar skólaársins

Bókalistar

Styrkir

Forsetalisti

Forsetastyrkur

Reglur

Hér má finna helstu reglur lagadeildar:

Mat á fyrra námi

Nemandi getur, áður en nám hefst, sótt um að fá metið sem hluta af því námskeið á meistarastigi sem nemandi hefur lokið við innlenda eða erlenda háskóla.

Einungis er heimilt að meta slík námskeið til að hámarki 15 eininga. Ef sérstök rök mæla með því getur nemandi sem stefnir að fullnaðarprófi í lögfræði fengið metið námskeið í lögfræði á meistarastigi að hámarki 30 einingar. Nám sem er hluti af prófgráðu sem nemandi hefur þegar lokið verður þó aldrei metið til meira en 15 eininga.

Eldra námskeið á meistarastigi skal ekki metið sem hluti af meistaranámi í lögfræði ef námskeiðinu var lokið meira en níu árum áður en nemandi skráði sig í meistaranám í lögfræði.

Námsráð tekur ákvörðun um hvort og hvernig eldra nám skuli metið. Við það mat er auk framangreindra atriða meðal annars heimilt að líta til eðlis viðkomandi náms og námsárangurs í því.

Námsárangur nemanda vegna náms sem þessi grein fjallar um skal skrá í námsferilsskrá hans sem „metið“ en einkunnir ekki gefnar í tölum.

Eyðublað (word) fyrir umsókn um mat á fyrra námi.

Lokaverkefni

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig á að setja upp kápu á lokaritgerð eða verkefni sem unnið er í námi við HR. Vinsamlega athugið að prenta verður kápurnar í prentsmiðju eða prentþjónustum. 

Mælt er með því að hala skjölunum niður og nota Acrobat til að setja inn texta. 

Ef þú ert ekki með Acrobat er einnig hægt að skrifa textann inn í vafranum og prenta/vista svo skjalið sem pdf. Ekki er mælt með að nota Firefox eða Safari ef sú leið er farin.

Ef einhverjar spurningar vakna er best að leita til skrifstofu deildar.

Vinsamlega athugið að ef nemendur óska eftir prentuðu eintaki þá þarf að prenta kápurnar í prentsmiðju eða prentþjónustum og meðfylgjandi ritgerðarkápa notuð:

Endurmenntun fyrir lögfræðinga

Háskólinn í Reykjavík býður nú öllum útskrifuðum meistaranemum frá lagadeild HR 50% afslátt af gjaldskrá skólans vegna þátttöku í námskeiðum við þá námsbraut og á því námsstigi sem þeir hafa útskrifast frá. Þátttaka í námskeiðum er með fyrirvara um undanfara/forkröfur og forgang núverandi nemenda sem stunda nám við brautina til að ljúka prófgráðu. Afslátturinn nær ekki til námskeiða sem eru kennd við aðrar námsbrautir og ekki til námskeiða á vegum Opna háskólans.

Frekari upplýsingar gefur skrifstofa lagadeildar 


Skiptinám

Nemandi getur sótt um að stunda eftirfarandi nám á meistarastigi og fengið námið metið sem hluta af ML-náminu:

  1. Allt að 60 ECTS eininga háskólanám í lögfræði eða öðrum greinum við erlenda háskóla m.a. á grundvelli þeirra nemendaskiptaáætlana sem deildin eða HR á aðild að. Ljúki nemandi námi með prófgráðu má meta það að hámarki til 15 eininga.
  2. Allt að 60 ECTS eininga nám í öðrum greinum en lögfræði í annarri deild HR.
  3. Allt að 60 ECTS eininga háskólanám í lögfræði eða öðrum greinum við annan innlendan háskóla.

Nemandi getur þó aldrei fengið heimild til að ljúka meira en samtals 60 einingum á grundvelli a-c liða. Nemandi skal leita eftir samþykki námsráðs fyrir námi samkvæmt þessari grein áður en það hefst.

Við mat á því hvort námsárangur nemanda samkvæmt a-c liðum 1. mgr. hafi verið fullnægjandi skal miða við kröfur þess háskóla sem nám var stundað við. Námsárangur nemanda vegna slíks náms skal skráður í námsferilskrá hans sem „metið“ en einkunnir ekki gefnar í tölum.

Erlendir samstarfsskólar

Deildin er með aðild að NORDPLUS  sem er norræn hliðstæða ERASMUS-áætlunarinnar.  Lagadeild er einnig með samninga við Kyushu University Japan,  University of OttawaVilnius University, University of GdanskUniversity of JohannesburgBucerius Law SchoolChina University of Political Science and Law  ,  University of Panthéon-Assas (Paris II)Glasgow UniversityAdam Mickiewicz University in PoznanTilburg University og fleiri.

Umsóknarfrestur til að sækja um skiptinám á haustönn er 1. mars og 25. september fyrir vorönn. Athugið að þeir sem sækja um fyrir 1. mars ganga fyrir með pláss í skólum og styrki.

Allar frekari upplýsingar um erlend stúdentaskipti veitir Valgerður Þórsdóttir á skrifstofu alþjóðaskipta, netfang: valgerdurth@ru.is  




Var efnið hjálplegt? Nei