Lífið í HR

Lífið í HR

Lífið í HR

Lífið í HR

Ertu að pæla í HR?

Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á

Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi gefur forskot í samkeppni um störf og leggur grunninn að tækifærum til framtíðar.Háskólinn í Reykjavík er háskóli atvinnulífsins og leggur kapp á að nemendur fái þekkingu, reynslu og færni sem undirbýr þá sem best fyrir lífið að loknu námi. Þetta gerir HR með vandaðri kennslu í nánu samstarfi við atvinnulífið. Að loknu námi hafa nemendur HR sterkan þekkingargrunn, færni til að beita þekkingu í raunverulegum verkefnum og reynslu af starfsháttum fyrirtækja og stofnana. Þetta skapar útskrifuðum HR-ingum ótvírætt samkeppnisforskot sem meðal annars birtist í því að langflestir þeirra sem útskrifast frá HR og ætla á vinnumarkað að loknu námi hafa þegar fengið atvinnu við útskrift.

 

 

Af hverju HR?

Nýsköpun og stofnun fyrirtækjaÍ kennslu við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á trausta fræðilega undirstöðu, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Námsmat er fjölbreytt og nemendur vinna mikið í hópum að verkefnum, jafnvel þvert á ólíkar faggreinar.

Vottuð gæði 

Námsbrautir innan HR hafa hlotið alþjóðlega vottun um gæði námsins. Þetta eru BSc-nám í viðskiptafræði, hagfræði, tölvunarfræði og tölvunarstærðfræði, MSc-nám í tölvunarfræði, MBA-nám og MPM-nám. Háskólinn í Reykjavík er meðal 350 bestu háskóla heims samkvæmt lista Times Higher Education.

Húsnæðið og aðstaðan 

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR sem nemendur hafa aðgang að allan sólarhringinn. Húsnæðið býður upp á afar góða aðstöðu til lesturs, hópavinnu og verklegra æfinga. Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Kaffitár, World Class í kjallara og veitingasalan Málið. Í kjallara HR má svo finna leikjasal þar sem hægt að finna billiard borð, fótboltaspil, borðtennisborð, leikjatölvu sem og aðstöðu til þess að slaka á.

Samgöngur

Umhverfið í Nauthólsvík er vel til útivistar fallið og eru nemendur hvattir til að nýta sér það, til dæmis með því að hjóla eða ganga í skólann. Sturtuaðstaða fyrir nemendur er í kjallara. Sjá yfirlit yfir strætóleiðir og göngu- og hjólastíga á Samgöngukorti HR.

Deilibílar

HR er í samstarfi við Zipbíla og er tilgangurinn að auðvelda nemendum og starfsmönnum HR að nota umhverfivænan ferðamáta, taka strætó, hjóla eða ganga til og frá HR. Þá er hægt að leigja Zipbíl sem staðsettur er við HR í stuttan tíma í einu. Nánari upplýsingar: https://zipcar.is/

Bílastæði

Mikið er af gjaldfríum bílastæðum við háskólann, en næst húsinu eru gjaldskyld stæði í P4 flokki.

Alþjóðlegar rannsóknir 

Róbot armur

HR er framsækinn háskóli sem hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Í rannsóknastarfi ber HR sig saman við erlenda háskóla og hefur náð góðum árangri enda starfa fræðimenn eftir skýrri rannsóknastefnu og birta samkvæmt henni niðurstöður sínar í alþjóðlegum, ritrýndum tímaritum. Alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir eru gæðastimpill á háskólastarfið.

Starfsnám

Samspil námsins í HR við atvinnulífið er einn þeirra þátta sem skapar því sérstöðu. Nemendur HR vinna raunhæf verkefni í samstarfi við fyrirtæki og öðlast þannig forskot á vinnumarkaði.

Forsetalisti HR

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga möguleika á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Góð þjónusta við nemendur 

Námið í Háskólanum í Reykjavík er krefjandi en að sama skapi er leitast við að veita nemendum þjónustu sem auðveldar eðlilega framvindu náms.

Náms- og starfsráðgjöf ásamt sálfræðiþjónustu er í boði fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík

Í HR er öflug námsráðgjöf. Einstaklingar geta komið í viðtal og fengið ráðgjöf varðandi námsval, stuðning og hvatningu í námi, náms- og próftækni, markmiðasetningu- og tímastjórnun, áhugasviðspróf, styrkleikapróf og fleira. 

Einnig heldur námsráðgjöf HR utan um: 

 

  • - örfyrirlestra yfir skólaárið
  • - geðheilbrigðisviku
  • - sálfræðiþjónustu
  • - vinnusmiðjur um atvinnuleit
  • - hugleiðslutíma með leiðsögn
  • - sérúrræði í námi

 

Nemendum HR býðst sálfræðiþjónusta innan háskólans. Í boði eru viðtöl við sálfræðing og námskeið til að fást við einkenni kvíða, prófkvíða og þunglyndis. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við námsráðgjöf háskólans.

Bókasafn HR

Hjá bókasafni HR er í boði öll almenn bókasafns- og upplýsingaþjónusta eins og útlán, upplýsingaleit og millisafnalán. Jafnframt geta nemendur leitað aðstoðar varðandi heimildaleit, skráningu og fleira.

Háskólagarðar HR

Horft yfir Háskólagarða HR
Nemendur HR geta sótt um íbúðir og einstaklingsherbergi í nýjum Háskólagörðum HR. Háskólagarðar eru við rætur Öskjuhlíðar rétt hjá háskólabyggingunni. Byggingafélag námsmanna, BN, hefur umsjón með útleigu herbergja og íbúða og almennum rekstri garðanna.

SFHR

Í HR er öflugt félagslíf og það er auðvelt að kynnast öðrum nemendum. Stúdentafélagið (SFHR) er hagsmunafélag stúdenta við HR. Allir nemendur eru meðlimir í SFHR og eru félagsgjöld engin. Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, SFHR, er hagsmuna félag allra nemenda við HR og er megintilgangur félagsins að vera rödd nemenda, bæði innan háskólans og út á við. Undir SFHR eru ýmsar nefndir og félög, t.d. Jafnréttisfélag HR, Árshátíðarnefnd og Nýsköpunar- & frumkvöðlanefnd HR. Auk þeirra eru starfandi nemendafélög fyrir hverja akademíska deild. Í nánast hverri viku standa þau fyrir einhverjum viðburðum sem oftar en ekki tengja nemendur við atvinnulífið.

Nemendafélögin

Hugsaðu út fyrir boxið

Við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á hagnýta þekkingu, verklega þjálfun og tengsl við atvinnulífið. Iðnmenntun er því mjög góður undirbúningur fyrir nám við HR. Háskólamenntaðir einstaklingar sem hafa grunn í iðngreinum eru afar eftirsóttir í atvinnulífinu.


Spotify listar HR