Hvernig er námið í HR

Íþróttafræði

„Reynslan af íþróttafræðinni er geggjuð og allir áfangarnir sem ég hef tekið eru á mínu áhugasviði. Það sem kom mér mest á óvart er hversu ólíkt námið er námi í menntaskóla.“
Marino Máni Mabazza
Nemi í íþróttafræði

Sálfræði

„Sálfræði hefur svo mikil áhrif á allt sem við gerum í daglega lífinu okkar og tengjast verkefnin oftast einhverju sem ég get tekið með mér út í lífið eftir námið hvort sem ég fer í framhaldsnám eða ekki. Kennslan í HR er almennt lífleg, áhugaverð og skemmtileg. Eins eru allir mjög hjálpsamir, jafnt starfsmenn, kennarar og samnemendur og manni líður eins og allir vilji hjálpa og sjá þig komast langt.“
Sigurður Jefferson Guarino
Nemi í sálfræði

Lögfræði

„Mér finnst námið ekki bara vera eitthvað fræði-legt og tekið beint upp úr bókunum heldur fáum við að kynnast því hvernig það er að starfa sem lögfræðingur í atvinnulífinu.“
Íris Fanney Sindradóttir Meistaranemi í lögfræði

Tölvunarfræði

„Námið í HR hefur reynst bæði krefjandi og dásamlegt á sama tíma. Mér finnst ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt og að geta séð það sem ég hef áorkað í verki er frábær tilfinning. Helstu kostir HR eru tækifærin sem bjóðast manni, nándin við deildirnar og kennara. Aðstaðan í HR er líka algjörlega til fyrirmyndar, opin rými og frábært andrúmsloft.“
Sólrún Ásta Björnsdóttir

Viðskipta- og hagfræði

„Verkefnin í þriggja vikna áföngunum, eins og Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, eru mjög lærdómsrík og skemmtileg. Þar kynnist maður líka nemendum bæði úr sínu námi og úr öðrum deildum líka.“
Ólöf Edda Ingólfsdóttir
Nemi í viðskiptafræðii

Iðn- og tæknifræði

„Maður lærir hvernig maður á að nálgast vandamál og leysa þau, ekki síst með því að vinna verkefnin í alvöru. Við höfum greiðan aðgang að svakalegum græjum og dóti þar sem við höfum gert tilraunir og fengið að hanna og smíða okkar eigin verkefni.“
Sigríður K. Kristjánsdóttir
Nemi í rafmagnstæknifræði

Byggingafræði

„Mér finnst mikill kostur að upphaf námsins er kennt í fjarnámi til að öðlast grunnþekkingu á námsefninu áður en staðarnám hefst. Það er líka mikið frelsi í fjarnámi og það kom mér helst á óvart hvað maður nær auðveldlega að kynnast fólk þrátt fyrir að vera í fjarnámi.“
Ylfa Hrönn Aradóttir
Nemi í byggingafræði


Skapaðu framtíðina í HR