Hvað segja nemendur?

Horfðu á viðtöl og sendu nemendum spurningar um námið og lífið í HR.

Guðrún Sara Örnólfsdóttir og Júlía Ingadóttir

Tölvunarfræði

https://www.youtube.com/watch?v=6L5Nb4-6EG4

Guðrún Sara Örnólfsdóttir  

Hvaðan ertu? Íslensk í húð og hár, en ólst upp í Svíþjóð og bý núna í Seljahverfi.             

Í hvaða framhaldsskóla varstu? Var í Menntaskólanum við Hamrahlið, útskrifaðist þaðan í desember 2017.                                    

Í hvaða námi ertu? Ég er núna í BSc í tölvunarfræði                               

Framtíðarplön? Eftir útskrift úr tölvunarfræðinni stefni ég á nám í grafískri hönnun erlendis. Ég hef mikinn áhuga á stærðfræði og listsköpun og langar að sérhæfa mig í atvinnugrein þar sem ég get samtvinnað þessi ólíku áhugasvið mín! Í framtíðinni stefni ég á að nýta menntun mína í atvinnu þar sem fræðigreinarnar tvær, þótt ólíkar séu, haldast þétt í hendur og mikill vettvangur er fyrir nýsköpun og hugmyndavinnu.    

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlía Ingadóttir                                 

Hvaðan ertu? Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík. Betra hverfi er erfitt að finna.             

Í hvaða framhaldskóla varstu? Ég hóf menntaskólagöngu mína í Menntaskólanum í Reykjavík og eignaðist æðislega vini þar og lærði heilan helling, en á miðri skólagöngu fattaði ég að það nám hentaði mér ekki. Þá ákvað ég að skipta yfir í Menntaskólann í Kópavogi því ég hafði mikinn áhuga á tölvulínu þeirra á náttúrufræðibraut. Þar var ég með æðislegan kennara sem fékk mig til að vilja halda áfram með námið í háskóla og skellti ég mér því í tölvunarfræði í HR.                            

Í hvaða námi ertu? Almenn tölvunarfræði BSc, búin með eitt ár.                 

Framtíðarplön? Ég hef áhuga á því að kíkja á framhaldsnám í útlöndum en er ekki búin að gera nein plön. Það eru svo margir valkostir fyrir nýútskrifaða tölvunarfræðinga að erfitt er að gera upp hug sinn hvaða braut eigi að fara.     

Spurðu Guðrúnu

Spurðu Júlíu

Fleiri spurningar?

Við HR eru líka náms- og starfsráðgjafar sem geta aðstoðað þig við að ákveða næsta skref.  


Um Lífið í HR

Á vefnum Lífið í HR segja nemendur frá upplifun sinni og veita upplýsingar um námið. Þú getur smellt á nafn nemanda til að sjá viðtal og jafnframt sent viðkomandi fyrirspurn um það sem þig langar að vita um námið. Spurningarnar eru sendar í gegnum form á viðtalssíðu hvers og eins nemanda. Sá nemandi fær svo tölvupóst með spurningunni og þínu netfangi og getur svarað þér persónulega.