Samgöngur við HR
Samgöngur
Umhverfið í Nauthólsvík er vel til útivistar fallið og eru nemendur og starfsfólk hvött til að nýta sér það, til dæmis með því að hjóla eða ganga í skólann. Sturtuaðstaða fyrir nemendur er í kjallara.
Hjólaskýli
Hjólaskýli er við aðalinngang HR. Pláss er fyrir 80 hjól í skýlinu sem er aðgangsstýrt og með öryggismyndavélum.

Hjólaskýlið við aðalinngang HR er aðgangsstýrt og með öryggismyndavélum.
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla við HR
N1 sér um rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla við HR. Til að fá aðgang að hleðslukerfinu þarf að senda tölvupóst á hlada@n1.is með upplýsingum um greiðanda. N1 sendir þá tölvupóst til baka með leiðbeiningum um skráningu og notkun.
Háskólinn býður starfsfólki og nemendum upp á fría hleðslu í tvo tíma en eftir það er tekið stöðugjald fyrir hvern tíma, samkvæmt gjaldskrá.
Strætó
Stætó gengur til og frá HR með reglulegu milli bili og geta nemendur HR keypt nemakort hjá Strætó á afsláttarkjörum. Til þess að gera það þurfa nemendur að veita staðfest leyfi í Canvas fyrir því að Strætó afli upplýsinga um virkt nám við HR.
Rafskútur
Rafskútur eru nýr og spennandi kostur í samgöngumálum sem geta nýst vel, t.d. með strætó, og það tekur t.d. aðeins um fimm mínútur að fara á rafskútu frá Hamraborg í Kópavogi, í HR. Í strætó njóta mörg þess að fá frí frá akstri og geta nýtt tímann sem það tekur að keyra í vinnu eða skóla í annað.
Deilibílar
HR er í samstarfi við Zipbíla og er tilgangurinn að auðvelda nemendum og starfsmönnum HR að nota umhverfivænan ferðamáta, taka strætó, hjóla eða ganga til og frá HR. Þá er hægt að leigja Zipbíl sem staðsettur er við HR í stuttan tíma í einu. Nánari upplýsingar: https://zipcar.is/
Bílastæði
Nemendur eru beðnir um að virða merkt bílastæði við lóð skólans. Nemandi getur búist við því að bifreið hans verði dregin á brott án fyrirvara, á sinn kostnað, leggi hann í merkt stæði eða ólöglega. Mikið er af gjaldfríum bílastæðum við háskólann, en næst húsinu eru gjaldskyld stæði í P4 flokki.