Um innsendar greinar

Nýjar greinar:
Nýjar greinar skulu sendar á ritstjóra Tímarits Lögréttu, Halldóru Þorsteinsdóttur, á netfangið halldorath@ru.is .

Reglur um innsendar greinar:

Leiðbeiningarreglur fyrir höfunda

1.1 Höfundaréttur
Höfundaréttur er hjá höfundi sjálfum en höfundur veitir tímaritinu rétt til að framselja afnotarétt af greinum sínum til erlendra gagnagrunna sem tímaritið hefur samið við.

1.2 Skilafrestur greina og viðtökustaður
Skilafrestur greina er 1. mars og 1. september á hverju ári. Greinum skal skila til ritstjóra á netfangið halldorath@ru.is . Þær skulu vera á Word formi.

1.3 Útdráttur (abstract)
Útdráttur skal fylgja grein á íslensku og ensku en skal ekki vera lengri en 300 orð.

1.4 Lengd
Greinar geta verið hvort heldur er á íslensku eða ensku. Ritrýndar greinar skulu ekki vera lengri en 6.700 orð að meðtöldum útdrætti og heimildaskrá. Bókadómar og innlegg í almenna umræðu skulu ekki vera lengri en 2.200 orð. Ritgerðir mega vera allt að 4.400 orð.

1.5 Letur
Heiti greinar, nafn höfundar, fyrirsagnir, meginmál, neðanmálsgreinar og annað skal ritað með letrinu Times New Roman.

1.6 Heiti greinar, nafn höfundar og starfsheiti og efnisyfirlit
Nafn höfundar skal vera efst í skjali. Á eftir nafni höfundar skal koma komma og því næst starfsheiti. Skal þetta ritað með 11 punkta letri í lágstöfum.

Heiti greinar skal koma fyrir neðan og ritað með hástöfum í 11 punkta letri.
Efnisyfirlit skal koma fyrir neðan heiti greinar og vera í 11 punkta letri og án fyrirsagnar.

1.7 Fyrirsagnir
Nota skal „heading“ við gerð fyrirsagna. Ef fyrirsagnir eru merktar með númerum skal styðjast við tölustafi, 1, 2, 3 o.s.frv.

Ekki skal nota punkta á eftir fyrirsögnum.

Grunnfyrirsagnir (1, 2 o.s.frv.) skulu vera í „heading“ 1, hástöfum og 11 punkta letri.

Undirfyrirsagnir (t.d. 1.1) skulu vera í „heading“ 2, lágstöfum og 11 punkta letri. Þær skulu skáletraðar.

Undir-undirfyrirsagnir (t.d. 1.1.1) skulu vera í „heading“ 3, lágstöfum og 11 punkta letri og ekki skáletraðar.

Fyrirsagnir skulu ekki inndregnar. Ekkert línubil skal vera á milli grunnfyrirsagna og undirfyrirsagna en einfalt línubil á milli undirfyrirsagna og undir-undirfyrirsagna sem og annarra fyrirsagna sem á eftir koma sé þeim til að dreifa.

1.8 Meginmál
Meginmál skal ritað í 11,5 punkta letri. Fyrsta málsgrein á eftir fyrirsögn skal ekki inndregin. Næstu málsgreinar skulu inndregnar um 0,5 cm. (Paragraph, indentation, left, 0,5 cm).

Inndreginn texti í meginmáli, t.d. beinar tilvitnanir, skal vera í 10,5 punkta letri og inndreginn um 0,8 cm. (Paragraph, indentation, left, 0,8 cm).

1.9 Tilvísanir
Allar tilvísanir skulu vera skv. OSCOLA staðli og „Íslenskri aðlögun að OSCOLA“ sem er tilvísanastaðall Háskólans í Reykjavík. Upplýsingar um staðalinn er að finna á ru.is/oscola. Ráðgjöf veita bókasafnsfræðingar hjá Háskólanum í Reykjavík.

1.10 Próförk
Prófarkalestur er á ábyrgð höfunda sjálfra og er þeim því bent á að sjá til þess að greinar séu vandlega yfirlesnar áður en þær eru sendar ritstjórn tímaritsins. Áður en tímaritið er gefið út geta yfirlesarar á vegum þess gert athugasemdir sem komið verður á framfæri við höfunda þegar próförk er send þeim. Höfundum ber þá að skila leiðréttu eintaki um hæl.

1.11 Heimildaskrá
Heimildaskrá skal fylgja tímaritsgreinum. Fyrirsögn skal vera Heimildaskrá og tvípunktur á eftir. Skal fyrirsögn vera í 11 punkta letri.

Heimildaskrá skal vera skv. OSCOLA staðli.


Var efnið hjálplegt? Nei