Um tímaritið

Tímariti Lögréttu er ætlað að vera vettvangur vandaðrar umfjöllunar og ritrýndra fræðigreina á sviði lögfræði. Fræðigreinarnar eru að jafnaði birtar rafrænt en safn greinanna er gefið út einu sinni á ári í prentuðu formi og er aðgengilegt með áskrift í gegnum netfangið ritstjorn@timarit.logretta.is 


Tímarit Lögréttu er ritrýnt fræðirit á sviði lögfræði. Tilgangur þess er að birta vandaðar ritrýndar fræðigreinar um lög og rétt. Ritinu er ætlað að þjóna bæði lögfræðingum og laganemum en ekki síður almenningi með umfjöllun um lögfræðileg álitaefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Skilyrði þess að tekið sé við greinum til birtingar er að þeim sé skilað í samræmi við leiðbeiningarreglur fyrir höfunda.

Ritrýni Tímarits Lögréttu er á grundvelli gagnkvæmrar leyndar. Þannig er tryggt að ritrýniferlið sé nafnlaust, þ.e. að ritrýnir og höfundar fái ekki upplýsingar hvor um annan í þessu ferli. 

Ritstjórn

Í ritstjórn tímaritsins sitja fjórir lögfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn. 

Ritstjórn skipa nú:

Ritstjóri

  • Snjólaug Árnadóttir, Háskólinn í Reykjavík

Ritstjórn

  • Eiríkur Elís Þorláksson, Háskólinn í Reykjavík
  • Halldóra Þorsteinsdóttir, Háskólinn í Reykjavík

Framkvæmdastjóri

  • Helga Guðrún Sigurðardóttir



Var efnið hjálplegt? Nei