Íþróttavísindi og þjálfun MSc

Nám fyrir leiðtoga framtíðarinnar í þjálfun íþróttafólks og rannsóknum á sviði íþróttafræða. Lögð er áhersla á viðurkenndar rannsóknar- og þjálfunaraðferðir og hagnýtingu þeirra í íþróttaumhverfi nútímans.

Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn.

Um námið

Íþróttakona heldur á þungum bolta á ganginum í HREinstakt nám

MSc-námið í íþróttavísindum og þjálfun er einstakt hér á landi og felur í sér sérhæfingu í þjálfun keppnis- og afreksíþróttafólks og rannsóknum á sviði íþróttafræði. Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni í öllum námskeiðum sem tengjast þeirra áhugasviði og rík áhersla er á að tengja rannsóknir við hagnýtingu á vettvangi. Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla um hvernig hámarka megi frammistöðu með þjálfun sem byggir á lífeðlisfræði, þjálffræði, sálfræði, næringarfræði, tækni og skipulagi. Námið er rannsóknatengt og fræðilegt og lýkur með 45 eininga lokaverkefni.

Fyrir hverja?

Námið er ætlað áhugafólki um íþróttir. Námið er tilvalið fyrir þjálfara, íþróttakennara annað fagfólk sem vill dýpka þekkingu sína á þjálfun, allt frá þjálfun barna og unglinga til þjálfunar afreksmanna. Nemendur hafa oft lokið grunnnámi í íþróttafræði áður en þeir hefja meistaranámið eða öðrum greinum eins og sálfræði eða sjúkraþjálfun.

Námskeið og sjálfstæðar rannsóknir

Í fyrri hluta námsins ljúka nemendur skyldunámskeiðum. Þau eru til dæmis á sviði sálrænar þjálfunar, frammistöðugreiningar, tölfræði og aðferðafræði, mælinga og þjálfunar barna. Í síðari hluta námsins gefst nemendum tækifæri til að sníða það í miklum mæli eftir sínu áhugasviði, ekki síst með rannsóknum. 

Skiptinám

Nemendur geta farið í skiptinám í samstarfsskóla eins og Molde University College í Noregi, Stirling University í Skotlandi, Íþróttaháskólann í Köln og Háskólann í Sevilla. Þessir háskólar standa allir framarlega á sviði íþróttafræði í heiminum í dag.

Öðlast sérfræðiþekkingu

Nemendum standa ýmsir möguleikar til boða til að kafa dýpra ofan í spurningar sem þeir myndu vilja fá svör við. Dæmi um tölfræðirannsóknir sem meistaranemar í íþróttavísindum og þjálfun hafa unnið er að finna svör við spurningum á borð við: „Af hverju er norska kvennalandsliðið í handknattleik svona gott?“, „Skiptir fyrsta markið í Pepsi-deildinni mestu máli?“ og „Skipta fráköst meira máli í úrslitakeppninni í körfubolta?“ Með því að búa til nýja þekkingu á sínu áhugasviði öðlast nemendur ákveðna sérfræðiþekkingu og sérhæfingu á því sviði. Tölfræðigreiningar sem þessar eru aðeins eitt dæmi um rannsóknir sem nemendur sinna í náminu.

Lokaverkefni með íþróttahreyfingunni

Íþróttafræðideild HR er með samninga við fjölmörg íþróttasambönd, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ, Fimleikasamband Íslands, ÍBR, Badmintonsamband Íslands og Skíðasamband Íslands. Kennarar og nemendur sjá um mælingar á líkamlegri og sálrænni getu íþróttafólksins og veita ráðgjöf um þjálfun. Nemendur hafa möguleika á kostuðum meistaranámsstöðum í samstarfi við þessi sambönd.

Framúrskarandi gestakennarar

Erlendir fræðimenn sem eru framarlega í heiminum á sviði styrktarþjálfunar, þolþjálfunar, íþróttanæringarfræði, íþróttasálfræði og þjálfunarlífeðlisfræði koma og miðla af þekkingu sinni og reynslu til nemenda.

Lifandi umræðuvettvangur

Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík heldur ótal málþing og opna fyrirlestra á hverri önn. Oft eru viðburðirnir í samráði við íþróttasambönd, íþróttafélög eða önnur svið innan HR, eins og til dæmis sálfræðisvið. Nemendur njóta því fjölmargra tækifæra til að hlýða á færustu sérfræðingana og þjálfarana hverju sinni.

Gott samstarf

Íþróttafræðisvið vinnur með öðrum deildum innan HR eins og til dæmis verkefræðideildar sem sér um nám í heilbrigðisverkfræði. Einnig er mikið og gott samstarf við sálfræðideild HR. Nemendur njóta góðs af þessu samstarfi þegar þeir velja sér rannsóknarefni og sinna rannsóknum. 

Áhersla í frumkvöðlafræðum

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið. 

Að námi loknu

Fjölbreyttur starfsvettvangur

Margvísleg atvinnutækifæri bíða þeirra sem ljúka meistaranámi í íþróttafræði, svo sem við stjórnun innan íþróttahreyfingarinnar og þjálfun.

Nemendur með MSc-gráðu í íþróttavísindum og þjálfun vinna í dag sem yfirþjálfarar íþróttafélaga, verkefnastjórar afreksíþróttasviðs, íþróttafræðingar á geðsviði, afreksþjálfarar og einkaþjálfarar svo eitthvað sé nefnt.

Knattspyrnumaður tekur um höfuð sér og spáir í leikinn

Umsögn nemanda

Í HR eru góðir kennarar og það er gott aðgengi að þeim. Námskeiðin eru fjölbreytt og svo koma nemendur úr hinu ýmsu áttum sem gerir námið enn áhugaverðara. Að vera menntaður íþróttafræðingur skiptir miklu máli þegar þjálfarastörf eru annars vegar.

Patrekur Jóhannesson hallar sér að járnhandriði á annari hæð í Sólinni í HR

Patrekur Jóhannesson
Landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik karla 
Meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun
BSc í íþróttafræði frá HR 2008  

 

 

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í íþróttavísindum og þjálfun hafa aðgang að lesaðstöðu meistaranema auk þess sem þeir hafa aðgang að fullbúinni rannsóknastofu.

Vísindamenn tengja snúrur við íþróttamann í rannsóknarstofuKennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Þrjár ungar konur standa inni í líkamsræktarsal og tala saman

Kaffihús og líkamsræktarsalur

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu innan háskólans og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr íþróttaheiminum. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Námið heyrir undir íþróttafræðideild. 

Hafrún

Hafrún Kristjánsdóttir

Dósent
Deildarforseti íþróttafræðideildar

Ásrún

Ásrún Matthíasdóttir

Lektor

Hjalti-Runar-Oddsson_SH

Hjalti Rúnar Oddsson

Aðjúnkt

Ingi Þór Einarsson

Ingi Þór Einarsson

Lektor

Jose-Miguel-Saavedra

Jose Miguel Saavedra Garcia

Prófessor

Kristján Halldórsson

Kristján Halldórsson

Aðjúnkt

Margrét Lilja

Margrét Lilja Guðmundsdóttir

Aðjúnkt

Sveinn

Sveinn Þorgeirsson

Aðjúnkt

Skipulag náms

Námskeið og lokaverkefni 

Einingar

Námið er tveggja ára, 120 ECTS nám.

Uppbygging námsins

  • Tvær annir byggjast upp af námskeiðum
  • Á þriðju önn ljúka nemendur námskeiðum og byrja að vinna að sínu meistaraverkefni
  • Á fjórðu önninni er unnið áfram við 45 ECTS meistaraverkefni

 

   Haust  Vor
Fyrra ár 
  • Sálræn þjálfun
  • Rannsóknir í íþróttafræðum
  • Næring í íþróttum
  • Hagnýt tölfræði 
  • Þjálfunarlífeðlisfræði og mælingar
  • Frammistöðugreining í íþróttum I
  • Siðfræði
  • Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar
Seinna ár
  • Meistaraverkefni
  • Umhverfisþættir í íþróttum
  • íþróttaþjálfun 
  • Meistaraverkefni
  • Frammistöðugreining í íþróttum II

Kennsla

Flest námskeið eru kennd í sex vikna lotum. Kennt er frá kl. 13:10-15:40.

Kennsluskrá

Frekari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá:

Dæmi um námskeið

Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar (10 ECTS), Rannsóknir í íþróttafræðum (10 ECTS), Hagnýt tölfræði (10 ECTS), Næring í íþróttum (5 ECTS), Sálræn þjálfun  (10 ECTS), Íþróttaþjálfun (5 ECTS), Sérhæfing (5 ECTS).

Stundatöflur 

Inntökuskilyrði

Æskilegur grunnur

Ætlast er til að nemendur hafi lokið grunnnámi í íþróttafræði, sjúkraþjálfun, heilsuþjálfun, líffræði eða öðrum skyldum greinum. Nemendur með annan bakgrunn gætu þurft að bæta við sig greinum eins og lífeðlisfræði, þjálffræði og líffærafræði.

Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn

Getum við aðstoðað?

Asa-Gudny-Asgeirsdottir_1521730425630

Ása Guðný Ásgeirsdóttir

Verkefnastjóri

Netfang: asagudny@ru.is
Sími: 599 6471

 


Var efnið hjálplegt? Nei