Nýsköpun og frumkvöðlafræði

Áherslusvið fyrir meistaranema

Meistaranemar við allar fjórar akademískar deildir Háskólans í Reykjavík geta nú valið nýtt áherslusvið í nýsköpun og frumkvöðlafræði. Námskeiðin fjalla meðal annars um skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármál. Með þessari áherslu öðlast nemendur því fræðilega þekkingu á öllum helstu sviðum nýsköpunar og færni til að skapa tækifæri í síbreytilegu atvinnuumhverfi.

Skipulag 

Ljúki nemendur að lágmarki 30 ECTS* úr einhverjum af þessum námskeiðum útskrifast þeir með sína meistaragráðu með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði. 

Haust Vor

 

 

 

 

*Nemendur í viðskiptafræði þurfa að ljúka 22,5 ECTS einingum.
**Námskeið sérstaklega ætlað nemendum í verkfræði og tölvunarfræði.

Val og skylda

Um er að ræða valfög fyrir utan Becoming Entrepreneur sem er skyldufag.

Samræming við meistaranámsbraut

Þar sem námskeiðin ganga þvert á námslínur er ekki hægt að ábyrgjast að ekki geti orðið árekstrar við önnur námskeið. Einnig kunna önnur skilyrði meistaranámsbrautar að hafa áhrif á möguleikann til að ljúka námskeiðum á áherslusviðinu. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig og mælt er með því að leita til starfsfólks þeirrar deildar sem nemendur stunda nám við sé frekari upplýsinga þörf.

MBA-nemar og MPM-nemar athugið

Nemendur í MBA- og MPM-námi geta ekki nýtt sér áherslusviðið þar sem nemendur á þeim námsbrautum hafa ekki nægjanlega mikið af lausum einingum.

Innritun

Ekki er innritað sérstaklega á nýja áherslulínu heldur nýta meistaranemar það val sem þeir hafa í sínu námi í ofangreind námskeið.

Af hverju nýsköpun?

Við lifum á tímum umbyltinga sem munu hafa mikil áhrif á atvinnulíf, samfélög og lífið í heild. Störf framtíðarinnar eru því að stórum hluta óþekkt. Það er ekki nóg fyrir nemendur að vera undirbúna undir að takast á við skilgreind og afmörkuð verkefni. Grundvallar hæfni í umhverfi stöðugra breytinga er að geta komið auga á tækifæri, taka frumkvæði, geta mótað verkefni og unnið að úrlausn þeirra í góðu samstarfi við aðra. Þetta á við hvort heldur er innan fyrirtækis/stofnunnar eða við stofnun eigin rekstrar. Nám í nýsköpun og frumkvöðlafræðum er því fyrir þá sem vilja auka hæfni sína til að geta tekið þátt í að móta framtíðina.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar námsbrauta eða Hallur Þór Sigurðarson, aðjúnkt við viðskiptadeild.

Hallur-Thor-Sigurdarson_sh

Hallur Þór Sigurðarson

Aðjúnkt við viðskiptadeild


 

 

 

 


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei