Nýsköpun og frumkvöðlafræði

Áherslusvið fyrir meistaranema

Búið að líma blöð á steypuveggi í HRÁhersla þvert á námsbrautir

Meistaranemar á öllum brautum geta valið að útskrifast með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði. Þetta á þó ekki við nemendur í MBA- og MPM-námi þar sem nemendur þessara námsbrauta eru ekki með nógu margar lausar valeiningar. Nemendur sem eru í 14 mánaða meistaranámi við viðskiptadeild geta heldur ekki nýtt sér þennan möguleika en bent er á að hægt er að stunda meistaranám í stjórnun nýsköpunar við viðskiptadeild.

Af hverju nýsköpun? 

Við lifum á tímum umbyltinga sem munu hafa mikil áhrif á atvinnulíf, samfélög og lífið í heild. Störf framtíðarinnar eru því að stórum hluta óþekkt. Það er ekki nóg fyrir nemendur að vera undirbúna undir að takast á við skilgreind og afmörkuð verkefni. Grundvallarhæfni í umhverfi stöðugra breytinga er að geta komið auga á tækifæri, taka frumkvæði, geta mótað verkefni og unnið að úrlausn þeirra í góðu samstarfi við aðra. Nám í nýsköpun og frumkvöðlafræðum er því fyrir þá sem vilja auka hæfni sína til að geta tekið þátt í að móta framtíðina.

Öll helstu svið nýsköpunar

Námskeiðin fjalla meðal annars um skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármál. Með þessari áherslu öðlast nemendur því fræðilega þekkingu á öllum helstu sviðum nýsköpunar og færni til að skapa tækifæri í síbreytilegu atvinnuumhverfi.

Hvað segja nemendurnir?

Nanna Kristín Tryggvadóttir: Meistaranemi í fjármálum fyrirtækja

„Ég lauk námskeiðunum Venture Capital og Entrepreneurial Finance, bæði kúrsar sem Dimo Dimov kennir og eru mjög áhugaverðir. Bæði lærir maður meira um uppbyggingu samninga þegar kemur að því að leita að utanaðkomandi fjármagni og eins fær maður alls konar tæki og tól til að hjálpa manni að meta fjárfestingu í nýsköpun betur. Nýsköpun er gífurlega mikilvæg og sérstaklega á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem allt gerist svo hratt. Ég dáist að því fólki sem brennur fyrir hugmyndir sínar og er til í að setja allt annað til hliðar á meðan það þroskar og þróar þær.“

Steindór Tryggvason: Meistaranemi í rekstrarverkfræði

„Námskeiðið Samhæfð vöruþróun, kerfi og ferlar var mjög skemmtilegt og áhugavert. Við unnum fyrir  fyrirtæki út í bæ, sem þýddi að áherslunar snerust um þarfir þeirra frekar en hvað kennarinn vildi og maður þurfti að sannfæra fyrirtækið um ágæti vinnunar, ekki bara kennarann. Ég held að þessi þekking muni koma sér vel, reynsla í að vinna fyrir þriðja aðila og hvernig þú kynnir fyrir aðila sem þú ert að reyna að fá til að „kaupa“ hugmyndirnar þínar er verðmæt og ekki auðfenginn í hefðbundnum áföngum.“

Sólveig Maria Seibitz: Meistaranemi í fjármálum fyrirtækja

„Námskeiðin Entrepreneurial Finance og Venture Capital fjölluðu um fjárfestingu í sprotafyrirtækjum. Bæði námskeiðin voru mjög skemmtileg og fræðandi og kennarinn, Dimo, var frábær. Áherslan var á fjármál en líka á hugmyndafræðina að baki sprotafyrirtækjum og mismunandi vaxtarstig þeirra. Það var líka góð blanda af hópverkefnum í tímanum þar sem nemendur unnu í verkefnum sem síðan var farið í gegnum í tímanum. Mér fannst það skemmtileg kennsluaðferð.“

Guðný Lára Guðmundsdóttir: Meistaranemi í hugbúnaðarverkfræði

„Mér fannst námskeiðið Samhæfð vöruþróun, kerfi og ferlar mjög áhugavert. Helsti kostur námskeiðisins var nánd við atvinnulífið og hvernig það opnaði augun fyrir nýjum tækifærum og nýjum hliðum í rekstri fyrirtækja. Ég tel að áfanginn muni koma sér vel í framtíðinni þar sem ég mun nýta mér þessa þekkingu eins og við á í minni vinnu.“

Skipulag

Meistaranemar við allar fjórar akademískar deildir HR geta valið áherslusvið í nýsköpun og frumkvöðlafræði.  Ljúki nemendur að lágmarki 30 ECTS* úr einhverjum af þessum námskeiðum, ásamt tilgreindu skyldunámskeiði, útskrifast þeir með sína meistaragráðu með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði. 

Haust VorSumar 

* Nemendur sem hófu nám í viðskiptafræði haustið 2017 eða fyrr, nægir að ljúka 22,5 ECTS einingum.
** Námskeið einkum ætlað nemendum í verkfræði og tölvunarfræði.

Val og skylda

Öll fögin er valfög, nema "Innovation and Entrepreneurship: A field of knowledge and practice (7,5 ECTS)" er skyldufag.

Samræming við meistaranámsbraut

Þar sem námskeiðin ganga þvert á námslínur er ekki hægt að ábyrgjast að ekki geti orðið árekstrar við önnur námskeið. Einnig kunna önnur skilyrði meistaranámsbrautar að hafa áhrif á möguleikann til að ljúka námskeiðum á áherslusviðinu. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig og mælt er með því að leita til starfsfólks þeirrar deildar sem nemendur stunda nám við sé frekari upplýsinga þörf.

MBA-nemar og MPM-nemar athugið

Nemendur í MBA- og MPM-námi geta ekki nýtt sér áherslusviðið þar sem nemendur á þeim námsbrautum hafa ekki nægjanlega mikið af lausum einingum.

Innritun

Ekki er innritað sérstaklega á nýja áherslulínu heldur nýta meistaranemar það val sem þeir hafa í sínu námi í ofangreind námskeið.

MarelNemendur kynna hugmyndir fyrir starfsfólki hjá Marel.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar námsbrauta eða Hallur Þór Sigurðarson, lektor við viðskiptadeild.

Hallur-Thor-Sigurdarson_sh

Hallur Þór Sigurðarson

Lektor við viðskiptadeild



Var efnið hjálplegt? Nei