Klínísk sálfræði MSc

MSc-nám í klínískri sálfræði veitir nemendum faglega þjálfun í helstu störfum sálfræðinga. Með miðlun þekkingar, leikni og hæfni miðar námið að því að gera nemendur að fjölhæfum sálfræðingum sem eru faglega búnir undir breitt svið sálfræðilegrar þjónustu, bæði á Íslandi og erlendis.

Um námið

Hildur_Osk_Gunnlaugsdottir_2Helstu svið sálfræðinnar

Efni og uppbygging námsins er svipuð námi í klínískri sálfræði erlendis, sérstaklega á Norðurlöndum (cand. psych gráða). Nemendum er veitt þjálfun á sviði sálfræði fullorðinna, sálfræði barna, unglinga- og fjölskyldna og þroskahömlunar, taugasálfræði og/eða endurhæfingar. Námið sameinar grundvallarsvið klínískrar sálfræði og helstu gagnreyndu nálganir hugrænnar atferlismeðferðar og hagnýtrar atferlisgreiningar.

Námið

MSc-nám í klínískri sálfræði er tveggja ára nám, 120 einingar, og fer kennslan fram á íslensku og ensku. Kennslu annast fastráðnir kennarar við sálfræðisvið HR ásamt íslenskum og erlendum sérfræðingum á sviði sálfræði. Námið hefur hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins og uppfyllir kröfur íslenskra laga um starfsemi sálfræðinga.

Hvað segja nemendur?

„Ein helsta ástæða þess að ég valdi HR var sú fagmennska sem mætti mér strax í viðtalinu áður en ég fékk inngöngu í námið. Kennarnir eiga náið og gott samstarf við nemendur og það er gott aðgengi að þeim auk þess að öll samskipti eru á jafningjagrundvelli. Það besta við námið er að fara á þrjá mismunandi staði í starfsnám, þannig fær maður tækifæri til að viða að sér upplýsingum úr mismunandi áttum og mögulega finna fyrir áhuga á einhverju sem maður hafði ekki veitt athygli áður."

Þórarinn Freyr Grettisson
Meistaranemi í klínískri sálfræði

„Kennararnir hafa mikil og góð tengsl við atvinnulífið. Margir þeirra eru starfandi sem klínískir sálfræðingar. Þessi tenging finnst mér mjög góð og mikilvæg þar sem kennararnir geta gefið mikið af sér og reynsla þeirra er okkur lærdómsrík. Starfsnám á þremur önnum er mjög hagnýtt og gefur góð tengsl inn í atvinnulífið bæði á starfssviði fullorðins- og barnasálfræði. Það kom mér einnig á óvart hvað námsumhverfið er afslappað og vingjarnlegt.“

Berglind Jóna Jensdóttir
Meistaranemi í klínískri sálfræði

„Það eru ótrúlega fjölbreyttir kennarar sem kenna námskeiðin, mikið af frábærum íslenskum fagmönnum sem (því miður) starfa erlendis og koma til að kenna áfangana. Þetta eru kennarar sem vinna við það sem þeir kenna og hafa ótrúlega reynslu sem þeir koma og miðla til nemenda. Aðrir kennarar sem starfa á Ísland eru alveg jafn frábærir og gera námið fjölbreytilegt og fræðandi.“

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
Meistaranemi í klínískri sálfræði

„Það sem kom mér mest á óvart í upphafi var hversu fjölbreytt námsmat í kennslustundum var, ekki eingöngu lokapróf sem á að meta alla getu heldur snýst námið að mestu um færni og að geta nýtt sér það sem við lesum á vinnustað og leggur skólinn mikla áherslu á það. Þess vegna er námsmatið öðruvísi en við venjumst í grunnnáminu, og gerir það námið miklu líflegra en ég hélt í upphafi.“

Petra Lind Sigurðardóttir
Meistaranemi í klínískri sálfræði

„Námið er mjög hagnýtt og mikið er lagt upp úr því að nemendur vinni sjálfstætt en á sama tíma í miklu samstarfi við kennarana. Við förum í starfsþjálfun strax á annarri önn sem gefur okkur tækifæri á að öðlast dýrmæta starfsreynslu. Við vinnum verkefni sem fá okkur til að stíga út fyrir þægindarammann og undirbúa okkur enn frekar fyrir störf að námi loknu.“

Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir
Meistaranemi í klínískri sálfræði

Vottuð námskeið í atferlisgreininguACS_logo

Alþjóðleg vottunarnefnd atferlisfræðinga (The Behavior Analyst Certification Board, BACB) hefur samþykkt að námskeið MSc-námsins á sviði atferlisgreiningar uppfylli námskeiðskröfur um hæfi til að taka próf sem veitir sérfræðivottun í atferlisgreiningu (Board Certified Behavior Analyst Examination). MSc-nám í sálfræði við HR er eina námið á Íslandi til að hljóta slíkt samþykki. Áður en próf er þreytt verður að auki að uppfylla kröfur BACB um verklega þjálfun undir handleiðslu. 
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu BACB.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

Fylgstu með

Sálfræðisvið á Facebook

Hafðu samband

Áslaug Pálsdóttir

Áslaug Pálsdóttir

Verkefnastjóri

Eva-Sjofn-Helgadottir_SH

Eva Sjöfn Helgadóttir

Verkefnastjóri

Jon-Fridrik_svarthvit

Jón Friðrik Sigurðsson

Forstöðumaður

Að námi loknu

Lögverndað starfsheiti

MSc-nám í klínískri sálfræði er nám til starfsréttinda sálfræðings, starfsleyfi er þó ekki veitt fyrr en að lokinni 12 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn sálfræðings. 

Embætti landlæknis sér um að veita lögverndaða starfsheitið sálfræðingur.

Hvað segja útskrifaðir nemendur?

Óttar Birgisson
MSc í klínískri sálfræði frá HR 2016
Starf: Sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

„Í starfi mínu hjá HSS sinni ég greiningu og sálfræðilegri meðferð. Einnig er ég með tvö mismunandi hópúrræði ásamt því að sinna þverfaglegri vinnu innan og utan sjúkrahússins. Í námi mínu í HR var lögð mikil áhersla á notkun gagnreyndra meðferða og mælitækja. Slík áhersla hefur reynst einstaklega góður grunnur og veitt manni sjálfstraust til að takast á við fjölbreytt verkefni.  Eins er það ómetanleg reynsla að hafa fengið fjölbreytta starfsþjálfun sem bæði nýtist í þverfaglegri vinnu og skilar sér í betri tengslum við geðheilbrigðiskerfið.“

Heiða Rut Guðmundsdóttir
MSc í klínískri sálfræði 2016
Starf: Sálfræðingur hjá Landspítala

„Námið í HR gaf mér góða og hagnýta þekkingu í greiningu og meðferð geðrænna vandamála. Ég tel áhersluna á hugræna atferlismeðferð og hagnýta atferlisgreiningu veita góðan grunn. Helstu kostir námsins að mínu mati eru áhersla á þekkingu og færni í sálfræðimeðferð og fjölbreytt starfsþjálfun. Að fara á þrjá ólíka staði í starfsþjálfun veitir manni innsýn inn í fjölbreytt störf sálfræðinga og þjálfun á mismunandi sviðum. Kennarar við námið eru sérfræðingar á sínu sviði og hafa gjarnan klíníska reynslu sem gerir kennsluna hagnýta og áhugaverða. Í dag starfa ég sem sálfræðingur á Landspítala en þar sinni ég greiningum, einstaklings- og hópmeðferðum. Ég tel að námið í HR hafi verið mjög góður undirbúningur fyrir starfið.


Sævar Már Gústavsson
MSc í klínískri sálfræði 2016
Starf: Sálfræðingur hjá Flensborgarskóla

„MSc-nám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík veitti mér þá þekkingu sem er nauðsynleg til að starfa sem klínískur sálfræðingur og rannsakandi. Áhersla á hugræna atferlismeðferð, atferlisgreiningu og sterk tengsl við sérfræðinga starfandi innanlands og utanlands eru helstu styrkleikar námsins. Í dag starfa ég sem sálfræðingur í framhaldsskóla og stundakennari við sálfræðisvið HR. Einnig rek ég eigið fyrirtæki ásamt þremur öðrum sálfræðingum, en fyrirtækið vinnur að þróun netlausna í sálfræðiþjónustu. Auk þess er ég að vinna að framhaldsrannsókn í kjölfar meistararitgerðarinnar minnar.“

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar eru jafnframt hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur. 

Nemandi í sálfræði stendur inni á rannsóknarstofu í HR

Rannsóknaraðstaða

Nemendur í sálfræði hafa meðal annars aðgang að fullbúinni rannsóknarstofu sem býður upp á ýmsa möguleika þegar kemur að framkvæmd sálfræðilegra tilrauna og rannsókna. Einnig eiga nemendur kost á að nota rannsóknarbíl sálfræðinnar.

Rannsóknarbíllinn

Bíllinn er hreyfanleg rannsóknarstofa sem sálfræðisvið HR lét útbúa og er einn sinnar tegundar hér á landi. Rannsóknarbíllinn er sérútbúinn með tölvum og ýmiss konar rannsóknarútbúnaði eins og til dæmis „Finometer Pro“ sem mælir meðal annars blóðþrýsting, blóðflæði og hjartslátt. 

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Kennarar í klínískri sálfræði

Nemendur í sálfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Lögð er áhersla á góð samskipti nemenda og kennara, faglega kennslu í smærri hópum og einstaklingsmiðaða leiðsögn.  

Ailsa-Russel_salfraedi

Ailsa Russell  

Stundakennari

MSc í klínískri sálfræði frá
Institute of Psychiatry, University of London. PhD í sálfræði frá University of London. Dósent við University of Bath. 

Nánari upplýsingar.

Sérsvið: Einhverfa og taugaþroskaraskanir.
Anna Ingeborg Pétursdóttir

Anna Ingeborg Pétursdóttir

Stundakennari

PhD í sálfræði frá Western Michigan University. 
Dósent við sálfræðideild Texas Christian University.
Sérsvið: Atferlisgreining.

Anna Kristín Newton  

Stundakennari

MSc í réttarsálfræði frá University of Kent at Canterbury, Englandi. 
Viðbótarnám í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Réttarsálfræði.

Baldur Heiðar Sigurðsson

Stundakennari

Cand.psych. og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðsviði Landspítala.
Sérsvið: Hugræn atferlismeðferð, geðrofssjúkdómar.
Berglind Sveinbjörnsdóttir

Berglind Sveinbjörnsdóttir

Lektor

PhD í atferlisgreiningu frá Western New England University og MSc í Hagnýtri atferlisgreiningu frá Northeastern University, Boston. 
Sérfræðiviðurkenning í atferlisgreiningu, BCBA. 

Sérsvið: Atferlisgreining, einhverfa, hegðunarvandi, kennsla barna með sérþarfir.
Brynjar-Halldorsson

Brynjar Halldórsson

Stundakennari

Cand. Psych frá Háskóla Íslands 
PhD frá University of Bath, UK. 
Sérfræðiviðurkenning í hugrænni atferlismeðferð, BABCP. 
Nýdoktor og klínískur sálfræðingur við Anxiety and Depression in Young People Research Unit (AnDY), University of Reading, UK. 
Sérsvið: Hugræn atferlismeðferð, hugrænir þættir og atferlisþættir í kvíðaröskunum, meðferð barna og fullorðinna.  
Cathy-Randle-Phillips_sh

Cathy Randle-Phillips  

Stundakennari

PhD í klínískri sálfræði frá University of Plymouth. 
Lektor við University of Bath. 
Nánari upplýsingar.
Sérsvið: Klínísk sálfræði og fullorðnir með þroskaröskun.
Einar Þór Ingvarsson

Einar Þór Ingvarsson  

Stundakennari

PhD í atferlissálfræði frá University of Kansas. 
MS í atferlisgreiningu frá University of North Texas. 
Sérfræðiviðurkenning í atferlisgreiningu, BCBA-D. 
Rannsóknarprófessor í atferlisgreiningu við University of North Texas. 
Stýrir einhverfusviði við Child Study Center í Fort Worth, Texas.
Sérsvið: Hagnýt atferlisgreining.
Gudmundur_sh

Guðmundur Skarphéðinsson

Stundakennari

PhD við læknadeild Háskólans í Osló, Noregi. 
MSc í stjórnun og stefnumótun, viðskiptafræðideild, Háskóla Íslands. 
Cand.psych. frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur og rannsakandi hjá Center for Child and Adolescent Mental Health Eastern and Southern Norway.
Sérsvið: Klínísk barnasálfræði.
Heiðdís Valdimarsdóttir

Heiðdís Valdimarsdóttir

Prófessor

PhD í sálfræði, State University of New York at Stony Brook. 
Sérsvið: Heilsusálfræði, sálarónæmisfræði og forvarnir.
Inga Dóra Sigfúsdóttir

Inga Dóra Sigfúsdóttir

Prófessor

PhD í félagsfræði, Pennsylvania State University. 
Rannsóknarprófessor við Department of Health and Behavior Studies, TC, Columbia University. 
Framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar. 
Sérsvið: Ungmennarannsóknir, rannsóknir á menntun og vísindastarfi.
Jon-Fridrik_svarthvit

Jón Friðrik Sigurðsson

Prófessor og forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði.

PhD í sálfræði frá Institute of Psychiatry, King´s College, University of London. 
MSc í heilsusálfræði frá University of Stirling, Skotlandi. 
Prófessor við sálfræðisviði HR og læknadeild HÍ. 
Sérsvið: Réttarsálfræði.
Linda Bára Lýðsdóttir

Linda Bára Lýðsdóttir

Stundakennari

MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Amsterdam. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur við kvennadeild Landspítala.
Sérsvið: Geðheilsa íslenskra kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð.

Magnús Blöndahl Sighvatsson  

Stundakennari

MA og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðsviði Landspítala. 

Sérsvið: Klínísk sálfræði, sálfræðilegt mat geðraskana og hugræn atferlismeðferð.

María K. Jónsdóttir

María K. Jónsdóttir

Dósent

PhD í klínískri taugasálfræði frá Háskólanum í Houston. 
Sérfræðiviðurkenning í klínískri taugasálfræði. 
Klínískur taugasálfræðingur á minnismóttöku Landspítalans á Landakoti. 
Sérsvið: Taugasálfræði.
Paul Salkovskis

Paul Salkovskis

Heiðursprófessor

PhD í sálfræði frá University of Reading 
Forstöðumaður doktorsnáms í klínískri sálfræði við Bath University.


Sérsvið: Hugræn atferlismeðferð, einkum við áráttu og þráhyggju, heilsukvíða og einfaldri fælni.

Pétur Tyrfingsson  

Stundakennari

Cand.psych og BA frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðsviði Landspítala.
Sérsvið: Klínísk sálfræði og hugræn atferlismeðferð.
Simon Dymond

Simon Dymond

Prófessor

PhD í hagnýtri sálfræði (atferlisgreiningu) frá University College Cork, Írlandi. 
Prófessor við sálfræðisvið HR og Swansea University. 
Sérsvið: Atferlisgreining og nám.
Saevar-staff

Sævar Már Gústavsson

Stundakennari

MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík

BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík.

Sérsvið: klínísk sálfræði, sálfræðilegt mat geðraskana og hugræn atferlismeðferð.
Þorlákur Karlsson

Þorlákur Karlsson

Dósent

PhD í sálfræði með aukagrein í tölfræði og aðferðafræði, West Virginia University. 
Sérsvið: Atferlisgreining, aðferðafræði rannsókna og tölfræði.

Allir akademískir starfsmenn við sálfræðisvið HR

Ásgeir R. Helgason

Ásgeir R. Helgason

Dósent

PhD í klínískri heilsusálfræði, Karolinska Institutet, 1997. 
Dósent við sálfræðisvið HR og dósent við sálfræðisvið Karolinska Institutet. 

Sérsvið: Klínísk lýðheilsufræði, hvataviðtöl, hugræn atferlismeðferð.
Berglind Gísladóttir

Berglind Gísladóttir

Sérfræðingur

PhD í stærðfræðimenntun frá Columbia University, New York. 
MEd í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík. 
BEd í náttúrufræðikennslu frá Háskóla Íslands. 
BA í þroskaþjálfun frá Háskóla Íslands. 

Sérsvið: stærðfræðimenntun, námsárangur, félagsauður.
Berglind Sveinbjörnsdóttir

Berglind Sveinbjörnsdóttir

Aðjúnkt

MSc í Hagnýtri atferlisgreiningu frá Northeastern University, Boston. 
Sérfræðiviðurkenning í atferlisgreiningu, BCBA. 

Sérsvið: Atferlisgreining, einhverfa, hegðunarvandi, kennsla barna með sérþarfir.

Birna Baldursdóttir

Birna Baldursdóttir

Aðjúnkt

PhD í heilbrigðisvísindum frá Gautaborgarháskóla. MPH í lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. Kennsluréttindi í náttúruvísindum á framhaldsskólastigi frá Kennaraháskóla Íslands og  MSc í líffræði frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn.

Sérsvið: Lýðheilsa, heilsuefling, hreyfing og líðan, íhlutanarannsóknir.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs.

PhD í sálfræði frá Institute of Psychiatry, King's College London. 
MA í félagsfræði og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 

Sérsvið: Þroskasálfræði og ungmennarannsóknir.
Brynja-Bjork-Magnusdottir_sh

Brynja Björk Magnúsdóttir

Lektor

Phd í taugasálfræði frá King's College í London. 
Cand.psych frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðdeild Landspítalans. 

Sérsvið: Taugasálfræði.
Gísli Guðjónsson

Gísli H. Guðjónsson

Rannsóknarprófessor

PhD og MSc í klínískri sálfræði frá University of Surrey, Englandi. 
BSc í félagsvísindum frá Brunel University, Englandi. 
Emeritus prófessor í réttarsálfræði við Institute of Psychiatry, King´s College, University of London. 

Sérsvið: Klínísk sálfræði og réttarsálfræði.
Haukur Freyr

Haukur Freyr Gylfason

Aðjúnkt

MSc í heilsuhagfræði frá University of York og MA í sálfræði frá Háskóla Íslands.  
BA í sálfræði og BS í hagfræði frá Háskóla Íslands. 

Sérsvið: Aðferðafræði og mælingar á lífsgæðum.
Heiðdís Valdimarsdóttir

Heiðdís Valdimarsdóttir

Prófessor

PhD í sálfræði, State University of New York at Stony Brook. 

Sérsvið: Heilsusálfræði, sálarónæmisfræði og forvarnir.
Inga Dóra Sigfúsdóttir

Inga Dóra Sigfúsdóttir

Prófessor

PhD í félagsfræði, Pennsylvania State University. 
Rannsóknarprófessor við Department of Health and Behavior Studies, TC, Columbia University. 
Framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar. 

Sérsvið: Ungmennarannsóknir, rannsóknir á menntun og vísindastarfi.
Jack James

Jack James

Prófessor

PhD í sálfræði frá University of Western Australia. 

Sérsvið: Experimental behavioural medicine (cardiovascular reactivity to psychosocial stress), health psychology, and behavioural epidemiology.
Jón Friðrik Sigurðsson

Jón Friðrik Sigurðsson

Prófessor og forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði.

PhD í sálfræði frá Institute of Psychiatry, King´s College, University of London. 
MSc í heilsusálfræði frá University of Stirling, Skotlandi. 
Prófessor við sálfræðisviði HR og læknadeild HÍ. 

Sérsvið: Réttarsálfræði.
Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Lektor og forstöðumaður BSc-náms í sálfræði.

PhD í þverfaglegum hugvísindum, Carleton University, Ottawa, Kanada. 

Sérsvið: Rannsóknir á vinnsluminni og athygli í flóknu, hreyfanlegu umhverfi.
María K. Jónsdóttir

María K. Jónsdóttir

Dósent

PhD í klínískri taugasálfræði frá Háskólanum í Houston. 
Sérfræðiviðurkenning í klínískri taugasálfræði. 
Klínískur taugasálfræðingur á minnismóttöku Landspítalans á Landakoti. 

Sérsvið: Taugasálfræði.
Paul Salkovskis

Paul Salkovskis

Heiðursprófessor

PhD í sálfræði frá University of Reading 
Forstöðumaður doktorsnáms í klínískri sálfræði við Bath University.
Simon Dymond

Simon Dymond

Dósent

PhD í hagnýtri sálfræði (atferlisgreiningu) frá University College Cork, Írlandi. 
Dósent við sálfræðisvið HR og Swansea University. 

Sérsvið: Atferlisgreining og nám.
Susan Young

Susan Young

Heiðursprófessor

PhD í sálfræði frá Kings College London. 
Dósent í klínískri réttarsálfræði við Imperial College London Gestaprófessor við Buckinghamshire New University.
Þorlákur Karlsson

Þorlákur Karlsson

Dósent

PhD í sálfræði með aukagrein í tölfræði og aðferðafræði, West Virginia University. 

Sérsvið: Atferlisgreining, aðferðafræði rannsókna og tölfræði.

Stundakennarar

Auk ofangreindra kennara kemur að kennslu fjöldi stundakennara. 

Ailsa Russell 
MSc í klínískri sálfræði frá  Institute of Psychiatry, University of London. 
PhD í sálfræði frá University of London. 
Dósent við University of Bath. 
Sérsvið: Einhverfa og taugaþroskaraskanir.  

Anna Ingeborg Pétursdóttir, PhD 
PhD í sálfræði frá Western Michigan University. 
Dósent við sálfræðideild Texas Christian University. 
Sérsvið: Atferlisgreining.

Anna Kristín Newton 
MSc í réttarsálfræði frá University of Kent at Canterbury, Englandi. 
Viðbótarnám í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sérsvið: Réttarsálfræði. 

Baldur Heiðar Sigurðsson 
Cand.psych. og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðsviði Landspítala. 
Sérsvið: Hugræn atferlismeðferð, geðrofssjúkdómar. 

Berglind Brynjólfsdóttir 
Cand.psych. í klínískri barnasálfræði frá Aarhus University. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sérsvið: Klínísk Barnasálfræði og hugræn atferlismeðferð.

Brynjar Halldórsson 
Cand. Psych frá Háskóla Íslands 
PhD frá University of Bath, UK. 
Sérfræðiviðurkenning í hugrænni atferlismeðferð, BABCP. 
Nýdoktor og klínískur sálfræðingur við Anxiety and Depression in Young People Research Unit (AnDY), University of Reading, UK. 
Sérsvið: Hugræn atferlismeðferð, hugrænir þættir og atferlisþættir í kvíðaröskunum, meðferð barna og fullorðinna.  

Cathy Randle-Phillips 
PhD í klínískri sálfræði frá University of Plymouth. 
Lektor við University of Bath. 
Sérsvið: Klínísk sálfræði og fullorðnir með þroskaröskun.  

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir 
Cand.psych./MSc. í klínískri sálfræði og vinnusálfræði frá Árósarháskóla. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis. 
Sérsvið: Jákvæð sálfræði, vellíðan, hamingja og heilsuefling.

Einar Þór Ingvarsson 
PhD í atferlissálfræði frá University of Kansas. 
MS í atferlisgreiningu frá University of North Texas. 
Sérfræðiviðurkenning í atferlisgreiningu, BCBA-D. 
Rannsóknarprófessor í atferlisgreiningu við University of North Texas. 
Stýrir einhverfusviði við Child Study Center í Fort Worth, Texas. 
Sérsvið: Hagnýt atferlisgreining.

Einar Trausti Einarsson 
Cand.psych. frá Háskóla Íslands. 
BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. 
Yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ. 

Guðmundur Skarphéðinsson 
PhD við læknadeild Háskólans í Osló, Noregi. 
MSc í stjórnun og stefnumótun, viðskiptafræðideild, Háskóla Íslands. 
Cand.psych. frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur og rannsakandi hjá Center for Child and Adolescent Mental Health Eastern and Southern Norway. 
Sérsvið: Klínísk barnasálfræði. 

Kristján Guðmundsson 
PhD í heimspeki frá University of Western Ontario, Canada. 
MA í heimspeki frá University of Western Ontario, Canada og MA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sérsvið: Klínísk sálfræði, heimspeki, atferlisfræði.

Linda Bára Lýðsdóttir
MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Amsterdam. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur við kvennadeild Landspítala. 
Sérsvið: Geðheilsa íslenskra kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð.

Magnús Blöndahl Sighvatsson 
MA og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðsviði Landspítala. 
Sérsvið: Klínísk sálfræði, sálfræðilegt mat geðraskana og hugræn atferlismeðferð.

Pétur Tyrfingsson 
Cand.psych og BA frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðsviði Landspítala. 
Sérsvið: Klínísk sálfræði og hugræn atferlismeðferð.

Sigurður Viðar 

Cand.psych. frá Háskóla Íslands. 
BA í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni (KMS). 

Sérsvið: Klínísk sálfræði og hugræn atferlismeðferð.

Sigurrós Jóhannsdóttir 
Cand.psych. frá Háskóla Íslands. 
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, á fagsviði einhverfu. 
Sérsvið: Þroski barna og unglinga og einhverfa. 

Skipulag náms

Skipulag

Námið samanstendur af þremur meginhlutum: námskeiðsvinnu, rannsóknarritgerð og verklegri þjálfun undir handleiðslu sálfræðings.

Námskeið - 72 ECTS (60%)

Í námskeiðshlutanum er lögð áhersla á svið klínískrar sálfræði fullorðinna, barna og unglinga og þroskahömlunar. Einnig er boðið upp á námskeið á öðrum sérsviðum svo sem á sviði öldrunarsálfræði, taugasálfræði, heilsusálfræði og réttarsálfræði. Námskeiðin eru ýmist kennd á íslensku eða ensku.

Rannsóknarverkefni - 30 ECTS (25%)

Rannsóknarverkefnið, sem er unnið undir leiðsögn, hefst á 2. önn og er unnið á þremur önnum. Verkefnið felur í sér rannsókn á sviði klínískrar sálfræði og er gerð krafa um þátttöku einstaklinga í rannsókninni. Rannsóknarverkefnið er mótað á 2. önn, gagnaöflun fer fram á 3. önn og gagnavinnsla og greinaskrif á  4. önn.

Verkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings - 18 ECTS (15%)

Hver nemandi lýkur einum áfanga í verklegri þjálfun á hverri af 2., 3. og 4. önn undir leiðsögn reyndra sálfræðinga.

Sjá skipulag náms og námskeiðslýsingar

1. ár haustönn

1. ár vorönn

2. ár  haustönn

2. ár vorönn

-  Heilsusálfræði 
-  Réttarsálfræði 
-  Vinnusálfræði

Upplýsingar fyrir nemendur

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun

Allir nemendur fara í verklega þjálfun á þremur mismunandi starfsstöðvum undir handleiðslu sálfræðinga. 

Starfsþjálfun fer fram á 2., 3. og 4. önn á þremur meginsviðum: 1) sálfræði fullorðinna, 2) sálfræði barna, unglinga og/eða fjölskyldna og 3) sviði þroskahömlunar, taugasálfræði og/eða endurhæfingar.

Dæmi um starfsþjálfunarstaði:

 • Áfalla- og sálfræðimiðstöðin
 • Barnahús
 • Barnavernd Kópavogs
 • Domus Mentis - Geðheilsustöð
 • Fangelsismálastofnun
 • Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
 • Heilsuborg
 • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
 • Kvíðameðferðarstöðin
 • Landspítali
 • Litla Kvíðameðferðarstöðin
 • Reykjalundur
 • Þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu
 • Þroska- og hegðunarstöð

Hvað segja nemendur um starfsþjálfunina?

 „Það er ómetanleg reynsla að hafa fengið fjölbreytta starfsþjálfun sem bæði nýtist í þverfaglegri vinnu og skilar sér í betri tengslum við geðheilbrigðiskerfið.“
Óttar Birgisson MSc í klínískri sálfræði frá HR 2016, sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS).

„Að fara á þrjá ólíka staði í starfsþjálfun veitir manni innsýn inn í fjölbreytt störf sálfræðinga og þjálfun á mismunandi sviðum.“
Heiða Rut Guðmundsdóttir MSc í klínískri sálfræði 2016, sálfræðingur hjá Landspítala.

„Það besta við námið er að fara á þrjá mismunandi staði í starfsnám, þannig fær maður tækifæri til að viða að sér upplýsingum úr mismunandi áttum og mögulega finna fyrir áhuga á einhverju sem maður hafði ekki veitt athygli áður."
Þórarinn Freyr Grettisson, MSc-nemi í klínískri sálfræði.

„Starfsnám á þremur önnum er mjög hagnýtt og gefur góð tengsl inn í atvinnulífið bæði á starfssviði fullorðins- og barnasálfræði.“
Berglind Jóna Jensdóttir, MSc-nemi í klínískri sálfræði.

Inntökuskilyrði

Menntun

Inntökuskilyrði í námið er BA eða BSc gráða með a.m.k. 150 ECTS í sálfræði úr námi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins eða sambærilegu námi erlendis frá. Einnig er skilyrði að umsækjandi hafi lokið að lágmarki 10 ECTS rannsóknarverkefni í sálfræði. Í undantekningartilfellum getur viðamikil reynsla við akademískar rannsóknir með framúrskarandi árangri verið metin til jafns við BSc rannsóknarverkefni. Gerð er krafa um góða færni í íslensku og ensku. 

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og eftirtöldum fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið:

 • Staðfest afrit af prófskírteini og námsferilsyfirliti.
 • Yfirlit yfir náms- og starfsferil (ferilskrá á ensku eða íslensku).
 • Greinargerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? Greinargerð skal vera allt að 300 orð og skilað á pdf-formi í gegnum umsóknarkerfi. 


Meðmælabréf:
 Að minnsta kosti eitt meðmælabréf á að fylgja umsókn. Meðmælabréf skal vera frá einstaklingi sem er hæfur til meta getu umsækjenda til að takast á við námið. Bréfið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda til verkefnastjóra námsins á netfangið thelmas@ru.is. Vinsamlega biðjið meðmælanda að fylla út matsblað.               

Umsóknarfrestur

 • Umsóknarfrestur er frá 5. febrúar til 30. apríl.
 • Öll gögn verða að berast áður en umsóknarfrestur rennur út. 

Hafðu samband

Áslaug pálsdóttir

Áslaug Pálsdóttir

 Verkefnastjóri

Eva-Sjofn-Helgadottir_SH

Eva Sjöfn Helgadóttir

verkefnastjóri

Jon-Fridrik_svarthvit

Jón Friðrik Sigurðsson

Forstöðumaður


Var efnið hjálplegt? Nei