Foreldrafærniþjálfun - diplóma

Diplómanám í foreldrafærniþjálfun, kennt í samvinnu við Barnaverndarstofu. Um er að ræða GenerationPMTO meðferðarmenntun fyrir einstaklinga og hópa. PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð. Úrræðið byggir á víðtækum rannsóknum og tilheyrir hópi gagnreyndra meðferðarúrræða í vinnu með hegðunarerfiðleika barna. 

Um námið

Foreldrafaernithjalfun-2

Námið miðar að því að:

  • Gera nemendur færa um að veita fjölskyldum PMTO-meðferð
  • Gera nemendur færa um að veita bæði einstaklings- og hópameðferð
  • Efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka hagnýta og fræðilega undirstöðu
  • Styrkja starfsfólk á landsvísu í störfum sínum með fjölskyldum og börnum
  • Tryggja nemendum handleiðslu í samræmi við viðmið PMTO

Þjálfun

Í náminu veita nemendur fimm fjölskyldum einstaklingsmeðferð og einum hópi foreldra hópmeðferð undir handleiðslu PMTO meðferðaraðila.

Einingar

60 ECTS - nám á meistarastigi

Lengd náms

24 mánuðir

Fyrir hverja?

Námið hentar fagfólki sem vinnur með börnum, foreldrum og fjölskyldum. 

Skólagjöld

600.000 kr.

Sálfræðideild 

Að námi loknu 

Viðurkenndur PMTO meðferðaraðili

Námið uppfyllir alþjóðleg viðmið um menntunarkröfur PMTO meðferðaraðila á vegum Barnaverndarstofu sem veitir réttindi til að starfa sem viðurkenndur sérfræðingur í PMTO meðferð og fræðslu á Íslandi.

Skipulag náms

Staðarnám og fjarnám

Námstíminn er 24 mánuðir. 

Námið er kennt í staðarlotum og fjarkennslulotum sem dreifast yfir námstímann.

Reglur námsins má finna hér.

Námskeið

Inngangur í hagnýtri atferlisgreiningu og siðareglur

4 einingar

Þetta námskeið er almennur inngangur í atferlisgreiningu. Í þessu námskeiði munu nemendur læra um lögmál hegðunar út frá þriggja þátta skilmálanum og hvaða breytur hafa áhrif á mótun hegðunar. Að auki læra nemendur aðferðir til þess að meta hver möguleg virkni hegðunar er og um siðareglur sem gilda í vinnu með börnum.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar (myndbönd sem og í tíma); verkefnavinna; umræður

Þekking

- Lýst lögmálum hegðunar: jákvæð styrking, neikvæða styrkingu, jákvæð refsing neikvæð refsing

- Lýst slokknun

- Þekkt þriggja þátta skilmálann

- Lýst áhrifum áreitastjórnunar á hegðun

- Lýst áhrifum hvatabreyta á hegðun

- Sagt frá mismunandi virkni hegðunar

- Þekkt aðferðir til þess að meta virkni hegðunar

- Þekkt siðareglur atferlisfræðinga

Leikni

- Metið mögulega virkni hegðunar út frá þriggja þátta skilmálanum

- Beitt siðareglum í vinnu

- Sýnt fram á áhrif mismunandi inngripa byggt á virkni hegðunar

Hæfni

- Borið saman lögmál hegðunar: jákvæð styrking, neikvæða styrkingu, jákvæð refsing, neikvæða refsingu

- Túlkað niðurstöður hegðunarmats

- Rætt mismunandi inngrip byggð á virkni hegðunar

- Rætt siðferðileg álitamál

Námsmat

Krossapróf (30%) Nemendur taka krossapróf í hverjum tíma

Hópaverkefni (40%)

Nemendur fá tilbúið dæmi þar sem þau eiga að túlka niðurstöður virknimats og komið með hugmyndir að mismunandi inngripum byggð á virkni hegðunar (20%)

Nemendur ræða siðferðileg álitamál og taka afstöðu til þeirra. Nemendur skila stuttu svari og flytja í tíma (20%)

Einstaklingsverkefni (30%) Nemendur búa til dæmi sem lýsa lögmálum hegðunar og áhrif aðdraganda á hegðun

Lesefni

Miltenberger, R.G. (7th ed.). Behavior Modification: Principles and Procedures. Boston, MA: Cengage Learning

Behavior Analyst Certification Board. (2014). Professional and ethical compliance code for behavior analysts. Littleton, CO: Author

Og valdar greinar.


Kenningarlegur bakgrunnur GenerationPMTO-aðferðarinnar

4 einingar

Nemendur læra um uppruna GenerationPMTO aðferðarinnar og þann kenningarlega bakgrunn sem aðferðin byggir á. Meðal annars er farið í Coercion Theory, Social Interaction Learning Theory (SIL) og skýringar um þróun hegðunarerfiðleika hjá börnum. Á námskeiðinu bera nemendur saman þær uppeldisstefnur sem kynntar eru, skoða rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim aðferðum sem eru kenndar og helstu gagnrýni á þær aðferðir sem eru notaðar.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; umæður í kennslustundum; hópavinna; æfingar

Þekking

- Gert grein fyrir uppruna PMTO aðferðarinnar

- Lýst stigvaxandi neikvæðum samskiptum út frá coercion theory

- Útskýrt virkni hegðunar

- Geti borið saman ólíkar uppeldisstefnur

Leikni

- Rætt fræðilegan bakgrunn PMTO

- Metið hvaða leiðir henti út frá ákveðnum forsendum

Hæfni

- Rökstutt notkun aðferðir PMTO

Námsmat

Krossapróf (30%)

Nemendur taka krossapróf eftir ákveðna efnisþætti

Hópaverkefni (40%)

Nemendur útbúa kynningu á PMTO aðferðum til að kynna fyrir ákveðnum tilbúnum hópi eða starfsstétt og flytja í tíma

Einstaklingsverkefni (30%)

Nemendur gera skriflegan samanburð á PMTO aðferðum og aðferðum annarrar uppeldisstefnu við að taka á hegðunarerfiðleikum barna

Lesefni

Á vef: https://www.generationpmto.org/evidencebasedparentingskills um uppruna GenerationPMTO. – 10 bls.

Patterson, G. R. (2016). Coercion theory: The study of change. In T. J. Dishion & J. J. Snyder (Eds.), The Oxford handbook of coercive relationship dynamics (pp. 7–22). Oxford University Press.

Coercion Theory: A Basic Introduction for Practitioners. 16 bls. https://repositories.lib.utexas.edu/bitstream/handle/2152/81856/TNSRVol3Issue2Biddle.pdf?sequence=2&isAllowed=y

Lisa W. Coyne & Darin Cairns: (2015) A Relational Frame Theory Analysis of Coercive Family Process, kafli 7, bls. 86-100. (15 bls) https://plea-agency.org/wp-content/uploads/2016/03/Chapter-7-Lisa-W.-Coyne.pdf

Social Learning Theory and Family Psychopathology, pp 117-162. (45 bls.) https://link.springer.com/chapter/10.1007%2F978-1-4899-0840-7_4 ,

Anna Björnsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir. (2009). PMTO-aðferðin: Áhrif forvarna og meðferðar við hegðunarerfiðleikum leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði. Uppeldi og menntun, 18(2), (bls. 9-11). https://timarit.is/page/5016604#page/n8/mode/2up

Askeland. E. (2014) PMTO Foreldratrening for familier með barn som har atferdsvansker. Kapitel 3, Det teoretiske grunnlaget. Gyldendal Norsk Forlag. Bls. 48-64.

Forgatch, M. S., & Domenech Rodríguez, M. M. (2016). Interrupting coercion: The iterative loops among theory, science, and practice. In T. J. Dishion & J. J. Snyder (Eds.), The Oxford handbook of coercive relationship dynamics (pp. 194-214). New York: Oxford University Press.

Miltenberger, R. G. (2016). Behavior modification: Principles and procedures (6th ed.). Cengage Learning. Kaflar 4, 5, 6, 7, 8,

Og valdar greinar.


Fyrirmæli til að auka samstarfsvilja barna

4 einingar

Þetta námskeið fjallar um aðferðir til þess að auka líkur á því að börn fari eftir fyrirmælum og mögulegar ástæður fyrir því þegar börn fara ekki eftir fyrirmælum. Meðal þess sem farið verður yfir eru áhrif mismunandi fyrirmæla, einkenni skýrra fyrirmæla, hvernig þarf að taka tillit til aldurs barnanna sem og aðstæða hverju sinni. 

Nemendur læra hvernig beita má þriggja þátta skilmálanum (fyrirmæli, hegðun og afleiðing) þegar fyrirmæli eru gefin og þeim fylgt eftir. Farið er í helstu gildrur sem foreldrar lenda í við að gefa fyrirmæli í amstri dagsins, þ.á.m. áhrif mismunandi tilfinninga foreldra á fyrirmæli. Á námskeiðinu læra nemendur að þjálfa foreldra í notkun skýrra fyrirmæla.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; umræður; æfingar í tíma og heima

Þekking

- Lýst mögulegum ástæðum fyrir því að börn fylgja ekki fyrirmælum

- Lýst almennum einkennum skýrra fyrirmæla

- Skilgreint samstarfsvilja hjá börnum

- Lýst reglustýrðri hegðun út frá þriggja þátta skilmálanum

- Lýst breytum sem geta haft áhrif á samvinnuþýði út frá þriggja þátta skilmálanum

- Gert grein fyrir algengum gildrum sem foreldrar lenda í þegar gefa á börnum fyrirmæli

- Aðlagað fyrirmæli að aldri og þroska barna

Leikni

- Notað skýr og óskýr fyrirmæli

- Nýtt þriggja þátta skilmálann til að finna undanfara og afleiðingu sem hafa áhrif á hegðun

- Aðlagað notkun fyrirmæla að fjölskyldu þannig að það henti foreldrum og barni

- Spáð fyrir um vanda foreldra við að beita skýrum fyrirmælum

- Þekkt breytingu á samstarfsvilja í hegðun barna

Hæfni

- Nemendur geta gert greinarmun á skýrum og óskýrum fyrirmælum í notkun í daglegu lífi.

- Skipulagt inngrip sem miðar að því að auka samstarfsvilja barna

- Metið færni foreldra við að gefa skýr fyrirmæli

- Rökstutt fyrir foreldrum notkun skýrra fyrirmæla

- Kennt og þjálfað foreldra í að nota skýr fyrirmæli heima

- Endurskipulagt notkun foreldra á skýrum fyrirmælum

Námsmat

Þátttaka í tíma (30%)

Mæting og þátttaka í æfingum í tíma

Hópaverkefni (55%)

Nemendur taka upp einn tíma af innleiðingu á fyrirmælum og fylla út viðtalseyðublað tímans. Því er skilað inn og nemendur kynna tímann fyrir hópnum og sýna brot úr honum. Myndbandsupptaka úr tímanum er metin
Einstaklingsverkefni (15%)

Skila inn spurningu eða vangaveltum um fyrirmæli út frá lesefni og ræða í tíma

Lesefni

Forgatch,M., Patterson, G. & Friend,T. (2017) Raising Cooperative Kids: Proven practices for a connected, happy family. Newburyport; Conari Press. Bls. 9-49.

Patterson, G. & Forgatch,M. (2005) Parents and Adolescents living together. Part 1. The basics. Eugene, OR: Castalia Publishing Company. Bls. 1-33.

GenerationPMTO meðferðarmappa

og valdar greinar


Hvatning

4 einingar

Á námskeiðinu læra nemendur um mikilvægi hvatningar í uppeldi barna. Farið verður í hvernig hvatning er notuð á markvissan hátt til að kenna börnum ákveðna færni og hvaða áhrif hvatning/jákvæð styrking hefur á sjálfstraust, aðlögun og nám barns. 

Kenndur er munur á jákvæðri og neikvæðri styrkingu í uppeldi barna. Kenndar eru fjölbreyttar leiðir til að nýta jákvæða styrkingu á markvissan hátt í uppeldi barna þar sem verkefni eru gerð viðráðanleg fyrir börnin. Nemendur læra hvernig verkefnum er skipt í smærri einingar til að auka líkur á árangri og jákvæðri upplifun barna og foreldra. Nemendur læra um mismunandi hvatningakerfi og hvað hafa ber í huga þegar þau eru notuð.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; æfingar í og utan tíma; verkefnavinna; umræður

Þekking

- Skilgreint og nefnt dæmi um markvissa hvatningu í uppeldi barna

- Sagt frá mismunandi leiðum til að hvetja börn

- Borið saman mismunandi hvatningarkerfi

- Geta greint frá breytum sem hafa áhrif á hvatningakerfi

Leikni

- Tilgreint hvers konar hvatning hentar hverju sinni

- Útbúið hvatningarkerfi fyrir foreldra að nota með barni sínu

Hæfni

- Samþætt hvatningarkerfi, skýr fyrirmæli og jákvæða samveru foreldra og barns

- Valið og sett upp hvatningakerfi sem hentar fyrir foreldra og börn

- Rökstutt fyrir foreldrum notkun markvissrar hvatningar í uppeldi barna

Námsmat

Æfingar í tíma (30%)

Nemendur gera stuttar æfingar við að innleiða hvatningu í meðferðartíma

Hópaverkefni (30%)

Nemendur útbúa tvö umbunarkerfi, táknkerfi og þrepaskipt umbunarkerfi fyrir ákveðnar tilbúnar fjölskyldur

Einstaklingsverkefni (40%)

Nemendur gera dagskrá, skipulag og taka upp æfingatíma við innleiðingu hvatningar með foreldrum. Tíminn er metinn til einkunnar skv. FIMP

Lesefni

Forgatch,M., Patterson, G. & Friend, T. (2017) Raising Cooperative Kids: Proven practices for a connected, happy family. Newburyport; Conari Press. Bls. 50-90.

Patterson, G. & Forgatch,M. (2005) Parents and Adolescents living together. Part 1. The basics. Eugene, OR: Castalia Publishing Company. Bls. 79-128.

GenerationPMTO meðferðarmappa

GenerationPMTO PTC meðferðarmappa

Miltenberger, R. G. (2016). Behavior modification: Principles and procedures (6th ed.). Cengage Learning. Kaflar 22,


Tilfinningastjórn og jákvæð samvera foreldra og barna

4 einingar

Á námskeiðinu er farið í hvernig aðstæður og líðan fjölskyldumeðlima geta haft afgerandi áhrif á hegðun foreldra í uppeldinu. Farið er í hvernig maki, börn og aðrir nákomnir ættingja hafa áhrif á tilfinningar foreldra. Einnig eru skoðaðar leiðir til að bregðast við erfiðum tilfinningum í uppeldinu og hvenær má nýta tilfinningar til góðra og jákvæðra samskipta. 

Nemendur læra hvernig jákvæð samskipti í fjölskyldu geta haft áhrif á sjálfsmat barna, tilfinningatengsl foreldra við barnið og samskipti barns við aðra. Nemendur læra að kortleggja daglegt líf fjölskyldu með áherslu á jákvæða samveru til að styrkja tilfinningaleg tengsl fjölskyldu. Farið verður í mismunandi leiðir til að efla foreldra í að greina tilfinningar sínar frá tilfinningum barnanna og finna leiðir fyrir foreldra til að halda tilfinningalegri stjórn í erfiðum og krefjandi aðstæðum. Á námskeiðinu læra nemendur um mikilvægi tilfinningastjórnar í uppeldi og hvernig virkja má færni foreldra til að halda ró í krefjandi aðstæðum.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar, samræður, verkefnavinna, hlutverkaleikir og æfingar

Þekking

- Gert grein fyrir mismunandi tilfinningum sem hafa áhrif á foreldra við uppeldi barna

- Talið upp leiðir sem geta hjálpað foreldrum við að takast á við krefjandi tilfinningar svo þær stjórni ekki hegðun þeirra við uppeldið

- Tengt tilfinningar/tilfinningastjórn við SIL félagsnámskenningar

- Sagt frá áhrifum jákvæðra samveru á sjálfsmat barna

- Lýst jákvæðri samveru foreldra og barns í mismunandi aðstæðum, heima, skóla, í samfélaginu

Leikni

- Greint eðli og styrk mismunandi tilfinninga

- Sýnt mismunandi tilfinningar í hlutverkaleik til að ýta undir að foreldrar átti sig á muninum í samskiptum við börn

- Dregið fram jákvæðar samverustundir út frá aðstæðum fjölskyldu hverju sinni

Hæfni

- Sýnt foreldrum áhrif mismunandi tilfinninga í samskiptum við börn

- Fært rök fyrir því og leitt foreldra í átt að því að halda ró í krefjandi uppeldisaðstæðum

- Gefið dæmi og sýnt áhrif jákvæðrar samveru og áhuga foreldra gagnvart börnum

Námsmat

Mæting og þátttaka í tíma (30%)

Nemendur þurfa að mæta og taka þátt í samræðum um mismunandi aðstæður og tilfinningar í uppeldi barna.

Æfingar í tíma þar sem unnið er í hlutverkjaleikjum með mismunandi tilfinningar.

Hópaverkefni (40%)

Nemendur útbúa dagskrá og handrit að meðferðartíma þar sem unnið er með áhrif tilfinninga á uppeldi (15%)

Nemendur framkvæma einn meðferðartíma og skila inn viðtalseyðublaði og uppgjöri af honum (25%)

Einstaklingsverkefni (30%)

Nemendur skila verkefni um mikilvægi jákvæðrar samveru á tengsl foreldra og barna og samskipti fólks (foreldri-foreldri, foreldri-barn, barn-barn)

Lesefni

GenerationPMTO meðferðarmappa

Forgatch,M., Patterson, G. & Friend,T. (2017) Raising Cooperative Kids: Proven practices for a connected, happy family. Newburyport; Conari Press. Bls.91-120

Forgatch,M.S & Domenech Rodríguez, M. M. (2016). Interrupting coercion: .....

Gewirtz, A. H., & Davis, L. (2014). Parenting practices and emotion regulation in National Guard and Reserve families: Early findings from the After Deployment Adaptive Parenting Tools/ADAPT study. In S. M. Wadsworth & D. S. Riggs (Eds.), Risk and resilience in military and veteran families: Military deployment and its consequences for families (pp. 111-131). New York: Wiley.

Og valdar greinar.


Að setja mörk

4 einingar

Nemendur læra um mismunandi leiðir til að setja hegðun barna mörk. Lagt er upp með að nýta sem minnst íþyngjandi leiðir til að setja hegðun barna mörk og að hvatning sé alltaf í fyrirrúmi. Aðferðir til að minnka líkur á óæskilegri hegðun eru tengdar við sjálfsstjórn barna og við mikilvægi góðrar tilfinningastjórnar og hlýju foreldra. Gert er ráð fyrir að nemendur geti skilgreint hugtök og aðstæður samkvæmt mismunandi aðferðum og rökstutt notkun mismunandi aðferða til að draga úr hegðunarerfiðleikum. Fjallað verður um stigvaxandi hegðunarerfiðleika barna og hvernig megi bregðast við þeim.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestur; Æfingar í tíma; Umræður

Þekking

- Nefnt fjölda dæma um hegðun þar sem hægt væri að nýta mismunandi leiðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum barna

- Sagt frá mismunandi leiðum sem henta eftir mismunandi aðstæðum

- Þekkja forsendur sem þurfa að vera til staðar til að nýta mismunandi leiðir

- Borið saman mismunandi leiðir sem nýtast til að minnka líkur á krefjandi hegðun barns

- Rökstutt notkun mismunandi leiða við að setja hegðun mörk

Leikni

- Rætt mismunandi leiðir til að draga úr óæskilegri hegðun barna

- Aðlagað mismunandi leiðir að fjölskylduaðstæðum

- Valið leiðir sem henta fjölskyldu í meðferð og sett upp leiðir/markmið í þjálfun

- Rætt mögulega neikvæðar afleiðingar af mismunandi leiðum til að draga úr krefjandi hegðun

Hæfni

- Valið viðeigandi leiðir og unnið með þær út frá þörfum fjölskyldu

- Sýnt muninn á æskilegri og óæskilegri leið í notkun með börnum

- Samofið mismunandi verkfæri eins og skýr fyrirmæli, tilfinningastjórn foreldra, jákvæða samveru við barn og að draga úr eða stöðva óæskilega hegðun barna

- Metið færni foreldra og sett markmið fyrir meðferð

- Skipulagt og framkvæmt meðferð þar sem mismunandi leiðir eru notaðar af foreldrum

- Geta metið hvenær þörf er á frekari aðstoð sérfræðinga

Námsmat

Krossapróf (20%)

Nemendur taka krossapróf meðfram æfingum og fyrirlestrum

Hópaverkefni (50%)

Nemendur skipuleggja meðferðartíma um innleiðingu á mörkum (15%)

Nemendur taka upp hlutverkaleik sem sýna rangar og réttar leiðir við að setja mörk og kynna/sýna í tíma (35%)

Einstaklingsverkefni (30%)

Nemendur taka saman rökstuðning fyrir vali á leiðum og áhrif mismunandi leiða við að setja mörk

Lesefni

Forgatch,M., Patterson, G. & Friend,T. (2017) Raising Cooperative Kids: Proven practices for a connected, happy family. Newburyport; Conari Press. Bls. 121-156, 244-261.

GenerationPMTO meðferðarmappa –

Miltenberger, R. G. (2016). Behavior modification: Principles and procedures (6th ed.). Cengage Learning. Bls 120-123,


Kennsla

3 einingar

Á námskeiðinu eru nemendur þjálfaðir í að nýta virka kennslu og hlutverkaleik á markvissan hátt til að kenna foreldrum nýjar aðferðir við uppeldi barna sinna. Nemendur nýta hlutverkaleiki til að sýna réttar og rangar aðferðir á ákveðinn hátt. Nemendur eru þjálfaðir í að meta færni foreldra í notkun ákveðinna aðferða PMTO og til að endurskoða og aðlaga aðferðir að þörfum foreldra. Í fjölskylduvinnu er sérstaklega metið hvernig tímar með foreldrum eru skipulagðir, heimavinnu foreldra og hvernig meðferðaraðili eflir og bætir við færni foreldra út frá stöðu þeirra hverju sinni. Slíkt mat á færni og yfirferð er gerð í hverjum tíma og með hvert uppeldislegt verkfæri sem meðferðin tekur á.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestur; æfingar í tíma (að nýta kennsluspurningar, nýta hlutverkaleik til að meta stöðu foreldra); handleiðsla.

Þekking

- Lýst mikilvægi þess að fara yfir notkun aðferða/verkfæra sem foreldrar nota heima til að tryggja að notkun sé í samræmi við aðferðir GenerationPMTO

- Útskýrt gagnsemi virkrar kennslu

- Borið saman hlutverkaleiki sem greina á milli æskilegrar og óæskilegrar aðferðar í uppeldi

- Borið kennsl á spurningar sem efla virka kennslu

Leikni

- Lýst færni foreldra í ákveðnum aðferðum og hvað þarf að styrkja eða bæta

- Mótað spurningar sem styrkja foreldra við að nýta aðferðina

- Notað hlutverkaleik til kennslu

- Notað hlutverkaleik til að afla upplýsinga um færni foreldra

Hæfni

- Notað spurningar á markvissan hátt í meðferðartíma

- Gripið til hlutverkaleiks þegar við á við frekari þjálfun foreldra

- Notað hlutverkaleik og virka kennslu á markvissan hátt í meðferðartímum

Námsmat

Þátttaka og æfingar í tíma (50%)

Nemendur gera æfingar í tíma

Einstaklingsverkefni (50%) Upptaka og handleiðsla á meðferðartíma sem fjallar um yfirferð á verkfæri. Skil á viðtalseyðublaði og skýrsla

Lesefni

GenerationPMTO meðferðarmappa

Og valdar greinar um hvernig við lærum best með því að gera og með æfingum áður en til stendur að nýta nýja færni. Fjalla um nám, æfingar og að sjá fyrir vanda.


Lausnaleit

3 einingar

Nemendur læra að nota lausnaleit sem verkfæri í meðferð og sem verkfæri foreldra heima. Farið verður í ákveðnar leiðir fyrir foreldra til að setja sér markmið, skipuleggja samveru og leysa ágreining í fjölskyldum. Nemendur læra hvernig lausnaleit er notuð á fjölskyldufundum og í krefjandi samskiptum innan og utan fjölskyldu til að ná settu marki foreldra. Með þessari aðferð læra nemendur að styðja við lýðræðisleg samskipti og lausnir innan fjölskyldu sem eflir sjálfstraust barna og virðingu fyrir skoðunum fjölskyldumeðlima. Nemendur læra hvernig þau geta kennt foreldrum virk samskipti við lausn vanda. Nemendur fá einnig þjálfun í að nýta lausnaleit í meðferðarvinna með foreldrum til að finna leiðir í meðferð.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; æfingar í tíma; fundir

Þekking

- Lýst lausnaleitarþrepum við að leysa ágreining

- Skilgreint virk samskipti, hlustun og tjáningu

- Talið upp atriði/einkenni sem skipta máli í hverju þrepi lausnaleitarvinnu

- Komið með hugmyndir að aðstæðum/samskiptum þar sem lausnaleit myndi henta

Leikni

- Breytt ágreiningi í jákvæð markmið til að vinna eftir með þrepum lausnaleitar

- Skipulagt meðferðartíma þar sem unnið er með lausnaleit með foreldrum

Hæfni

- Notað lausnaleit sem verkfæri til að leysa ágreining í meðferð

- Sett upp verkefni með foreldrum þar sem lausnaleit er notuð til komast að samkomulagi um lausn á ágreiningi eða hvernig skuli ná ákveðnu markmiði

- Þjálfað foreldra í að nota lausnaleit sín á milli, með börnum, fjölskyldu og öðrum aðilum sem koma að börnum þeirra

Námsmat

Krossapróf (30%)

Nemendur taka krossapróf um verkfærið, notkun og einkenni

Hópaverkefni (50%)

Nemendur fá tilbúið dæmi þar sem þau eiga að leysa ákveðinn ágreining með aðferðum lausnaleitar og skila greinargerð um ferilinn, gagnsemi, samskiptin í ferlinu og niðurstöðu

Einstaklingsverkefni (20%)

Nemendur koma með eina spurningu í tíma um notkun lausnaleitar og virkra samskipta með fjölskyldum.

Lesefni

Forgatch,M., Patterson, G. & Friend,T. (2017) Raising Cooperative Kids: Proven practices for a connected, happy family. Newburyport; Conari Press. Bls. 180-198

Patterson, G. & Forgatch,M. (2005) Parents and Adolescents living together. Part 2. Family problem solving. Eugene, OR: Castalia Publishing Company. Bls. 13-135

GenerationPMTO

Og valdar greinar.


Eftirlit og tengsl við skóla

3 einingar

Í þessu námskeiði eru nemendur þjálfaðir í að flétta saman mismunandi verkfæri til að stuðla að eftirliti foreldra með börnum sínum. Farið er í mismunandi leiðir til að fylgja börnum eftir, eftir aldri barna, aðstæðum og umhverfi fjölskyldunnar. Einnig eru nemendur þjálfaðir í að nota mismunandi leiðir með foreldrum til að styðja við aðlögun barna í skóla og til að auka samstarf milli fjölskyldu og skóla. Nemendur fá þjálfun í að meta þörf foreldra fyrir samstarf við skóla til að stuðla að farsælli skólagöngu barna sinna. Námskeiðið felur í sér samþættingu annarra verkfæra í náminu.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; verkefnavinna; umræður; æfingar.

Þekking

- Talið upp mismunandi leiðir sem hægt er að nýta við eftirlit með börnum

- Sýnt fram á hvaða leiðir eru viðeigandi hverju sinni

- Nefnt dæmi um mismunandi útfærslur á eftirliti foreldra með börnum sínum

- Kortlagt þarfir foreldra til að styðja við skólagöngu barna sinna

Leikni

- Beitt fjölbreyttum leiðum til að efla eftirlit foreldra með börnum sínum

- Skipulagt eftirlit foreldra með barni

- Aðlagað leiðir við eftirlit að fjölskyldu í meðferðarskipulagi

- Aðlagað leiðir til að styðja við skólagöngu barna að fjölskyldu

Hæfni

- Rökstutt notkun eftirlits í uppeldi barna

- Rökstutt hvaða aðferðir henta í hvert verkefni

- Metið stöðu foreldra í eftirliti og styrkja færni þeirra í að nýta mismunandi aðferðir

- Samofið mismunandi aðferðir sem nýtast foreldrum í samstarfi við skóla

Námsmat

Æfingar (30%)

Nemendur taka þátt í æfingum, samræðum í tíma um innleiðingu og yfirferð á aðferðum GenerationPMTO. Í umræðum eru verkfæri samþætt og rædd

Hópaverkefni (40%)

Nemendur taka upp æfingtíma þar sem verkfæri eru samþætt til að stuðla að auknu eftirliti foreldra með börnum sínum og efla tengsl foreldra við skóla barnanna

Einstaklingsverkefni (30%)

Nemendur fá dæmi um fjölskyldu og taka saman drög að dagskrá að meðferðartíma, aðferðum til að vinna með og rökstuðning fyrir því og kynna fyrir hópnum

Lesefni

Forgatch,M., Patterson, G. & Friend,T. (2017) Raising Cooperative Kids: Proven practices for a connected, happy family. Newburyport; Conari Press. Bls. 198-244

Patterson, G. & Forgatch,M. (2005) Parents and Adolescents living together. Part 2. Family problem solving. Eugene, OR: Castalia Publishing Company. Bls. 135-187,

Patterson, G. & Forgatch,M. (2005) Parents and Adolescents living together. Part 1. The basics.. Eugene, OR: Castalia Publishing Company. Bls. 51-79,

GenerationPMTO meðferðarmappa


Skipulag meðferðar

3 einingar

Á námskeiðinu læra nemendur að skipuleggja meðferð fyrir foreldra til að taka á hegðunarerfiðleikum barna sinna. Einnig læra nemendur hvernig almennur meðferðartími er skipulagður eftir mismunandi aðferðum sem foreldrar fá þjálfun í hverju sinni. Sérstök áhersla er á uppbyggingu fyrsta viðtals í meðferð til að safna mikilvægum upplýsingum um stöðu fjölskyldunnar og leggja grunn að meðferðarsambandi við foreldra. Þjálfaðar eru leiðir til að afla upplýsinga frá foreldrum um fjölskyldusögu, kortleggja styrk- og veikleika innan fjölskyldu, að setja markviss og jákvæð markmið fyrir meðferðina og leggja grunn að skipulagi hennar. Nemendur fá þjálfun í að meta árangur meðferðar og veita foreldrum eftirfylgni að meðferð lokinni.

Kennsluaðferðir

Umræðutímar; fyrirlestrar; æfingar

Þekking

- Þekkt genogram (að safna bakgrunnsupplýsingum) aðferðina við að afla upplýsinga um fjölskyldur

- Þekkt framsetningu á meðferðarmarkmiðum út frá þjálfun foreldra

- Þekkt feril meðferðar í GenerationPMTO foreldraþjálfun

- Þekkt leiðir til að meta árangur meðferðar

Leikni

- Skipulagt meðferð með foreldrum

- Skipulagt meðferðartíma með foreldrum

- Sett upp mismunandi dagskrá fyrir meðferðartíma út frá einstökum verkfærum/efnisþáttum hverju sinni

Hæfni

- Nýtt upplýsingar frá foreldrum í meðferðarvinnu

- Skapað meðferðarsamband og von hjá foreldrum

- Haldið meðferðarsambandi við foreldra

Námsmat

Þátttaka í tíma, mæting og æfingar í tíma (25%)

Nemendur mæta og taka þátt í æfingum með kennara og hópnum

Hópaverkefni (55%)

Nemendur taka upp dæmi um fyrsta viðtal við fjölskyldu. Nemendur vinna viðtalið saman, greina og ræða við hópinn

Einstaklingsverkefni (20%)

Nemendur setja fram dæmi um markmiðssetningu fyrir fjölskyldu, kynna og ræða við hópinn

Lesefni

GenerationPMTO meðferðarmappa


Klínísk vinna

4 einingar

Á námskeiðinu læra nemendur um klíníska meðferðarferla og æfa klíniska færni sem nýtist við að innleiða nýjar aðferðir hjá foreldrum og að halda góðu meðferðarsambandi við þá. Nemendur læra að nota mismunandi spurningatækni í meðferð, að átta sig á þörfum foreldra í meðferð, tengjast reynslu foreldra og bakgrunni, nýta stuðning og fjölbreytt verkfæri til að auka líkur á árangri foreldra í PMTO meðferð. Farið er sérstaklega í leiðir til að auka líkur á að foreldrar verði samstíga í uppeldi barna sinna og haldi jafnvægi innan fjölskyldu.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; æfingar; umræður

Þekking

- Þekkt fjölbreyttar leiðir til að halda meðferðarsambandi

- Þekkt spurningatækni sem veitir klíníska innsýn

Leikni

- Ákveðið hvaða klínísku færni er við hæfi að nota út frá aðstæðum

Hæfni

- Skapað jákvætt meðferðarsamband við fjölskyldu/foreldra

- Unnið með mótstöðu foreldra til efla foreldrafærni þeirra

Námsmat

Æfingar í tíma (30%)

Nemendur taka þátt í æfingum sem reyna á klíníska færni þeirra

Einstaklingsverkefni (50%)

Nemendur taka upp meðferðartíma með foreldrum og sýna dæmi um klíníska vinnu sem þeir fá umsögn um.

Hópaverkefni (20%) Nemendur sýna fram á æskilega og óæskilegar aðferðir við að vinna með mótþróa/mótstöðu foreldra með hlutverkaleikjum

Lesefni

GenerationPMTO meðferðarmappa

Askeland. E. (2014) PMTO Foreldratrening for familier með barn som har atfer-dsvansker. Kapitel 6, Sentrale terapeutiske prosesser. Gyldendal Norsk Forlag. Bls. 108-131.

Valdar greinar.


Samvinna meðferðaraðila og að vinna með foreldrahóp

6 einingar

Á námskeiðinu læra nemendur að vinna saman í pörum með foreldrum. Ýmist fer vinnan fram á heimili foreldra eða með hópi foreldra í sal eða með fjarfundi. Nemendur læra skipulag hópameðferðar og uppbyggingu hvers tíma. Nemendur læra leiðir til að vinna sem aðal- og stuðningsmeðferðaraðili í meðferð og námskeiðum með foreldrum. Nemendur læra um mismunandi hlutverk meðferðaraðila í slíku skipulagi. Áhersla er á að nemendur tileinki sér leiðir til að styðja hvorn annan í hópmeðferð. Farið er í atriði sem skipta máli þegar hópur foreldra er í meðferð s.s. hreyfingu, virkni, uppbrotsverkefni og hvata til að halda áfram að mæta.

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar; æfingar; hópavinna; umræður

Þekking

- Þekkt mismunandi hlutverk meðferðaraðila sem vinna saman með hóp foreldra

- Nefnt dæmi um uppbrotsverkefni fyrir hópaþjálfun

- Skýrt hlutverk aðalmeðferðaraðila og stuðningsmeðferðaraðila

- Þekkt feril hópameðferðar í PMTO foreldraþjálfun

- Þekkt leiðir til að meta árangur meðferðar

Leikni

- Skipulagt hópmeðferðartíma með foreldrum

- Skipulagt hlutverk tveggja meðferðaraðila sem vinna saman

Hæfni

- Stjórnað hóptíma með foreldrum

- Skapað meðferðarsamband og von hjá hópi foreldra

- Haldið meðferðarsambandi við hóp foreldra

- Haldið námskeið fyrir foreldra/framkvæmt hópmeðferð með foreldrum í aðferðum PMTO

Námsmat

Þátttaka í tíma og æfingar (30%)

Nemendur þurfa að mæta í tíma og fá umsögn um þáttöku í umræðum og æfingum

Hópaverkefni (70%)

Nemendur vinna nokkur verkefni sem sýna færni í að vinna sem aðal- og stuðningsmeðferðaraðili í mismunandi aðstæðum og með mismunandi efni

Lesefni

GenerationPMTO meðferðarmappa fyrir hópa PTC.

Kennsluleiðbeiningar fyrir foreldranámskeið í GenerationPMTO

Handbækur frá GenerationPMTO um fyrirkomulag í kennslu foreldrahópa.

Valdar greinar.


FIMP matskerfi, handleiðsla og fjölskylduvinna

14 einingar

Fidelity of implementation rating system (FIMP) er matskerfi til að meta meðferðarfylgni við aðferðir GenerationPMTO í samræmi við kröfur ISII/OSLC. Nemendur læra hvernig FIMP virkar til að meta færni meðferðaraðila og mögulegan vöxt foreldra við að nýta meðferðina og aðferðir. Unnið er með matskerfið í handleiðslu þar sem nemendur eru þjálfaðir enn frekar. Nemendur taka upp meðferðartímana með fjölskyldu og sýna upptökur af meðferðartímum í handleiðslu. Nemendur vinna með fimm fjölskyldur í einstaklingsmeðferð og einn hóp foreldra. https://www.generationpmto.org/mentors-fidelity-teams

Kennsluaðferðir

Handleiðsla; meðferðartímar með fjölskyldum

Þekking

- Lýst aðferðum GenerationPMTO samkvæmt FIMP

- Metið styrkleika sína út frá FIMP

Leikni

- Metið brot úr meðferðartíma með FIMP

Hæfni

- Veitt foreldrafærniþjálfun til einstakra foreldra

- Veitt foreldrafærniþjálfun til hóps foreldra

Námsmat

Handleiðsla og vinna með foreldrum

Nemendur taka þátt í handleiðslu (96 klst) og skila upptökum af meðferðartímum sem þarf að standast kröfur GenerationPMTO um FIMP skor.

Lesefni

GenerationPMTO USA meðferðarmappa – Fidelity of Implementation Rating System; FIMP 14 bls.

Askeland. E. (2014) PMTO Foreldratrening for familier með barn som har atferdsvansker. Kapitel 9, Kvalitetssikring. Gyldendal Norsk Forlag. Bls. 180-199.

Stuðst við allt efni námsins og ítarefni eftir þörfum í handleiðslu. 

Aðstaða

SD_Salfraedi_MSc_AudurogGrimur_00A0752Kennsla í staðarnámi fer fram í háskólabyggingu HR. 

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Berglind Sveinbjörnsdóttir,  lektor við sálfræðideild HR og forstöðumaður námslínu

Menntun: PhD í atferlisgreiningu frá Western New England University og BCBA.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur og umsjónaraðili námlínu

Menntun: B.ed frá Kennaraháskóla Íslands. Ex.pæd og MSc í sálfræði frá Danmarks lærerhöjskole Kaupmannahöfn; Viðurkenndur sérfræðingur í PMTO meðferð. Kennsla, handleiðsla, og FIMP þjálfun frá Oregon Social Learning Center.

Alda Ingibergsdóttir, sálfræðingur

Menntun: Cand.Psych frá Háskóla Ísland; Viðurkenndur sérfræðingur í PMTO meðferð. Kennsla, handleiðsla, og FIMP þjálfun frá Oregon Social Learning Center.

Atli Viðar Bragason, sálfræðingur

Menntun: Cand.Psych frá Háskóla Íslands; viðurkenndur sérfræðingur í PMTO meðferð. Þjálfun í kennslu frá Oregon Social Learning Center.

Hanna Steinunn Steingrímsdóttir, dósent við sálfræðideild HR. 

Menntun: Ph.D, Dósent við Sálfræðideild, PhD í atferlisgreiningu frá Osló Metropolitan University.

Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur

Menntun: Cand. Psych frá University of Aarhus; Viðurkenndur sérfræðingur í PMTO meðferð. Kennsla, handleiðsla, og FIMP þjálfun frá Oregon Social Learning Center.

Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur

Menntun: Cand.Psych frá Háskóla Ísland; Viðurkenndur sérfræðingur í PMTO meðferð. Kennsla, handleiðsla, og FIMP þjálfun frá Oregon Social Learning Center.

Foreldrafaernithjalfun

Inntökuskilyrði

Nauðsynlegur undirbúningur

Gert er ráð fyrir að umsækjendur eru fagfólk sem vinnur með börnum, foreldrum og fjölskyldum.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið meistaranámi í:

  • klínískri sálfræði
  • hagnýtri atferlisgreiningu
  • félagsráðgjöf
  • kennslufræði 

eða tengdum fögum.

Nemendur þurfa að framvísa sakavottorði við upphaf náms á skrifstofu skólans. Kallað er eftir fyrrnefndum upplýsingum þar sem námið felur í sér verknám á staði þar sem unnið er með viðkvæmum hópum. Á þessum stöðum er almennt óheimilt að ráða inn einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hefningarlaga nr. 19/1940. Verknám þetta er mikilvægur þáttur námsins og er forsenda fyrir útskrift úr námslínunni. 

Umsóknarfrestur

Tekið verður næst inn haustið 2023

Ertu með spurningar um námið?

Hildur-Droplaug-Palsdottir_1662723141103

Verkefnastjóri er:

Hildur Droplaug Pálsdóttir
Var efnið hjálplegt? Nei