Gagnavísindi og hagnýt gagnavísindi: MSc

Meistaranám í samstarfi við MITx

Sérfræðingar í gagnavísindum eru að verða sífellt eftirsóttari í atvinnulífinu. Þekking þeirra er dýrmæt enda eru þeir færir um að leysa flókin vandamál og auðvelda ferla og ákvarðanir. Flestar sérhæfðar stöður á þessu sviði krefjast framhaldsnámsgráðu og því býður HR upp á meistaranám í gagnavísindum sem hægt er að ljúka sem fullu námi - eða með vinnu. 

Um námið

Nemendur sitja og læra í Sólinni

Þekking og þjálfun

Námið veitir nemendum grunnþekkingu á aðferðum og verkfærum gagnavísindanna. Þeir fá þjálfun í gagnagreiningu og vélnámi, beita líkindum og tölfræði og gera tilraunir með algrím. 

Val um tvær leiðir

Hægt er að ljúka náminu með tvennum hætti. Báðar leiðir nýta efni úr Micromaster-braut MITx, Statistics and Data Science, sem er metið til 30 eininga við HR.

Gagnavísindi 120 ECTS - MSc

Tveggja ára, fullt nám. 

Hagnýt gagnavísindi 90 ECTS - MSc 

Tveggja ára hlutanám sem hentar einstaklingum í atvinnulífinu. 

Samstarf HR og MIT

Háskólinn í Reykjavík og MIT hafa verið í samstarfi undanfarin misseri. Samstarfið kveður meðal annars á um aðgang nemenda HR að svokölluðum „micromasters“-námskeiðum MITx á netinu. Þar með njóta nemendur þekkingar fremstu sérfræðinga heims og fá námið metið inn í nám sitt við HR. 

Skipulag náms

30 ECTS frá MITx

Námið hefst á því að ljúka 30 einingum, alls fimm námskeiðum, hjá MITx. Til að fá þær 30 einingar metnar inn í nám við HR þarf nemandi svo að ljúka lokaprófi í HR. 

Aðstoð frá HR

Námskeiðin hjá MITx eru kennd á netinu en nemendur HR njóta aðstoðar dæmatímakennara yfir önnina sem fer yfir hvernig gengur og hjálpar. Nemendur mæta þá í tíma í HR. 

MSc nám - 90 ECTS - 2ja ár hlutanám

MSc in Applied Data Science 90 ECTS  
1. ár 2. ár
  • MIT MicroMaster in Statistics and Data Science - 30 ECTS

Tvö skyldunámskeið:

  • T-740-SPMM Software Project Management - Haust 8 ECTS 
  • T-701-REM4 Research Methodology - Vor 8 ECTS

Eitt valnámskeið, stýrt val:

  • Deep Learning eða Reinforcement Learning - Haust 8 ECTS*

Eitt skyldunámskeið:

  • T-786-APDS Applied Data Science - Haust 6 ECTS

Ritgerð:

  • Applied Thesis - Vor 30 ECTS

MSc nám - 120 ECTS - 2 ár

MSc in Applied Data Science 120 ECTS  
1. ár  2. ár
  • MIT MicroMaster in Statistics and Data Science - 30 ECTS

Tvö skyldunámskeið:

  • T-740-SPMM Software Project Management - Haust 8 ECTS
  • T-701-REM4 Research Methodology - Vor 8 ECTS

Tvö námskeið, stýrt val:

  • Restricted Elective - Haust 8 ECTS*
  • Restricted Elective - Vor 8 ECTS*
  • Applied Data Science - Haust 6 ECTS**
  • Elective - Haust 6/8 ECTS
                 Eitt námskeið, stýrt val:             

  • Deep Learning/ or Reinforcement Learning - Haust 8 ECTS
Eitt skyldunámskeið:
  • T-786-APDS Applied Data Science - Haust 6 ECTS

Tvö valnámskeið:

  • 14/16 ECTS - Haust
Ritgerð:

  • Applied Thesis - Vor 30ECTS
Eða:

  • Theoretical Thesis - 60 ECTS Heilt ár**

*Nemandi velur á milli námskeiðanna: Deep Learning/ Reinforcement Learning 1
**Nemandi velur eitt þriggja námskeiðanna: Network Science/Big Data Management/ Reinforcement Learning 2

90 ECTS

Data-Science-90

120 ECTS

Data-Science-120

Stýrt val

Nemendur geta beðið um að fá að ljúka öðrum námskeiðum sem hluta af stýrðu vali. Hér má sjá dæmi um námskeið, athugið að listinn er ekki tæmandi. 

  • Network Science
  • Big Data Management
  • Advanced Topics in AI
  • Data Driven Security
  • Data Driven e-health
  • Financial Simulation

Inntökuskilyrði

Gagnavísindi - 120 ECTS

Þessi braut er fyrir umsækjendur sem eru með sterkan bakgrunn í tölvunarfræði og stærðfræði. Ætlast er til að umsækjendur hafi nægilega sterkan bakgrunn til að geta tekið framhaldsnámskeið í tölvunarfræði samhliða MITx námskeiðunum. Þetta þýðir að umsækjendur geti tekið nógu marga áfanga á fyrsta árinu til að geta tekið 60 ECTS eininga ritgerð á seinna árinu. Það er líka möguleiki að taka 30 ECTS eininga áfanga og 30 ECTS eininga ritgerð.

Hagnýt gagnavísindi - 90 ECTS

Þessi braut er ætluð þeim sem eru ekki með sterkan bakgrunn í tölvunarfræði og/eða í stærðfræði. Umsækjendur gætu þurft að taka undirbúningsnámskeið samhliða fyrsta árinu með því að taka áfanga eins og forritun, gagnaskipan, reiknirit, gagnasafnsfræði, línulega algebru og stærðfræðigreiningu og tölfræði. Sumir þessara áfangar telja upp í gráðuna en ekki allir. Þessari braut er lokið með 30 ECTS eininga lokaritgerð. 

Sótt um

 Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn frá 5.febrúar til og með 30.apríl 2023.

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum (gögnin skulu vera á ensku):

  • Ferilskrá ásamt mynd
  • Staðfest afrit prófskírteina
  • Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur
  • Greinagerð: hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð)
  • Tvö meðmælabréf frá einstaklingi sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfin mega vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda á verkefnastjóra meistaranáms tölvunarfræðideildar á netfangið telmas@ru.is.
  • Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við verkefnastjóra deildarinnar eða á td@ru.is.


Telma Sigtryggsdóttir

Verkefnastjóri

telmas@ru.is       

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei