Skipulag náms

Nemendur innritast í HR eða HÍ en geta tekið námskeið í báðum skólum. Nemandi útskrifast frá þeim skóla sem hann er skráður í og vinnur að jafnaði lokaverkefni undir handleiðslu kennara í viðkomandi skóla. Nemandi sem skráður er í HÍ útskrifast með MA-gráðu í máltækni en nemandi sem skráður er í HR útskrifast með MSc-gráðu í máltækni. Sérstakar námsskipunarreglur gilda um meistaranámið í hvorum skóla fyrir sig, og skulu nemendur lúta námsskipunarreglum heimaskóla síns.

Um er að ræða tveggja ára, 120 ECTS eininga nám. Einingarnar skiptast í 36-60 ECTS einingar úr sérhæfðum máltækninámskeiðum á meistarastigi (kennd í HÍ og HR), 0-30 ECTS einingar úr grunnnámskeiðum í tölvunarfræði (kennd í HR), 0-30 ECTS einingar úr grunnnámskeiðum í íslensku (kennd í HÍ) og 30-60 ECTS einingar í meistaraprófsverkefni. Samsetning eininga er því mjög sveigjanlega og fer eftir bakgrunni viðkomandi nemanda. Sjá nánar um fyrirkomulag anna.

Gestakennarar kenna hluta af hinum sérhæfðu máltækninámskeiðum og í einhverjum tilvikum er um að ræða námskeið sem standa í 1-3 vikur.

Meistaraprófsverkefni eru unnin í samvinnu við kennara, stofnanir eða fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.

Undirstöðunámskeið

Nemendur með BA-próf í málvísindum og tungumálum þurfa að taka 24-30 ECTS einingar í undirstöðunámskeiðum í tölvunarfræði, og nemendur úr tölvunarfræði og skyldum greinum taka 24-30 ECTS einingar í undirstöðunámskeiðum í málfræði. Þessi námskeið eru metin sem hluti meistaranámsins.

Nemendur með aðra undirstöðu sem teknir verða inn í námið geta þurft að taka bæði málfræðileg og tölvunarfræðileg grunnnámskeið, sem þá verða ekki öll metin sem hluti meistaranáms. Nemandi sem tekur 60 ECTS eininga meistaraprófsverkefni þarf að taka a.m.k. 36 ECTS einingar í námskeiðum á MSc stigi en nemandi sem tekur 30 ECTS eininga meistaraprófsverkefni þarf að taka a.m.k. 54 ECTS einingar í námskeiðum á MSc stigi.

Námskeið

Eftirfarandi listi sýnir þau námskeið sem eru í boði í náminu. Listinn yfir meistaranámskeið er einungis til viðmiðunar, þ.e. á sérhverjum tíma verður aðeins hluti þessara námskeiða í boði. Grunnnámskeiðin (BA/BSc stig) sem talin eru upp eru aftur á móti ávallt í boði á sérhverju skólaári.

 Námskeið á BA/BSc-stigi í máltækni            Námskeið á MSc/MA-stigi í máltækni

Forritun

Kerfisgreining

Gagnaskipan

Strjál stærðfræði I

Strjál stærðfræði II

Reiknirit

Viðmótshönnun

Gervigreind

Gagnasafnsfræði

Tölfræði

Forritunarmál

Merkingarfræði orða og orðanet

Aðferðafræði rannsókna
Linguistic resources

Málvinnsla

Tölvur og tungumál

Corpus building 
Málfræði í máltækni
Information extraction 

Machine learning 

 Sniðmát fyrir lokaverkefni á meistarastigi má sjá hér.

 


Var efnið hjálplegt? Nei