Verkfræði
Yfirlit yfir meistaranám
Af hverju meistaranám í verkfræði?
Nemendur nýta sér hagnýtt meistaranám í verkfræði til sérhæfingar, auk þess sem meistaragráða er forsenda þess að nemendur geti öðlast lögverndað starfsheiti sem verkfræðingar. Nemendur velja sér námsgreinar og gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara.
• Horfa á kynningarfund um meistaranám við verkfræðideild
Kynningarbæklingur um verkfræðinám
Námsbrautir
- Fjármálaverkfræði (MSc)
- Hátækniverkfræði (MSc)
- Heilbrigðisverkfræði (MSc)
- Orkuverkfræði (MSc)
- Raforkuverkfræði (MSc)
- Rekstrarverkfræði (MSc)
- Verkfræði - með eigin vali (MSc)
- Verkfræði og tölvunarfræði (BSc + MSc)
- Vélaverkfræði (MSc)
Verkfræði og tölvunarfræði
Nemendur ljúka BSc- og MSc-námi í verkfræði og BSc-námi í tölvunarfræði og útskrifast með lögverndað starfsheiti sem verkfræðingur og lögverndað starfsheiti sem tölvunarfræðingur.
Áhersla á nýsköpun og frumkvöðlafræði
Háskólinn í Reykjavík býður upp á nýtt áherslusvið í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir meistaranema, þvert á deildir. Námskeiðunum er með mismunandi hætti ætlað að auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum.