Byggingarverkfræði MSc

Byggingaverkfræðingar taka þátt í uppbyggingu, stjórnun og rekstri á húsbyggingum, virkjunum, vegum, höfnum, háspennulínum og fleiri tegundum mannvirkja. Ákvarðanir um nýframkvæmdir, rekstur og förgun skipta miklu máli fyrir framtíðina og byggingaverkfræðingar hafa þar stóru hlutverki að gegna, til dæmis við að lágmarka áhrif mannvirkja á umhverfið.

Um námið

Á myndinni sést upp í loftið í HRHagnýt sérfræðiþekking

Í náminu býðst nemendum kostur á að afla sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Námið er 120 ECTS og tekur almennt fjórar annir. Hver nemandi velur sér námsgreinar og gerir einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara. Námsáætlunin samanstendur af skyldunámskeiðum, valnámskeiðum af viðkomandi fagsviði og tengdum greinum.

Byggt ofan á góðan grunn

Meistaranám í byggingarverkfræði er meðal annars hægt að byggja ofan á BSc-nám í verkfræði eða byggingartæknifræði.

Lokaverkefni

Nemendum stendur til boða að ljúka meistaraverkefni sem er annað hvort 30 eða 60 ECTS. Lokaverkefnin eru ýmist unnin innan HR eða hjá samstarfsaðilum háskólans. Innan byggingarsviðs verkfræðideildar eru unnar margvíslegar rannsóknir á til dæmis steinsteypu, álagi og jarðskjálftaþoli. Margar þessara rannsókna hafa vakið athygli út fyrir landsteinana.

Rannsóknarsetur í mannvirkjahönnun

Innan byggingarsviðs er starfrækt rannsóknarsetur í mannvirkjahönnun (Structural Engineering and Composites Laboratory) þar sem meðal annars er lögð áhersla á að efla fræðilegar rannsóknir á eðli og áhrifum umhverfistengds álags á byggingar og önnur mannvirki.

Steypa og byggingarefni: Dæmi um rannsóknarverkefni

 • Ofur-sterk steinsteypa (meira er 5-falt sterkari)
 • Notkun basaltstanga til styrktar steypu
 • Jarðskjálftagreining á byggingum
 • Skrið og niðurbeygja í steypu
 • Rýrnun og sprungumyndun
 • Rannsókn á notkun trefja í steyptum einingum
 • Áhrif basalttrefja til styrktar steypu
 • Umhverfisvæn steinsteypa
 • Af hverju er skrið meira í íslenskri steinsteypu?
 • Sjálfútleggjandi steinsteypa
 • Áhrif Kyoto sáttmálans á gæði sements
 • Alkalívirkni steinsteypu

Dæmi um önnur rannsóknarverkefni

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í meistaranámi í byggingarverkfræði geta sótt um starfsnám. Með starfsnámi auka nemendur þekkinguna, efla tengslanetið og öðlast þannig fyrirtaks undirbúning fyrir vinnumarkaðinn. Nemendur fá metnar einingar vegna starfsnámsins. Í meistaranámi er starfsnámið viðamikið eða 14 ECTS einingar og er á haustönn.

Þau fyrirtæki sem bjóða upp á starfsnám eru t.d.: Beka, Bjarg, Borgarverkfræðingur, Efla, Eik, Framkvæmdasýsla ríkisins, Ístak, Kópavogsbær, Landsvirkjun, Límtré Vírnet, Loftorka, Mannvirkjastofnun, Mannvit, Munk, Orkuveitan, Reitir, Samskip, Smellin, Vegagerðin, VSÓ, VHE og VSB.

Lifandi nám

Nemendur í byggingarverkfræði hljóta fræðilega undirstöðu og nota jafnframt þekkinguna til að leysa raunveruleg verkefni. Hér eru nokkur dæmi um blöndu fræða og hagnýtingar í náminu.

12+3 kerfið

Í grunnnámi og meistaranámi við verkfræðideild eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Lesa meira um CDIO - Conceive, Design, Implement, Operate

Samþætt verkefni

Nemendum býðst að vinna hagnýt, raunhæf verkefni þar sem markmiðið er að undirbúa þá fyrir atvinnulífið. Námskeiðið er umfangsmikið og vinnan dreifist á 12 vikur. Unnið er í hópum. Í MSc-námi í verkfræði ljúka nemendur námskeiðinu Samþætt verkefni I þar sem lögð er áhersla á hönnun, greiningu, nýsköpun og frumkvöðlafræði.

Skiptinám

Nemendur í meistaranámi geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Alþjóðaskrifstofa HR  veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

Að námi loknu

Starfsréttindi

Þegar nemendur hafa lokið MSc-gráðu í byggingarverkfræði, eftir grunnnám til BSc-gráðu, öðlast þeir starfsréttindi sem verkfræðingar. Meistaranámið í byggingarverkfræði er hægt að byggja ofan á grunnnám í verkfræði eða tæknifræði.

Starfsvettvangur

Byggingarverkfræðingar fást við störf tengd mótun umhverfis og mannvirkjagerð framtíðarinnar. Í því felst meðal annars hönnun, framkvæmdastjórnun og rekstur mannvirkja. Einnig má nefna umsýslu fasteigna, störf í fagtengdri stjórnsýslu á vegum ríkis og sveitafélaga, stjórnun og eftirlit í verktaka- og framleiðslufyrirtækjum.

Þeir fást einnig við umhverfismál, svo sem umhverfismat framkvæmda, endurvinnslu og förgun úrgangs og þróun á umhverfisvænum lausnum fyrir byggingariðnaðinn.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. 

Sjá fleiri myndir af aðstöðunni

Verkleg kennsla

Nemendur í meistaranámi hafa aðgang að rannsóknaraðstöðu SEL. Fjöldi verkefna á sviði mannvirkjahönnunar hafa verið unnin á þar síðastliðin ár. Mjög algengt  er að verkefnin séu unnin í samstarfi við fyrirtæki sem liður í þeirra vöruþróun.

Sjá myndbönd um rannsóknir í byggingaverkfræði við HR

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, Kaffitár, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í byggingarverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur og í góðum tengslum við atvinnulífið. Byggingarverkfræði heyrir undir byggingarsvið.

Kennarar

Aldís Ingimarsdóttir

Aldís Ingimarsdóttir

MSc

Kennir námskeið í jarðtækni og lagnahönnun. Einnig kennir hún jarðtækni, áfanga í vega- og gatnagerð, vatns og fráveitugerð og haft umsjón með sérverkefnum og lokaverkefnum á því sviði í byggingartæknifræði við HR. Aldís hefur verið við HR síðan árið 2007, fyrst sem stundakennari og svo fastráðin frá  hausti 2015. Aldís lauk MSc-prófi í byggingarverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1996. Eftir nám starfaði hún á verkfræðistofunni Fjölhönnun við gatna- og vegahönnun og ýmsa hönnun á sviði byggingarverkfræði. Hún var meðeigandi að Fjölhönnun 2000 til 2006 og tók þá þátt í stjórnun og rekstri fyrirtækisins. Aldís er umferðaröryggisrýnir sem er leyfi til að taka út vegamannvirki út frá umferðaröryggi, slíkt leyfi er gefið út af Samgöngustofu. Einnig er hún varaformaður Jarðtæknifélags Íslands (JTFÍ) en félagið er á mikilli sókn að auka þekkingu og áhuga á jarðtækni.
Eyþór Rafn Þórhallsson

Eyþór Rafn Þórhallsson

MSc, sviðsstjóri byggingasviðs

Kennir námskeið um efnisfræði byggingarefna. Eyþór kennir jafnframt efnisfræði og hönnun steinsteyptra mannvirkja og er leiðbeinandi með verkefnum í byggingafræði. Eyþór hefur kennt fjölda námskeiða á sviði hönnunar og burðarþols þá bæði í byggingatæknifræði og í meistaranámi í  byggingaverkfræði, jafnframt hefur hann verið leiðbeinandi við fjölda lokaverkefna á öllum brautum byggingasviðs, þ.e.a.s. iðnfræði, byggingafræði, tæknifræði og meistaranáms í verkfræði. Eyþór hefur mikla reynslu af burðarþolshönnun og framkvæmdum á mannvirkjum þá meðal annars á sviði íbúðarbygginga, verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, iðnaðarhúsnæðis og hönnun á vatnsaflsvirkjunum. Undanfarin ár hefur Eyþór staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á notkun basalttrefjabendingar í mannvirkjum og birt fjölda vísindagreina, sjá nánar á sel.ru.is. Eyþór lauk prófi í byggingatæknifræði frá TÍ 1984, próf í iðnrekstrarfræði við TÍ 1985 og MSc-prófi í byggingaverkfræði frá Heriot Watt, Skotlandi 1988 með áherslu á burðarvirki.
Jonas_Thor_Snaebjornsson

Jónas Þór Snæbjörnsson

PhD

Jónas er prófessor á byggingarsviði verkfræðideildar við Háskólann í Reykjavik. Hann hefur próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf frá Háskólanum í Washington (UW) í Seattle í Bandaríkjunum og doktorspróf frá NTNU í Þrándheimi í Noregi. Hann hefur einkum unnið að rannsóknum og kennslu á sviði aflfræði mannvirkja, jarðskjálftaverkfræði og vindverkfræði. Hann hefur tekið þátt í fjölda námskeiða, alþjóðlegra ráðstefna og verkefna á sínu fagsviði. Hann hefur starfað sem aðjúnkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, sem fræðimaður við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, sem vísindamaður við Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði og sem prófessor við Háskólann í Stafangri (UiS), Noregi. Hann er jafnframt gestaprófessor við báðar síðast töldu stofnanirnar.

Ólafur H. Wallevik

Ólafur H. Wallevik

PhD

Ólafur er prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auk þess að vera forstöðumaður grunnrannsókna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ólafur lauk doktorsprófi frá Tækniháskólanum í Þrándheimi (Norges Tekniske Hogskole) árið 1990. Hann er með MSc-gráðu í vélaverkfræði frá sama skóla og útskrifaðist sem smiður árið 1979. Sérsvið Ólafs í rannsóknum eru byggingarefni, byggingartækni og umhverfismál, efnistækni, flotfræði, steinsteypa og vöruþróun. Ólafur hefur í 25 ár helgar sig samnorrænum rannsóknarverkefnum, ráðgjöf og fyrirlestrum og er vel þekktur vísindamaður í heimi flotfræðinnar á Norðurlöndum.

Síðan hann lauk meistaraprófinu hefur Ólafur unnið með steinsteypu. Árið 1987 kynnti hann fyrstu útgáfu af seigjumæli (e. viscometer) sem nú er í notkun um allan heim. Ólafur hefur haldið námskeið um flotfræði í um 25 löndum. Hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín, þar á meðal frá Quebec Concrete Federation, ACI/Canmet, VFÍ, ásamt Nordic Concrete Federation Medal. Þá hlaut Ólafur Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2012.

Guðbrandur Steinþórsson

dósent - emeritus

599 6433

Kamal Henri Khayat

gestaprófessor


Rannsóknafólk

 • Vaiva Cypait

Doktorsnemar

 • Wassim Mansour

Skipulag náms MSc

Innritun

Gert er ráð fyrir að nemendur geti byrjað hvort sem er að vori eða hausti.

Einingar

MSc-nám í byggingarverkfræði er 120 ECTS og tekur almennt fjórar annir. Fullt nám telst 30 ECTS á önn. Flest námskeið eru 6-8 ECTS.

Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Kennslan er byggð á fyrirlestrum, verkefnavinnu og rannsóknarverkefnum. Lögð er áhersla á námskeið sem tengjast mannvirkjahönnun, steinsteyputækni og framkvæmdastjórnun.

Sérhæfing

Nemendur setja fram einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara sinn, ásamt því að sækja skyldukúrsa á viðkomandi áherslusviði.

Starfsréttindi

Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að BSc-námi loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi.

Skyldunámskeið

Fyrsta ár

Haustmisseri

 • T-801-RESM Aðferðafræði rannsókna (4ECTS)
 • BT-BYG-2013 Tré- og stálvirki II * (6ECTS)
 • Skilyrt val

 • Frjálst val

 • Skiptinám erlendis

* Ef nemandi lauk þessu námskeiði í BSc-námi þá þarf að taka skilyrt valnámskeið í staðinn.

Vormisseri

 • T-806-SST2 Steinsteypuvirki II (6 ECTS)
 • T-803-VERK Verkefnastjórnun og stefnumarkandi áætlunargerð (8 ECTS)
 • T-800-INT1 - Samþætt verkefni I (8 ECTS, kennt í 12 vikur) **
 • Frjálst val

** Samþætt verkefni víkur fyrir skiptinámi erlendis.

Annað ár

Haustmisseri

 • T-801-RESM Aðferðafræði rannsókna
 • Skilyrt val
 • Frjálst val
 • Starfsnám (14 ECTS)
 • Skiptinám erlendis
 • Lokaverkefni (30 eða 60 ECTS)

Vormisseri

 • T-800-INT1 - Samþætt verkefni I (8 ECTS, kennt í 12 vikur) **
 • Skilyrt val
 • Frjálst val
 • Starfsnám (14 ECTS)
 • Skiptinám erlendis
 • Lokaverkefni (30 eða 60 ECTS)

** Samþætt verkefni víkur fyrir skiptinámi erlendis.

Skilyrt valnámskeið

Haustmisseri

T-800-MATH - Diffurjöfnur og tölulegar aðferðir ***

BT-LOF-1003 - Loftræstitækni

T-806-Hag - Hagnýt verkefni

T-826-WIND - Vindálag á mannvirki

T-829-RANN - Rannsóknartengd verkefni

T-836-STEY - Steinsteypuvirki III

T-846-INDU - Concrete Technology for the Industry

T-848-ECOS - Sustainability and durability of concrete

Húsbyggingatækni

*** Nemendur sem koma úr BSc-námi í tæknifræði og hafa ekki tekið þetta námskeið í því námi eru skyldugir til að taka þetta námskeið.

Vormisseri

BT-FRS3003 – Framkvæmdastjórnun***

T-806-VAFR - Vatns- og fráveitur

T-806-UMFE - Umferðartækni og vegaframkvæmdir

T-806-SVEI - Sveiflugreining mannvirkja

T-822-JARH – Jarðskjálftaverkfræði

T-837-STAL - Stálvirki III

T-844-FEMM - Tölvustudd greining með einingaaðferð

T-845-UMHV - Sjálfbær verkfræði og umhverfið

Lífsferilsgreining (Life-Cycle-Cost analysis)

Fjölbreytt val

Fjöldi valnámskeiða er í boði, bæði innan verkfræðideildar og einnig úr námsframboði viðskiptadeildar og lagadeildar HR. Möguleg námskeið eru meðal annars:

 • Tölvustudd greining með smábútaaðferð
 • Vega - og gatnagerð II
 • Steinsteypuvirki II
 • Tré- og stálvirki II
 • Flotfræði sementsbundinna efna
 • Chemical Admixture for Concrete
 • Sustainability and durability of concrete
 • Concrete Technology for the Industry
 • Rannsóknatengt verkefni í steinsteyputækni
 • Rannsóknatengt verkefni í framkvæmdastjórnun
 • Rannsóknatengt verkefni í mannvirkjahönnun
 • Rannsóknartengt verkefni í byggingarverkfræði
 • Applied Project in Operations Research
 • Quality Management
 • Profitability Assessment and Financing
 • Verkefnastjórnun og stefnumarkandi áætlunargerð

Kennsluskrá

Það er hægt að lesa um námskeið í byggingarverkfræði í kennsluskrá HR á vefnum. Vinsamlega athugið að námskeið brautarinnar eru sett fram undir þremur flokkum:

 • MSc Byggingarverkfræði/steinsteyputækni
 • MSc Byggingarverkfræði/framkvæmdastjórnun
 • MSc byggingarverkfræði/mannvirkjahönnun

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

 • Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til 30. apríl - fyrir haustönn
 • Opið fyrir umsóknir frá 15. október til 5. desember - fyrir vorönn

Kröfur

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í verkfræði eða tæknifræði. Athugið að nemendur gætu þurft að bæta við sig námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Getum við aðstoðað?


Eva Sigrún Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri

Súsanna María B. Helgadóttir 

Skrifstofustjóri
Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei