MSc í mannvirkjahönnun

MSc in Civil Engineering/Structural Design

Námsbrautin býður upp á sérhæft nám í burðarþolshönnun, efnishönnun byggingarefna og eðlisfræðilegri hönnun bygginga. Skoða Rannsóknarsetur mannvirkjahönnunar - SEL.


Um námið

Helstu markmið námsbrautarinnar eru:

mannv.

 • Að nemendur öðlist aukinn fræðilegan bakgrunn til mannvirkjahönnunar.
 • Að nemendur nái færni með því að leysa raunhæf verkefni.
 • Að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun við lausn viðfangsefna.

Dæmi um rannsóknarverkefni:

 • Notkun basaltstanga til styrktar steypu
 • Jarðskjálftagreining á byggingum
 • Skrið og niðurbeygja í steypu
 • Styrkingar á steypuþversniðum með FRP
 • Tengingar á steyptum einingum
 • Rannsókn á loftun þaka
 • Þvingunarbending í steyptum þversniðum
 • Beiting og þróun markmiðshönnunar
 • Rannsókn á notkun trefja í steyptum einingum
 • Athugun á sveifluálagi fyrir samsett gólf
 • Jarðskjálftaþol lágreistra skerveggja í ljósi EC8


Inntökuskilyrði

Umsækjendur skulu hafa lokið BSc-prófi í tækni- eða verkfræði af byggingarsviði með góðum árangri.

Til að útskrifast með meistarapróf í verkfræði og geta hlotið leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þurfa nemendur að hafa lokið tilteknum lágmarksfjölda eininga í undirstöðugreinum og verkfræðigreinum (sjá www.vfi.is).

Námsbrautarstjórar leiðbeina nemendum sem hafa e.t.v. ekki tilskilinn undirbúning úr BSc-náminu um hvaða námskeiðum þeir þurfi að bæta við sig í undirstöðugreinum.


Skipulag náms

Kennslan er byggð á fyrirlestrum, verkefnavinnu og rannsóknarverkefnum. Námið er 120 ECTS, þar af getur meistaraverkefni verið 30 eða 60 ECTS.


Að námi loknu

Þegar nemendur hafa lokið MSc-gráðu í byggingarverkfræði, eftir grunnnám til BSc-gráðu, öðlast þeir starfsréttindi sem verkfræðingar. 

Meistaranámið í byggingarverkfræði er hægt að byggja ofan á grunnnám í verkfræði eða tæknifræði.

Starfsvettvangur

Byggingarverkfræðingar fást við störf tengd mótun umhverfis og mannvirkjagerð framtíðarinnar. Í því felst meðal annars hönnun, framkvæmdastjórnun og rekstur mannvirkja. Einnig má nefna umsýslu fasteigna, störf í fagtengdri stjórnsýslu á vegum ríkis og sveitafélaga, stjórnun og eftirlit í verktaka- og framleiðslufyrirtækjum. Þeir fást einnig við umhverfismál, svo sem umhverfismat framkvæmda, endurvinnslu og förgun úrgangs og þróun á umhverfisvænum lausnum fyrir byggingariðnaðinn.

 


Var efnið hjálplegt? Nei