Uppbygging náms í námsbrautinni Mannvirkjahönnun

Námið er 120 ECTS og spannar fjórar annir hjá nemendum í fullu námi.  Einnig er hægt að dreifa náminu yfir lengri tíma, t.d. ef námið er stundað samhliða starfi.  Nemendur sem lokið hafa meira en 180 ECTS í BSc námi sínu geta sótt um að fá hluta þess metið.

Uppbygging náms hjá hverjum og einum er ákveðin í einstaklingsbundinni námsáætlun. Flest námskeið eru 6-8 ECTS og tekur nemandi í fullu námi 4-5 námskeið á önn.  Meistaraverkefni er yfirleitt unnið á lokaönn (30 ECTS) en möguleiki er að fá að vinna umfangsmeira verkefni (60 ECTS) á tveimur önnum.

Yfirlitið að neðan sýnir dæmigerða uppbyggingu náms fyrir nemanda sem byrjar í fullu námi á haustönn. Skyldunámskeið eru rannsóknaaðferðir I og II og FEM-geining burðarvirkja, jafnframt skal nemandi taka að minnsta kosti 75% af sínum ECTS einingum af námskeiðum innan námsbrautar mannvirkjahönnunar. Val M.Sc verkefnis þarf að vera í framhaldi af vali námskeiða. Sjá nánar í reglum um meistaranám.  Lýsingar á efni námskeiða er að finna í  kennsluskrá.

  Fyrra ár   Seinna ár
 Haust
 • Byggingaefnisfræði
 • Steinsteypuvirki
 • Rannsóknaraðferðir I
 • Burðarþols og sveiflufræði
 • Valnámskeið*
 • Jarðskjálftahönnun
 • Grundun mannvirkja
 • Rannsóknaraðferðir II
 • Rannsóknartengd verkefni
 • Valnámskeið*
 Vor
 • Tré- og stálvirki
 • FEM-greining burðarvirkja
 • Form og fegurð, arkitektúr & verkfræði
 • Plastísk hönnun burðarvirkja
 • Rannsóknartengd verkefni
 • Valnámskeið*
 
 • Meistaraverkefni 30 ECTS

*Fjöldi valnámskeiða er í boði, bæði innan tækni- og verkfræðideildar og einnig úr námsframboði viðskiptadeildar og lagadeildar HR.

Hægt er að stunda skiptinám í 1-2 annir við einn af fjölmörgum samstarfsskólum HR og eru nemendur hvattir til að nýta sér það.


Var efnið hjálplegt? Nei