MSc í steinsteyputækni

MSc in Civil Engineering/Concrete Technology

Sérhæft nám í efnis- og endingarhönnun steinsteypu.


Um námið

Helstu markmið námsbrautarinnar eru:

 • Að nemendur öðlist aukinn fræðilegan bakgrunn um uppbyggingu og endingu sementsbundinna efna
 • Að nemendur nái færni með því að leysa raunhæf verkefni og að beita gagnrýnni hugsun við lausn viðfangsefna
 • Alþjóðlegt nám  undir leiðsögn prófessora sem eru í fremstu röð á sínu sviði

Dæmi um rannsóknarverkefni:

Áhrif basalttrefja til styrktar steypu
Umhverfisvæn steinsteypa
Af hverju er skrið meira í íslenskri steinsteypu
Sjálfútleggjandi steinsteypa
Ofur-sterk steinsteypa (meira er 5 falt sterkari)
Rýrnun og sprungumyndun
Áhrif Kyoto sáttmálans á gæði sements
Alkalívirkni steinsteypu

Kennarar námsbrautar í steinsteyputækni

Umsjón: Ólafur H. Wallevik olafurw@ru.is

Próf. Ólafur H. Wallevik, RU 
Próf. J. Walraven, TU-Delft
Próf. J. Stark, Weimar
Próf.  D. Hooton, Toronto
Próf. M. Collepardi, Italy
Próf. H.M. Jennings, NWU
Próf. K. Khayat, Kanada
Próf. B. Wigum, Mannvit
Próf. L-O Nilson, TU Lund
Dr. J.E. Wallevik, Ísland

Inntökuskilyrði

Umsækjendur skulu hafa lokið BSc-prófi í tækni- eða verkfræði af byggingarsviði með góðum árangri.

Til að útskrifast með meistarapróf í verkfræði og geta hlotið leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þurfa nemendur að hafa lokið tilteknum lágmarksfjölda eininga í undirstöðugreinum og verkfræðigreinum (sjá www.vfi.is).

Námsbrautarstjórar leiðbeina nemendum sem hafa e.t.v. ekki tilskilinn undirbúning úr BSc náminu um hvaða námskeiðum þeir þurfi að bæta við sig í undirstöðugreinum.

Nemendur sem lokið hafa fleiri en 180 ECTS í BSc námi sínu geta sótt um að fá hluta umframeininganna metnar inn í meistaranámið.


Skipulag náms

Uppbygging náms:

 • 2 ár, 120 ECTS (30 ECTS/önn)
 • 30-60-90 ECTS námskeið (flest námskeið 3 eða 6 ECTS)
 • 30-60-90 ECTS meistaraverkefni
 • Nám má stunda sem fullt nám eða dreifa yfir meira en 2 ár (t.d. samhliða starfi)

Kennslan er byggð á fyrirlestrum, verkefnavinnu og rannsóknarverkefnum.  Námið er 120 ECTS, þar af getur meistaraverkefni verið 30, 60 eða 90 ECTS. Lýsingar á efni námskeiða er að finna í kennsluskrá.

Námskeið námsbrautarinnar:

 • Steinsteypufræði fyrir iðnaðinn
 • Ending steinsteypu
 • Flotfræði og framleiðsla steypu
 • Steinsteypufræði I & II
 • Íblöndunarefni fyrir steinsteypu
 • Ólínuleg hreyfifræði vökva
 • Byggingareðlisfræði
 • Rannsóknaaðferðir I & II
 • Rannsóknatengd verkefni
 • Valnámskeið af öðrum MSc námsbrautum


Að námi loknu

MSc prófgráður og starfsréttindi
Þeir sem vilja útskrifast með prófgráðu sem uppfyllir kröfur Verkfræðingafélags Íslands um leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur, þ.e. MSc-próf í verkfræði, þurfa að hafa lokið tilteknum lágmarksfjölda eininga í undirstöðugreinum og verkfræðigreinum sjá http://www.vfi.is/

Sviðsstjórar hvers sviðs fyrir sig leiðbeina nemendum sem þurfa etv. að bæta við sig námskeiðum í undirstöðugreinum.


Hafðu samband

Frekari upplýsingar fást hjá skrifstofu deildarinnar tvd(hja)ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei