Orkuverkfræði MSc

Við Íslenska orkuháskólann (Iceland School of Energy) er boðið upp á tvær námsbrautir á meistarastigi þar sem endurnýjanlegir orkugjafar og nýting þeirra er í forgrunni.  

 • MSc-gráða í orkuverkfræði er ætluð þeim sem hafa lokið grunnnámi í verkfræði eða tæknifræði
 • MSc-gráða í orkuvísindum er fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi í öðrum greinum. 

• Horfa á kynningarfund um meistaranám við verkfræðideild

Um námið

JarðhitasvæðiFullt nám er yfirleitt 24 mánuðir að lengd. Það er skipulagt í samvinnu tækni- og verkfræðideildar HR, Orkuveitu Reykjavíkur og Íslenskra orkurannsókna auk þess em fjöldi fyrirtækja tekur þátt í gegnum kennslu og rannsóknir. 

Námið er hægt að sníða eftir hverjum og einum nemanda, eftir því hvaða starfsvettvang viðkomandi stefnir á. Nemendur vinna náið með leiðandi sérfræðingum og fyrirtækjum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. 


Nemendur geta sérhæft sig á hinum ýmsu sviðum orkuiðnaðarins og vinna að hagnýtum verkefnum í nánu samstarfi við fyrirtæki. Einnig er hægt að taka hluta námsins í starfsnámi. Nemendum gefst tækifæri á að stunda rannsóknir á sviðum jarðvarma, vindorku, háspennutækni, snjallnetum og raforkukerfum. Til að öðlast full starfsréttindi sem verkfræðingar þurfa nemendur að hafa lokið grunnnámi (BSc) í verkfræði eða tengdum greinum og tveggja ára meistaranámi (MSc). MSc-nám í orkuvísindum (MSc Sustainable Energy)

Meistaranemum í orkuvísindum gefst tækifæri til að auka við sig þekkingu og reynslu á sviði jarðvarma, orkutækni og fjármögnun. Námið hentar einnig mjög vel þeim nemendum sem ekki hafa bakgrunn í verkfræði. Þeir nemendur geta öðlast umtalsverða almenna tæknikunnáttu án þess að þurfa að hafa bakgrunn í stærðfræði eða raunvísindum.

Að námi loknu

Hönnun, upplýsingatækni og margvísleg úrlausn verkefna

Nemandi sem sérhæfir sig innan raforku getur unnið að margvíslegum verkefnum hjá fyrirtækjum sem reka raforkukerfi á Íslandi eins og Orkuveitu Reykjavíkur, Landsneti, Landsvirkjun, Orkubúi Vestfjarða og RARIK, eða hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem koma að hönnun, vinnu við uppsetningu eða viðhaldi raforkukerfisins.

Orkuverkfræðingar eru einnig eftirsóttir hjá hinum stærri notendum raforku eins og álverunum þar sem mörg úrlausnarefni snúa að raforkukerfum sem þessir notendur reka sjálfir. Þeir sinna auk þess fjölbreyttum tækni- og stjórnunarstörfum innan fyrirtækja sem leysa margþætt verkefni allt frá róbótafræði og tölvuþjónustu til samskipta- og upplýsingatækni.

Starfsréttindi sem verkfræðingur

Þegar nemendur hafa lokið MSc-gráðu í orkuverkfræði, eftir grunnnám til BSc-gráðu, öðlast þeir starfsréttindi sem verkfræðingar. Meistaranámið í orkuverkfræði er hægt að byggja ofan á grunnnám í verkfræði eða tæknifræði.

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í verkfræði við HR geta sótt um starfsnám. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.

Skipulag MSc

Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að BSc-námi loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi. 

Sérhæfing og einstaklingsmiðað nám

Í framhaldsnámi afla nemendur sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Nemendur gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við leiðbeinanda, allt eftir áhugasviði. Námið er rannsóknartengt og getur nemandinn valið að nýta sér það til umtalsverðrar sérhæfingar.

MSc - 120 einingar - 2 ár

Flest námskeið eru kennd í 12 vikur, en í lok hverrar annar er eitt námskeið kennt í 3 vikur.

MSc. 1. ár  
Haust Vor
 • Gagnanám og vitvélar
 • Energy Field School (námsferð)
 • Valnámskeið
 • Valnámskeið - þriggja vikna námskeið                      
 • Aðferðarfræði rannsókna   
 • Valnámskeið
 • Valnámskeið - þriggja vikna námskeið                              
MSc 2. ár  
Haust Vor
 • MSc lokaverkefni (fyrri hluti)                           
 • MSc lokaverkefni (seinni hluti)                        


Valnámskeið í MSc orkuverkfræði

Valnámskeiðum er ætlað að auka skilning og undirbúa rannsóknarefni nemandans. Nemendum er sérstaklega bent á starfsnám og á fjölbreytt úrval valnámskeiða við Íslenska orkuskólann (Iceland School of Energy).

Meistaraverkefni

Meistaraverkefni í orkuverkfræði er 60 einingar, unnið á lokaári. Valnámskeiðum er ætlað að auka skilning og undirbúa rannsóknarefni nemandans.

Skiptinám og starfsnám

Nemendur geta sótt um starfsnám (12 einingar) á vorönn. Nemendur geta sótt um skiptinám á haust- eða vorönn.

Annað

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í rafmagnsverkfræði hafa aðgang að rafeindatæknistofu. Auk þess hafa þeir aðgang að efnafræðistofu og í sumum tilvikum aðstöðu í kjallara háskólabyggingarinnar fyrir stærri verkefni. Vísindamenn við véla- og rafmagnssvið eru jafnframt með rannsóknarstofur þar sem framkvæmdar eru tilraunir.

Orkutæknistofa
OrkutaeknistofaÍ orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn verkstæðis eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

Rafeindatæknistofa

Lab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Adstadan_bokasafnVerslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Iceland School of Energy

Upplýsingar um þessar námsbrautir er á vef Iceland School of Energy

Getum við aðstoðað?

Hafðu samband og bókaðu fund hjá okkur: rmorgang@ru.is

Inntökuskilyrði

MSc í orkuverkfræði

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í orkuverkfræði. Hafi nemandi annan bakgrunn getur viðkomandi þurft að bæta við námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Umsóknarfrestur

 • Frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn
 • Frá 15. október til og með 5. desember - fyrir vorönn

Getum við aðstoðað?

Eva Sigrún Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri - MSc verkfræði

599 6497
evasigrun(hja)ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei