Orkuverkfræði MSc

Við Íslenska orkuháskólann (Iceland School of Energy) er boðið upp á tvær námsbrautir á meistarastigi þar sem endurnýjanlegir orkugjafar og nýting þeirra er í forgrunni.  

  • MSc-gráða í orkuverkfræði er ætluð þeim sem hafa lokið grunnnámi í verkfræði eða tæknifræði
  • MSc-gráða í orkuvísindum er fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi í öðrum greinum. 

Um námið

JarðhitasvæðiFullt nám er yfirleitt 18 mánuðir að lengd. Það er skipulagt í samvinnu tækni- og verkfræðideildar HR, Orkuveitu Reykjavíkur og Íslenskra orkurannsókna auk þess em fjöldi fyrirtækja tekur þátt í gegnum kennslu og rannsóknir. 

Námið er hægt að sníða eftir hverjum og einum nemanda, eftir því hvaða starfsvettvang viðkomandi stefnir á. Nemendur vinna náið með leiðandi sérfræðingum og fyrirtækjum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. 

MSc-nám í orkuverkfræði (MSc Sustainable Energy Engineering)

Nemendur geta sérhæft sig á hinum ýmsu sviðum orkuiðnaðarins og vinna að hagnýtum verkefnum í nánu samstarfi við fyrirtæki. Einnig er hægt að taka hluta námsins í starfsnámi. Nemendum gefst tækifæri á að stunda rannsóknir á sviðum jarðvarma, vindorku, vélaverkfræði og umhverfisáhrifa. Til að öðlast full starfsréttindi sem verkfræðingar þurfa nemendur að hafa lokið grunnnámi (BSc) í verkfræði eða tengdum greinum og tveggja ára meistaranámi (MSc). 

MSc-nám í orkuvísindum (MSc Sustainable Energy)

Meistaranemum í orkuvísindum gefst tækifæri til að auka við sig þekkingu og reynslu á sviði jarðvarma, orkutækni og fjármögnun. Námið hentar einnig mjög vel þeim nemendum sem hafa bakgrunn í fjármálum, viðskiptafræði, stjórnmálafræði og lögfræði. Þeir nemendur geta öðlast umtalsverða almenna tæknikunnáttu án þess að þurfa að hafa bakgrunn í stærðfræði eða raunvísindum.

Skipulag náms

Þessar námsbrautir byggjast að stórum hluta á valfögum en til einföldunar er hér búið að taka saman dæmi um áherslulínur:

Jarðvarmi  Nýsköpun Norðurslóðir Orkulöggjöf og stefnumótun  Viðskipti og stjórnun
Jarðvarmanámskeið eru kennd í samstarfi við nokkra færustu sérfræðinga heims á sviði jarðvarma.  Sérhæfð námskeið á sviði nýsköpunar. Hægt er að leggja áherslu á Norðurslóðarfræði. Viðfangsefni eru m.a. á sviði orku, innviða og samskipta tengdra þjóða. Nemendur fá þekkingu á tæknihluta þeirra vandamála sem stjórnvöld standa frammi fyrir. Þeir standa því framarlega þegar kemur að umræðu um orkustefnu. Nemendum býðst mikill fjöldi námskeiða sem lúta að stjórnun og fjármögnun. 
Nemendur kynnast helstu aðferðum við skimun jarðvarma og nýtingu. Mjög mikið er af verklegum æfingum og fer námið að einhverju leyti fram í húsakynnum ÍSOR. Nemendur fá reynslu af stofnun og starfsemi nýsköpunarfyrirtækja innan orkugeirans.  Mikið og gott samstarf er við Arctic Circle ráðstefnuna sem haldin er árlega í Reykjavík.  Fjölmörg málþing eru haldin í samstarfi við ýmsar stofnanir og fyrirtæki. Með því að blanda saman tæknigreinum og námi í stjórnun gefast tækifæri innan orkufyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis.

Iceland School of Energy

Upplýsingar um þessar námsbrautir er á vef Iceland School of Energy

Getum við aðstoðað?

Hafðu samband og bókaðu fund hjá okkur: rmorgang@ru.is


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei