Raforkuverkfræði MSc

Flutningur og framleiðsla raforku er afar mikilvægt viðfangsefni fyrir íslenskt samfélag. Daglegt líf okkar og rekstur fyrirtækja veltur á því að flutningur raforku sé öruggur og framleiðsla rafmagns stöðug. Raforkukerfi taka örum breytingum og það er nauðsynlegt að rafmagnsverkfræðingar framtíðarinnar séu vel í stakk búnir til að takast á við þær.

Um námið

_00A2440-copy

Framleiðsla og flutningur orku

Rafmagnsverkfræði fjallar um uppbyggingu og rekstur raforkukerfa og framleiðslu raforku. Einnig fæst greinin við flutning orkunnar og hvernig hægt er að uppfylla kröfur um samfellda en breytilega raforkunotkun árið um kring. Rafmagnsverkfræði fjallar líka um það hvernig einstakir kerfishlutar eru byggðir upp, hvaða kröfur þarf að gera til þeirra og ekki síst hvernig þeir vinna saman sem ein heild á sem bestan og hagkvæmastan hátt.

Tvöföld gráða frá HR og Aalto-háskóla í Finnlandi

Nemendur geta lokið tvíþættri háskólagráðu í rafmagnsverkfræði í samstarfi við hinn virta tækniháskóla Aalto í Finnlandi.

Verklegt hönnunarnámskeið

MSc-nemar í rafmagnsverkfræði ljúka þverfaglegu hönnunarnámskeiði þar sem þeir takast á við smíði flókinna kerfa. Þar þurfa þeir að leysa erfið verkefni með nemendum úr öðrum tæknigreinum. Dæmi um viðfangsefni eru sjálfráða kafbátur, snjallnet og raforkuflutningskerfi, rauntímarekstur raforkukerfa og raforkugæði, gönguróbot, hlustunardufl og eldflaug.

Starfsnám 

Nemendur geta sótt um starfsnám, en þannig auka þeir þekkingu sína á viðfangsefnum rafmagnsverkfræðinnar og öðlast góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Nemendur fá metnar einingar vegna starfsnámsins. Í meistaranámi er starfsnámið viðamikið eða 14 ECTS einingar og er á haustönn.

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Actavis • Arion banki • Blóðbankinn • EFLA • Elkem • Fjármálaráðuneytið • Hjartavernd • ÍSOR • Ikea• Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Marorka • Olís • Orkuveitan • Raförninn • Samskip • Securitas • Skipti (Síminn og Míla) • Sjóvá • Verkís • Vodafone • Össur

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

Að námi loknu

Hönnun, upplýsingatækni og margvísleg úrlausn verkefna

Nemandi sem sérhæfir sig innan raforku getur unnið að margvíslegum verkefnum hjá fyrirtækjum sem reka raforkukerfi á Íslandi eins og Orkuveitu Reykjavíkur, Landsneti, Landsvirkjun, Orkubúi Vestfjarða og RARIK, eða hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem koma að hönnun, vinnu við uppsetningu eða viðhaldi raforkukerfisins.

Rafmagnsverkfræðingar eru einnig eftirsóttir hjá hinum stærri notendum raforku eins og álverunum þar sem mörg úrlausnarefni snúa að raforkukerfum sem þessir notendur reka sjálfir. Þeir sinna auk þess fjölbreyttum tækni- og stjórnunarstörfum innan fyrirtækja sem leysa margþætt verkefni allt frá róbótafræði og tölvuþjónustu til samskipta- og upplýsingatækni.

Starfsréttindi sem verkfræðingur

Þegar nemendur hafa lokið MSc-gráðu í rafmagnsverkfræði, eftir grunnnám til BSc-gráðu, öðlast þeir starfsréttindi sem verkfræðingar. Meistaranámið í rafmagnsverkfræði er hægt að byggja ofan á grunnnám í verkfræði eða tæknifræði.

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í verkfræði við HR geta sótt um starfsnám. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í rafmagnsverkfræði hafa aðgang að rafeindatæknistofu. Auk þess hafa þeir aðgang að efnafræðistofu og í sumum tilvikum aðstöðu í kjallara háskólabyggingarinnar fyrir stærri verkefni. Vísindamenn við véla- og rafmagnssvið eru jafnframt með rannsóknarstofur þar sem framkvæmdar eru tilraunir.

Orkutæknistofa
OrkutaeknistofaÍ orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn verkstæðis eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

Rafeindatæknistofa

Lab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Adstadan_bokasafnVerslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar 

Nemendur í rafmagnsverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. Rafmagnsverkfræði heyrir undir véla- og rafmagnssvið

Ágúst Valfells

Ágúst Valfells

PhD

Ágúst kennir einkum áfanga á sviði varmafræði, rafmagnsfræði og orkuvísinda. Ágúst leggur áherslu á að nemendur tileinki sér sterkan fræðilegan grunn sem er svo prófaður og treystur í sessi með verklegum æfingum, s.s. heimatilraunum og hönnunarverkefnum. Rannsóknir Ágústar eru tvíþættar. Annars vegar snúa þær að lofttómsrafeindakerfum, einkum hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum. Hins vegar lúta þær að sjálfbærri orku, og þá sérstaklega að notkun aðferða aðgerðarrannsókna í rekstri jarðhitakerfa. Ágúst lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ. Í framhaldsnámi lagði hann aðallega stund á rannsóknir á aflmiklum örbylgjum. Hann hlaut PhD í kjarnorkuverkfræði frá University of Michigan árið 2000.

Baldur

Baldur Þorgilsson

MSEE

Baldur kennir námskeið á sviði rafeindatækni, véleindatækni og heilbrigðstækni sem fjalla t.d. um nema, magnara, örgjörva, forritun, mótorstýringar og mælingar á hreyfingum líkamans. Auk þess að kenna við HR er hann með annan fótinn í iðnaðinum þar sem hann hefur komið að nokkrum frumkvöðlafélögum. Baldur er rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1982, tæknifræðingur frá Odense Teknikum 1987 og rafmangsverkfræðingur frá DTH 1992. Baldur starfaði hjá Bruel og Kjær í Danmörku og á Eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans, Kine ehf og Pi Verkfræðiþjónustu. Hann hefur verið virkur í félagssörfum sem tengjast sviðinu, m.a. verið meðstofnandi að Heilbrigðistæknifélagi Íslands, setið í ýmsum stjórnum innan SI er varða frumkvöðlafyrirtæki.
Mohamed

Mohamed F. Abdel-Fattah

PhD

Mohamed kennir námskeið sem tengjast rafmagns- og orkuverkfræði svo sem Raforkukerfi I, Kraftrafeindatækni II, Greiningu rafrása, Hönnun rása og Samþætt verkefni í raforkuverkfræði. Í kennslu leggur Mohamed áherslu á að kynna raunveruleg viðfangsefni fyrir nemendum til að ná jafnvægi milli fræða og verklegrar þjálfunar. Rannsóknir hans snúast um vernd raforkukerfa þar með talin staðsetning og greining jarðbilunar í háspennukerfum, sjálfslökkvandi ljósboaga í jarðbilun og þróun á verndarbúnaði sem byggir á kvikri svörun. Mohamed hlaut PhD-gráðu árið 2006 frá Zagazig University í Egyptalandi í raforkuverkfræði þar sem hann rannsakaði hraðvirkan verndarbúnað. Árið 2007 var hann ráðinn til Aalto University í Finnlandi við raforkurannsóknir, til að sinna kennslu og sem nýdoktor á sviði verndarbúnaðar með kvika hegðun (2007-2009). Að því loknu starfaði hann sem rannsakandi við snjallkerfi og orkumarkaði (“smart grids and energy markets”) verkefnið á árunum 2009-2014, með það að markmiði að þróa snjallt flutningskerfi sem getur lagað sig sjálft.
Ingunn-Gunnarsdóttir

Ingunn Gunnarsdóttir

Cand. Scient.

Kennir stærðfræði; stærðfræðigreiningu, línulega algebru og tölulega greiningu. Í kennslu leggur Ingunn áherslu á að nemendur öðlist sterkan fræðilegan grunn í stærðfræði sem þeir geta nýtt sér í hinum ýmsu viðfangsefnum verkfræðinnar. Ingunn vill að nemendur öðlist góðan skilning á námsefninu og geti beitt stærðfræðilegri röksemdarfærslu við lausn á verkefnum. Og svo er allt í lagi að hafa stundum gaman. Ingunn notar mikið stutta myndbandsfyrirlestra í kennslunni sem nemendur geta horft á ítrekað ef þeir þess óska. Ingunn lærði stærðfræði í Roskilde Universitet í Danmörku, lokaverkefni hennar fjallaði um breytingar í blóðfræði í augum einstaklinga með sykursýki.
Joseph-Timothy-Foley

Joseph Timothy Foley

PhD

Joseph Timothy Foley (MIT BSc ‘99, MEng, ‘99, PhD ‘07) previously worked at iRobot's Government and Industrial division designing and building shape-changing robots. At Reykjavik University, he focuses on Mechatronics and Mechanical Design for teaching. His research interests include Axiomatic Design, aircraft maintenance, product design, embedded smart devices, wireless communication, physical security, and engineering-artist collaborations.
Jón-Gudnason

Jón Guðnason

PhD

Kennir námskeið á sviði merkjafræði, kerfisfræði, mynsturgreiningar og tölvugreindar. Hann hefur einnig tekið þátt í að skipuleggja og halda námskeið á sviði sjálfráða vélmenna og tölvusjónar. Rannsóknir Jóns fjalla um að beita merkja- og mynsturgreiningaraðferðum við að greina mælt mál og rödd. Hagnýtar niðurstöður þessara rannsókna felast til dæmis í að tölvur geta skilið mælt mál og greint hver sé að tala. Jón starfar meðal annars með Isavia, Tern Systems, Alþingi, Landspítalanum og Google við að greina raddir og skilja.  Jón er rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá HÍ (BSc 1999 og MSc 2000) með sérhæfingu í merkjafræði og talgreiningu frá Imperial College London (PhD 2007).
Default.aspx

Ragnar Kristjánsson

PhD

Kennir námskeið á sviði raforku sem m.a. fjalla um uppbyggingu, líkanagerð og rekstur raforkukerfa. Einnig er hermun raforkukerfa, gæði raforku og snjallnet umfjöllunarefni í þessum námskeiðum. Hann leggur mikla áherslu á að nemendur fái tækifæri til að takast á við raunhæf verkefni og kennir sérstök námskeið („Hagnýt verkefni“)  vor og haust sem hafa það að markmiði. Hann hefur umsjón með starfsnámi og lokaverkefnum rafmagnstæknifræðinga á raforkusviði og er jafnframt námsbrautarstjóri rafmagnstæknifræðinnar. Ragnar hefur auk þess yfirumsjón með nýrri raforkulínu í meistaranáminu, kennir þar námskeið og er leiðbeinandi í meistaraverkefnum. Rannsóknir snúa einkum að  áreiðanleikagreiningu raforkukerfa í rauntíma, snjallnetum og líkanagerð raforkukerfa en einnig rannsóknir á áhrifum jarðstrengja á raforkukerfi. Ragnar lauk MSc-prófi  í raforkuverkfræði  frá Tækniháskóla  Danmerkur (DTU ) 1998 og PhD-gráðu frá sama skóla 2001. Doktorsverkefnið fjallaði um raforkugæði, líkanagerð raforkukerfisins á hærri tíðnum og notkun þess til að þróa aðferðir til að staðsetja truflanir. Hann hefur 15 ára reynslu af hönnun og uppsetningu raforkukerfa og búnaðar s.s. háspennulína, jarðstrengja, tengivirkja,  og  launaflsvirkja, bæði sem starfsmaður dreifiveitunnar NESA A/S í Kaupmannahöfn samhliða PhD-námi og sem verkfræðingur og verkefnastjóri í verkefnum bæði hér heima og erlendis, síðast sem sviðstjóri Raforkusviðs hjá  Verkfræðistofunni EFLU.

Sigurður Freyr Hafstein

Sigurður Freyr Hafstein

PhD

Kennir stærðfræði og tölfræði; Stærðfræðigreiningu, Tölulega Greiningu, Hlutafleiðujöfnur, Línuleg Kvik Kerfi, Tölfræði I og Tölfræði II. Í kennslunni leggur hann áherslu á að nemendur tileinki sér stærðfræðilegan þankagang og röksemdarfærslu. Sigurður er sérfræðingur í kvikum kerfum, tölulegri greiningu, diffurjöfnum og stýrikerfum og rannsóknir hans snúast að mest um hönnun og þróun algríma í kvikum kerfum. Hann hefur að auki fengist við rannsóknir, forritun og þróun herma fyrir jarðskjálftalíkön og umferðahermi fyrir hraðbrautakerfið í Þýskalandi. Sigurður lauk doktorsnámi í stærðfræði við Gerhard-Mercator Háskólann í Duisburg í Þýskalandi árið 2002, þar sem hann hannaði algrím til reikninga á orkufellum, svokölluðum Lyapunovföllum. 

Slawomir

Slawomir Koziel

PhD

Kennir námskeið í rafmagnsverkfræði, þar á meðal rásagreiningu, hönnun rása og rafeindatækni, og verkfræðilega bestun. Slawomir Koziel lauk MSc- og PhD-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Gdansk, Póllandi árin 1995 og 2000. Hann lauk jafnframt MSc-gráðum í kennilegri eðlisfræði og í stærðfræði árin 2000 and 2002 ásamt PhD-gráðu í stærðfræði árið 2003 frá Háskólanum í Gdansk. Slawomir er prófessor við tækni- og verkfræðideild HR. Rannsóknarsvið hans eru töluleg líkanagerð og bestun, tölvustudd hönnun, sem og staðgöngumiðuð bestun reiknifrekra hermunarlíkana með hagnýtingu í hönnun örbylgjukerfa og loftneta, flugvélaverkfræði, vökvaaflfræði og öðrum greinum.

Aðrir kennarar 

 • Stanislav Ogurtsov - stundakennari

 • Adrian Bekasiewicz – stundakennari

 • Hjörtur Jóhannsson - stundakennari 

Fyrir utan ofangreinda fræðimenn koma að kennslu í rafmagnsverkfræði kennarar í stærðfræði og eðlisfræði, umsjónarmenn verkstæða og fjöldi stundakennara.

Skipulag náms

Aukin sérfræðiþekking

Í framhaldsnámi býðst nemendum kostur á að afla sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar.

Einingar

Námið er 120 ECTS og tekur almennt fjórar annir. Fullt nám telst 30 ECTS á önn. Flest námskeið eru 6-8 ECTS.

Lengd náms

Námið tekur yfirleitt fjórar annir.

Einstaklingsmiðuð námsáætlun

Hver nemandi velur sér námsgreinar og gerir einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara sinn, ásamt því að sækja skyldukúrsa á viðkomandi áherslusviði. Námið er rannsóknartengt og getur nemandinn valið að nýta sér það til umtalsverðrar sérhæfingar.

Samþætt verkefni

Nemendur í meistaranámi í rafmagnsverkfræði sækja þverfaglegt hönnunarnámskeið (Samþætt verkefni, 8 ECTS) þar sem unnið er að hönnun og smíði flókinna kerfa. Einnig er lögð áhersla á nýsköpun, frumkvöðlafræði og þróun viðskiptaáætlana fyrir hugmynd og útfærslu afurðar verkefnisins. Dæmi um viðfangsefni námskeiðsins eru: snjallnet og raforkuflutningskerfi og rauntímarekstur raforkukerfa og raforkugæði.

Skiptinám og starfsnám

Nemendur geta sótt um skiptinám á 1., 2. eða 3. önn. Nemendum stendur jafnframt til boða að taka 14 ECTS starfsnám.

Námsáætlun

Í boði eru námskeið sem styðja vel við sérhæfingu í raforku og raforkukerfum s.s. Rekstur og líkanagerð raforkukerfa, Háspennutækni, Stöðugleiki og stýring raforkukerfa, Varnir raforkukerfa og Kraftrafeindatækni.


  Haust  Vor 
Fyrra ár
 • High voltage engineering (Háspennutækni)
 • Power system operation (rekstur raforkukerfa)
 • Elective (val)
 • Power Electronics* (Kraftrafeindatækni)
 • Research Methods I
 • Smart-Grids in sustainable energy systems (Snjallnet og sjálfbær raforkukerfi)
 • Stability and Control in Electric Power Systems (Stöðugleiki og stjórnun Raforkukerfa)
 • Integrated project CD og CDIO (Samþætt verkefni I)
 • Elective (Val)

 

Seinna ár

 

 • Electives, Thesis, Internship or Exchange studies (Valnámskeið, Meistaraverkefni, Starfsnám eða skiptinám)

 

 • Lokaverkefni

*Kennt á þriggjavikna tímabilinu

HR og Aalto

"Double degree"

Háskólinn í Reykjavík býður nú upp á tvíþætta gráðu (e. double degree) í rafmagnsverkfræði í samstarfi við Aalto-háskóla í Finnlandi.

 • Tveggja ára nám, 120 ECTS.

 • Nemendur þurfa að klára tvær annir í hvorum skóla fyrir sig.

 • Klára þarf 60 ECTS frá hvorum skóla, þar af 30 ECTS vegna mastersritgerðar með leiðbeinendum frá báðum skólum. 

 • Vinsamlega hafið samband við Mohamed Abdelfattah: abdelfattah@ru.is, lektor við verkfræðideild til að fá frekari upplýsingar.

Mynd sem sýnir inn í Aalto háskóla

Inntökuskilyrði

MSc í raforkuverkfræði

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í verkfræði eða tæknifræði. Athugið að nemendur gætu þurft að bæta við sig námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Umsóknarfrestur

Fyrir vorönn: 15. október - 5. desember

Fyrir haustönn: Frá 5. febrúar til 30. apríl

Getum við aðstoðað?


Eva Sigrún Guðjónsdóttir


Verkefnastjóri 


Var efnið hjálplegt? Nei