Viðskiptafræði

Yfirlit yfir meistaranám

Af hverju meistaranám í viðskiptafræði?

Þrjár annir

Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn. Undantekning er MBA-nám sem er tvö ár.

Þróað með atvinnulífinu

Meistaranám við viðskiptadeild HR er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki.

Alþjóðleg sýn

Námskeið eru ýmist kennd af íslenskum eða erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennsla er nánast öll á ensku. 

Námsbrautir

MSc-gráða eða viðbótargráða á meistarastigi

Meistaranám við viðskiptadeild HR er 90 einingar. Hægt er að velja á milli þess að taka MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi:

  • Námi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð
  • Í meistaranámi til viðbótargráðu er ekki skrifuð lokaritgerð heldur er 30 einingum lokið í valfögum eða starfsnámi.

Nemandi stendur á gangi í HRSamfélagsleg ábyrgð

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda sem var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.


Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Guðmundur Oddur stendur í dyrum hópavinnuherbergis

Guðmundur Oddur Eiríksson: viðskiptafræði

Á fyrstu önninni var stærsta þrekraunin sú að glíma við hópverkefni í Þjóðhagfræði. Það verkefni var mjög áhugavert þar sem við þurftum að rýna í skýrslur frá því fyrir hrun, gögn frá Hagstofunni og aðrar hagtölur. Ég hafði mjög gaman af því verkefni þar sem við þurftum að tengja námsefnið við raunheiminn og var það hagnýt og góð reynsla. Fyrst og fremst líður mér vel í skólanum, aðstaðan er til fyrirmyndar og það er alltaf hægt að finna sér stað til þess að setjast niður og læra. Kennararnir eru alltaf tilbúnir að hjálpa og sama má segja um samnemendur. Það getur orsakast af því að vera í hálfgerðu bekkjarkerfi að nemendur ná mjög vel saman og mér finnst ótrúlegt hvað ég hef náð að kynnast mikið af góðu fólki á svona stuttum tíma, fólki sem ég þekkti jafnvel ekkert áður en ég hóf nám við HR.