Viðskiptafræði

Yfirlit yfir meistaranám

Af hverju meistaranám í viðskiptafræði?

Þrjár annir

Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn. Undantekning er MBA-nám sem er tvö ár.

Þróað með atvinnulífinu

Meistaranám við viðskiptadeild HR er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki.

Alþjóðleg sýn

Námskeið eru ýmist kennd af íslenskum eða erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennsla er nánast öll á ensku. 

Námsbrautir

MSc-gráða eða viðbótargráða á meistarastigi

Meistaranám við viðskiptadeild HR er 90 einingar. Hægt er að velja á milli þess að taka MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi:

  • Námi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð
  • Í meistaranámi til viðbótargráðu er ekki skrifuð lokaritgerð heldur er 30 einingum lokið í valfögum eða starfsnámi.

Nemandi stendur á gangi í HRSamfélagsleg ábyrgð

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda sem var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.


Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Sigrún Vala stendur upp við handrið og horfir í myndavélina

Sigrún Vala Hauksdóttir: hagfræði og fjármál

Nám í hagfræði býður upp á tengingu við aðrar námsgreinar og góða atvinnumöguleika að námi loknu. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að fara út í en hafði heyrt frábæra hluti um HR og var með nokkuð miklar væntingar en samt hefði ég ekki getað gert mér í hugarlund hvað maður er að fá mikið fyrir skólagjöldin. Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott. Deildirnar eru flestar ekki mjög stórar og því er auðvelt að kynnast fólki auk þess sem frábært félagslíf hjálpar til. Ég hlakka alltaf til að mæta í skólann.