Viðskiptafræði

Yfirlit yfir meistaranám

Í meistaranámi eru nemendur þjálfaðir í greinandi og gagnrýninni hugsun og þeir tileinka sér færni við beitingu á viðskiptafræði út frá þeim fræðilegu áherslum sem þeir velja. 

Kynntu þér námið með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

Athugið að ekki verða teknir nemendur inn í meistaranám í eftirfarandi námslínum haustið 2017:

Áhersla á nýsköpun og frumkvöðlafræði

Háskólinn í Reykjavík býður upp á nýtt áherslusvið í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir meistaranema, þvert á deildir. Námskeiðunum er með  mismunandi hætti ætlað að auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. 

Samfélagsleg ábyrgð

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda sem var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Ásta Björg er á skrifstofu fyrirtækis

Ásta Björg Magnúsdóttir: meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

Ein af aðalástæðum þess að ég valdi meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík var sterk tenging háskólans við atvinnulífið. Í náminu fékk ég tækifæri til þess að fara í starfsnám á mannauðssvið WOW Air. Mér var tekið ákaflega vel og leið eins og hverjum öðrum starfsmanni en fékk þó þann stuðning og kennslu sem ég þurfti sem nemandi. Verkefnin sem ég vann voru fjölbreytt og krefjandi; þátttaka í ráðningum, umsjón með skipulagi og mótttöku nýrra starfsmanna ásamt því að hanna kynningar fyrir hinar ýmsu deildir. Að starfsnáminu loknu var mér boðin fastráðning sem ég glöð þáði!