Viðskiptafræði

Yfirlit yfir meistaranám

Af hverju meistaranám í viðskiptafræði?

Þrjár annir

Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn. Undantekning er MBA-nám sem er tvö ár.

Þróað með atvinnulífinu

Meistaranám við viðskiptadeild HR er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki.

Alþjóðleg sýn

Námskeið eru ýmist kennd af íslenskum eða erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennsla er nánast öll á ensku. 

Námsbrautir

MSc-gráða eða viðbótargráða á meistarastigi

Meistaranám við viðskiptadeild HR er 90 einingar. Hægt er að velja á milli þess að taka MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi. Námi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð en í meistaranámi til viðbótargráðu er ekki skrifuð lokaritgerð.

Nemandi stendur á gangi í HRSamfélagsleg ábyrgð

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda sem var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.


Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Ásta Björg er á skrifstofu fyrirtækis

Ásta Björg Magnúsdóttir: meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

Ein af aðalástæðum þess að ég valdi meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík var sterk tenging háskólans við atvinnulífið. Í náminu fékk ég tækifæri til þess að fara í starfsnám á mannauðssvið WOW Air. Mér var tekið ákaflega vel og leið eins og hverjum öðrum starfsmanni en fékk þó þann stuðning og kennslu sem ég þurfti sem nemandi. Verkefnin sem ég vann voru fjölbreytt og krefjandi; þátttaka í ráðningum, umsjón með skipulagi og mótttöku nýrra starfsmanna ásamt því að hanna kynningar fyrir hinar ýmsu deildir. Að starfsnáminu loknu var mér boðin fastráðning sem ég glöð þáði!