Viðskiptafræði
Yfirlit yfir meistaranám
Af hverju meistaranám í viðskiptafræði?
Þrjár annir
Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn. Undantekning er MBA-nám sem er tvö ár.
Þróað með atvinnulífinu
Meistaranám við viðskiptadeild HR er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki.
Alþjóðleg sýn
Námskeið eru ýmist kennd af íslenskum eða erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennsla er nánast öll á ensku.
Námsbrautir
- Fjármál fyrirtækja
- Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
- Markaðsfræði
- MBA nám í viðskiptafræði
- Reikningshald og endurskoðun
- Stjórnun í ferðaþjónustu
- Stjórnun nýsköpunar
- Upplýsingastjórnun
- Viðskiptafræði
MSc-gráða eða viðbótargráða á meistarastigi
Meistaranám
við viðskiptadeild HR er 90 einingar. Hægt er að velja á milli þess að taka
MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi:
- Námi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð
- Í meistaranámi til viðbótargráðu er ekki skrifuð lokaritgerð heldur er 30 einingum lokið í valfögum eða starfsnámi.
Samfélagsleg ábyrgð
Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda sem var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.