Stjórnun í ferðaþjónustu
Tourism and Hospitality Management
Þekking og hæfni í faglegri stjórnun í ferðaþjónustu er verðmæt í íslensku atvinnulífi enda starfar mikill fjöldi fólks við greinina. Í þessu 14 mánaða stjórnunarnámi njóta nemendur
sérfræðiþekkingar hérlendra og erlendra sérfræðinga og öðlast þekkingu og færni í að stýra fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nýta sóknarfæri.
Um námið
Sérfræðiþekking í umfangsmikilli atvinnugrein
Eftirspurn eftir þekkingu
Meistaranám í stjórnun í ferðaþjónustu undirbýr nemendur fyrir stjórnunarstörf í fyrirtækjum og skipulagsheildum í ferðaþjónustu hér á landi og erlendis. Námið endurspeglar aukið mikilvægi greinarinnar út um allan heim og þar með eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu á þessu sviði sem nýtist til að stýra rekstri fyrirtækja með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi.
Sívaxandi grein
Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru mörg og starfsemi þeirra er afar fjölbreytt. Starfsemin er bæði alþjóðleg og innlend og til atvinnugreinarinnar teljast ferðaskrifstofur, gististaðir og hótel ásamt skipuleggjendum ferða og afþreyingar. Einnig eru ýmsar menningarstofnanir og stofnanir hins opinbera áberandi á þessu sviði. Atvinnugreinin er umfangsmikil og hefur undanfarin ár aflað um 40% gjaldeyristekna Íslands.
Reyndir kennarar
Námið byggist á sérfræðiþekkingu kennara viðskiptadeildar HR og gestafyrirlesara. Námskeiðin fjalla meðal annars um stefnumótun, neytendahegðun, rekstur, mannauðsmál og ferðaþjónustu á heimsvísu. Námið er þróað í samstarfi við USM, University of Southern Maine, en háskólinn hefur áratuga reynslu af kennslu og rannsóknum í ferðaþjónustu. Maine fylki er einn vinsælasti ferðamannastaður í Norður-Ameríku.
Samstarf við fyrirtæki og stofnanir
Með samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem starfa á sviði ferðaþjónustu fá nemendur nýjustu þekkinguna úr greininni hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hafa viðskiptadeild HR og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf. Í því felst meðal annars að deildin hafi aðkomu að árangursmælingum á fræðslu og hvaða þýðingu bætt stjórnendafræðsla hefur á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu.
MSc eða viðbótargráða á meistarastigi
Nemendur geta valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi (MTHM). Sjá nánar um mun á meistaragráðum.
MSc - Master of Science in Tourism and Hospitality Management
Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.
MTHM - Master of Tourism and Hospitality Management
Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms.
Námstími
Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við
fullt nám.
Haustönn: ágúst - desember.
Vorönn: janúar - maí.
Sumarönn: maí - september.
Námskeið eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.
Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö
ár).
Tungumál í kennslu
Kennt er á ensku.
Skiptinám
Nemendur sem eru skráðir í meistaranám án ritgerðar
geta tekið hluta námsins í skiptinámi. Samkvæmt námsskipulagi hentar önnur eða
þriðja önnin best til þess að fara í skiptinám. Nemendur sem vilja nýta
þennan möguleika er ráðlagt að huga að skiptinámi um leið og þeir hefja nám.
Skólagjöld
Nemendur greiða skólagjöld fyrir hverja önn í senn.
Styrkir
Nemendur í meistaranámi við viðskiptadeild hafa möguleika á að hljóta forsetastyrk.
Styrkurinn felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að
nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms.
Af hverju stjórnunarnám við HR?
Háskólinn í Reykjavík hefur frá stofnun verið leiðandi í stjórnendamenntun á Íslandi og útskrifaðir viðskiptafræðingar frá HR eru í fremstu röð í atvinnulífinu. Viðskiptadeild HR þróar námið við deildina í samvinnu við fyrirtæki og flytur inn nýjustu þekkinguna erlendis frá með því að vera með fjölda erlendra kennara í starfsliði sínu.
Samfélagsábyrgð í brennidepli
Stjórnendur í dag, ekki síst í ferðaþjónustu, þurfa að leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri og samfélagsábyrgð. Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra stjórnenda og hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur
í samfélagslegri ábyrgð. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.
Í góðum tengslum við atvinnulífið
Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við fyrirtæki. Um kennslu sjá
fastráðnir kennarar auk stundakennara en nemendur njóta einnig leiðsagnar
sérfræðinga úr atvinnulífinu. Nemendur við viðskiptadeild hafa
möguleika á að ljúka starfsnámi við fyrirtæki og stofnanir sem gefur
þeim samkeppnisforskot á vinnumarkaði. Tækifæri til starfsnáms eru
mismunandi eftir námsbrautum.
Þar sem þekkingin verður til
Viðskiptadeild hefur á að skipa öflugum kennurum og fræðimönnum. Starf þeirra hefur leitt í ljós nýjan skilning á meðal annars launaþróun eftir fjármálahrun, hegðun fjárfesta, líðan ungs fólks, hegðun viðskiptavina vefverslana, áhrifum kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja, fjórðu iðnbyltingunni og umhverfi nýsköpunar á Íslandi.
Að námi loknu
Sérfræðingar í stjórnun
Að loknu meistaranámi í stjórnun í ferðaþjónustu hafa einstaklingar öðlast
sérfræðiþekkingu á rekstri og stjórnun með sérstakri áherslu á þennan mikilvæga atvinnuveg. Þeir eru jafnframt með þá færni og þekkingu sem
þarf til að sinna stjórnunarstöðum þar sem fengist er við fagið, hvort sem er í fyrirtækjum eða hjá hinu opinbera.
Frekari rannsóknir
Útskrifaðir nemendur með MSc-gráðu hafa jafnframt góðan grunn fyrir áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði.
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Meistaranemar í viðskiptadeild hafa til umráða sér aðstöðu til lesturs. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.
Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Innlendir og erlendir sérfræðingar
Meistaranemar í stjórnun í ferðaþjónustu njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga. Jafnframt sjá stundakennarar og gestafyrirlesarar með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu um kennslu, ásamt erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur og leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku.
- Sjá yfirlit yfir kennara í meistaranámi í viðskiptadeild
- Sjá yfirlit yfir kennara við viðskiptadeild
Skipulag náms
Val um tvær námsleiðir
Nemendur geta valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi (MTHM). Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.
MSc-gráða
Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.
Viðbótargráða á meistarastigi (MTHM)
Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum samkvæmt skipulagi náms. Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS.
Uppbygging náms
Fullt nám er 30 ECTS einingar á önn.
Haustönn: ágúst - desember.
Vorönn: janúar - maí.
Sumarönn: maí - september.
Námstími
Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi. Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár). Hluti námskeiða eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.
Skipulag náms
MSc | ||
---|---|---|
Haust | Vor | Sumar |
|
|
|
*Skylda fyrir nemendur sem hafa BSc-gráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði |
MTHM | ||
---|---|---|
Haust | Vor | Sumar |
|
|
|
*Skylda fyrir nemendur sem hafa BSc-gráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði | ** Hægt er að fara í að hámarki 15 ECTS eininga starfsnám. |
Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá. Skoða kennsluskrá.
Upplýsingar fyrir nemendur
Inntökuskilyrði
Umsóknarfrestur
Opið er fyrir umsóknir frá 5. febrúar til 30. apríl.
Nauðsynlegur undirbúningur
- BSc-gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum greinum.
- Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25) en þó er tekið mið af einkunnadreifingu í því námi sem að umsækjandi hefur lokið.
- Mjög góð færni í ensku.
- Frekari menntun og starfsreynsla er talin umsækjanda til tekna við mat á umsóknum.
Ef undirbúning vantar
Umsækjendur sem hafa lokið grunngráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði þurfa að taka undirbúningsnámskeið í viðskiptafræði áður en meistaranámið hefst. Þetta námskeið er á vegum viðskiptadeildar HR í ágúst.
Jafnframt þarf að ljúka námskeiðinu Fundamentals in Accounting and Finance á fyrstu önn sem hluta af skipulagi náms.
Umsókn og fylgigögn
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið á vefnum. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn. Gögnin skulu vera rafræn og á ensku:
- Staðfest afrit prófskírteina / námsferilsyfirlit.
- Greinagerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð á ensku).
- Ferilskrá.
- Nafn, símanúmer og netfang einstaklings sem getur metið hæfni umsækjanda til að takast á við námið. Haft verður samband við viðkomandi ef þörf krefur.
- Fylgigögn verða að berast áður en umsóknarfresturinn rennur út. Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.
Mat á fyrra námi
Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.
Hafðu samband

