Stjórnun nýsköpunar

Innovation Management

Á tímum mikilla breytinga er nauðsynlegt að geta lagað sig að nýjum aðstæðum. Nýsköpun snýst einmitt um að hafa hæfni og færni í að sjá tækifæri og nýta þau, taka frumkvæði, vera skapandi og fylgja verkefnum eftir. 

Um námið

Maður og kona standa með bakið í myndavéina og virða fyrir sér gögn á vegg Stjórnunaraðferðir framtíðarinnar

Nýsköpun er alls staðar

Meistaranám í stjórnun nýsköpunar býr nemendur undir að stýra nýsköpunarferlum og frumkvöðlastarfsemi í margvíslegum skipulagsheildum, hvort sem það er í nýjum fyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, stofnunum eða samtökum.

Að móta framtíðina

Mörg þeirra starfa sem við þekkjum í dag verða orðin úrelt eftir örfáa áratugi. Þetta á líka við um þjónustu sem fyrirtæki og hið opinbera býður viðskiptavinum og ferla sem notaðir eru í starfseminni. Í nútíma vinnuumhverfi þarf að vera stöðug framþróun og nemendur sem eru að útskrifast úr háskólum í dag þurfa að sjá tækifæri í þessum breytingum. Það þarf að nýta hugmyndir og stofna ný fyrirtæki en það er ekki síður nauðsynlegt að koma auga á tækifæri innan fyrirtækja og stofnana sem þegar eru í rekstri.

Sérfræðingar í þverfaglegri samvinnu

Í 14 mánaða meistaranámi í stjórnun nýsköpunar öðlast nemendur þekkingu og þjálfun í stjórnun með þverfaglegri áherslu; því nýsköpun krefst hæfni til að vinna með fólki úr öðrum greinum eins og verkfræði, sálfræði, tölvunarfræði og lögfræði. Í náminu kenna sérfræðingar á þessu sviði, bæði fastir kennarar við viðskiptadeild og stundakennarar.

MSc eða viðbótargráða á meistarastigi

Hægt er að ljúka meistaranámi í stjórnun nýsköpunar með MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi (MINN). Sjá nánar um mun á meistaragráðum.

MSc - Master of Science in Innovation Management

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

MINN - Master of Innovation Management

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms.

Námstími

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám.
Haustönn: ágúst - desember.
Vorönn: janúar - maí.
Sumarönn: maí - september.

Námskeið eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.

Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár).

Tungumál í kennslu

Kennt er á ensku.

Skiptinám

Nemendur sem eru skráðir í meistaranám án ritgerðar geta tekið hluta námsins í skiptinámi. Samkvæmt námsskipulagi hentar önnur eða þriðja önnin best til þess að fara í skiptinám. Nemendur sem vilja nýta þennan möguleika er ráðlagt að huga að skiptinámi um leið og þeir hefja nám.

Skólagjöld

Nemendur greiða skólagjöld fyrir hverja önn í senn.

Styrkir

Nemendur í meistaranámi við viðskiptadeild hafa möguleika á að hljóta forsetastyrk. Styrkurinn felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms.

Háskóli nýsköpunar

Að efla frumkvæði nemenda og hæfileikinn til að hugsa út fyrir boxið hefur verið eitt af aðaláherslum í kennslu og starfi Háskólans í Reykjavík. HR er eini háskólinn hér á landi sem er með skyldunámskeið í nýsköpun í BSc-námi þar sem nemendur ljúka námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. HR er þátttakandi fyrir hönd Íslands í samstarfsverkefni um nýsköpun með MIT-háskólanum í Boston og öfluga aðila í íslensku samfélagi.

Hefurðu áhuga á nýsköpun en vilt ljúka meistaragráðu á öðru sviði?

Í góðum tengslum við atvinnulífið

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við fyrirtæki. Um kennslu sjá fastráðnir kennarar auk stundakennara en nemendur njóta einnig leiðsagnar sérfræðinga úr atvinnulífinu. Nemendur við viðskiptadeild hafa möguleika á að ljúka starfsnámi við fyrirtæki og stofnanir sem gefur þeim samkeppnisforskot á vinnumarkaði. Tækifæri til starfsnáms eru mismunandi eftir námsbrautum. 

Þar sem þekkingin verður til 

Viðskiptadeild hefur á að skipa öflugum kennurum og fræðimönnum. Starf þeirra hefur leitt í ljós nýjan skilning á meðal annars launaþróun eftir fjármálahrun, hegðun fjárfesta, líðan ungs fólks, hegðun viðskiptavina vefverslana, áhrifum kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja, fjórðu iðnbyltingunni og umhverfi nýsköpunar á Íslandi.

Að námi loknu

Spennandi möguleikar

Þeir sem útskrifast með MSc- eða viðbótargráðu á meistarastigi í stjórnun nýsköpunar hafa öðlast sérfræðiþekkingu á rekstri og stjórnun nýrra fyrirtækja og nýsköpunarfyrirtækja. Þeir eru jafnframt með þá færni og þekkingu sem þarf til að sinna stjórnunarstöðum þar sem fengist er við nýsköpun og frumkvöðlafræði, hvort sem er í fyrirtækjum eða hjá hinu opinbera.

Dýrmæt þekking

Sú þekking sem útskrifaðir nemendur hafa fengið í gegnum námið og þau tækifæri sem það veitir er til þess fallin að auka samkeppnishæfni þeirrar starfsemi sem þeir koma að auk þess að stuðla að framþróun í rekstrinum.

Frekari rannsóknir

Útskrifaðir nemendur með MSc-gráðu hafa jafnframt góðan grunn fyrir áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Stofa M101Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Meistaranemar í viðskiptadeild hafa til umráða sér aðstöðu til lesturs. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. 

Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Innlendir og erlendir sérfræðingar

Meistaranemar í stjórnun nýsköpunar njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga. Jafnframt sjá stundakennarar og gestafyrirlesarar með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu um kennslu, ásamt erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur og leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku.

Stjórnun nýsköpunar

Helstu sérfræðingar Háskólans í Reykjavík á sviði nýsköpunar sjá um kennslu auk stundakennara og gestakennara.

Dimo Dimov

Dimo Dimov


Dimo Dimov er með doktorsgráðu í frumkvöðlafræðum frá London Business School.

Hann stundar rannsóknir á viðskiptahröðlum og fjármögnun viðskiptaáætlana. Dimo er prófessor í nýsköpun og frumkvöðlafræðum við Háskólann í Bath í Bretlandi þar sem hann er jafnframt aðstoðardeildarstjóri náms í viðskiptum og  áætlanagerð.

Hallur-Thor-Sigurdarson

Hallur Þór Sigurðarson


Hallur Þór Sigurðarson er með PhD-gráðu í viðskiptum frá Copenhagen Business School, CBS, og MSc-gráðu í viðskiptafræði og heimspeki frá sama háskóla auk BSc-gráðu í tölvunarfræði frá HR.

Helstu rannsóknarefni Halls eru frumkvöðlafræði, sköpunargleði liðsheilda og nýsköpun, leiðtogafræði frumkvöðla og ferlar í nýsköpun.

Marina Candi

Marina Candi

Marina Candi er prófessor og forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum við viðskiptadeild. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School og MSc -gráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum.

Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum stendur meðal annars fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja.

Skipulag náms

Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi (MINN). Upplýsingar um mun á meistaragráðum. Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.

MSc-gráða

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

Viðbótargráða á meistarastigi (MINN)

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum samkvæmt skipulagi náms. Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS.

Uppbygging náms

Fullt nám er 30 ECTS einingar á önn.

  • Haustönn: ágúst - desember.

  • Vorönn: janúar - maí.

  • Sumarönn: maí - september.

Námstími

Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi. Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár). Hluti námskeiða eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.

Skipulag náms

MSc   
HaustVor Sumar 
  • V-702-CREM Creative Approaches and Entrepreneurial Mindsets (7,5 ECTS)
  • V-703-INEN Innovation and Entrepreneurship: A field of knowledge and practice (7,5 ECTS)
  • V-712-STJO Strategic Management (7,5 ECTS)
  • Val / V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance* (7,5 ECTS)
 
  • V-713-INNM Innovation Management (7,5 ECTS)
  • V-715-ENIC Entrepreneurship and Innovation in Context (3,75 ECTS)
  • V-714-BETH Business Ethics (3,75 ECTS)
  • V-733-ENTR Entrepreneurial Finance (7,5 ECTS)
  • V-746-REME Business Research Methodology (7,5 ECTS)
  • V-898-REPR Research Proposal (0 ECTS)
 
  • V-898-THES Ritgerð (30 ECTS)
 
 *Skylda fyrir nemendur sem hafa BSc-gráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði 
MINN   
HaustVor  Sumar 
  • V-702-CREM Creative Approaches and Entrepreneurial Mindsets (7,5 ECTS)
  • V-703-INEN Innovation and Entrepreneurship: A field of knowledge and practice (7,5 ECTS)
  • V-712-STJO Strategic Management (7,5 ECTS)
  • Val / V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance* (7,5 ECTS)
 
  • V-713-INNM Innovation Management (7,5 ECTS)

  • V-715-ENIC Entrepreneurship and Innovation in Context (3,75 ECTS)

  • V-714-BETH Business Ethics (3,75 ECTS)

  • V-733-ENTR Entrepreneurial Finance (7,5 ECTS)

  • Val / Starfsnám** (7,5 ECTS)

 
  • Val / Starfsnám** (7,5 ECTS)
  • Val / Starfsnám** (7,5 ECTS)
  • Val (7,5 ECTS)
  • Val (7,5 ECTS)
*Skylda fyrir nemendur sem hafa BSc-gráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði   ** Hægt er að fara í að hámarki 15 ECTS eininga starfsnám.

Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá. Skoða kennsluskrá.

Upplýsingar fyrir nemendur

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir frá 5. febrúar til 30. apríl.

Nauðsynlegur undirbúningur

  • BSc-gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum greinum.
  • Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25) en þó er tekið mið af einkunnadreifingu í því námi sem að umsækjandi hefur lokið.
  • Mjög góð færni í ensku.
  • Frekari menntun og starfsreynsla er talin umsækjanda til tekna við mat á umsóknum.

Ef undirbúning vantar

Umsækjendur sem hafa lokið grunngráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði þurfa að taka undirbúningsnámskeið í viðskiptafræði áður en meistaranámið hefst. Þetta námskeið er á vegum viðskiptadeildar HR í ágúst.

Jafnframt þarf að ljúka námskeiðinu Fundamentals in Accounting and Finance á fyrstu önn sem hluta af skipulagi náms.

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið á vefnum. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn. Gögnin skulu vera á ensku og vera rafræn: 

  • Staðfest afrit prófskírteina / námsferilsyfirlit.
  • Greinagerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð á ensku). 
  • Ferilskrá.
  • Nafn, símanúmer og netfang einstaklings sem getur metið hæfni umsækjanda til að takast á við námið. Haft verður samband við viðkomandi ef þörf krefur.

  • Fylgigögn verða að berast áður en umsóknarfresturinn rennur út. Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Hafðu samband

Laufey-Bjarnadottir-S_W-2-

Laufey Bjarnadóttir

Verkefnastjóri

Sigrun-a-Heygum-Olafsdottir

Sigrún Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

Hallur-Thor-Sigurdarson_sh

Hallur Þór Sigurðarson

Forstöðumaður


Var efnið hjálplegt? Nei