Upplýsingastjórnun MIM

Nám fyrir verðandi upplýsingastjóra fyrirtækja, ráðgjafa á sviði upplýsingatækni eða verkefnastjóra við innleiðingu upplýsingakerfa.

Verið velkomin á kynningarfund 29. mars kl. 12 – 13 

Um námið

Nemandi í upplýsingastjórnun stendur inni á vinnustað sínum

Markmið námsins

Markmið námsins er að byggja upp kunnáttu og færni í hönnun, þróun og innleiðingu upplýsingakerfa með tilliti til kerfislegra og viðskiptafræðilegra markmiða. Innihald námsins er meðal annars stjórnun, kerfisgreining og hönnun, ferilstjórnun, gagnasafnsfræði og kostnaðargreining.

MSc eða MIM

Hægt er að ljúka MSc-gráðu eða MIM-gráðu.  MSc-nám er 120 ECTS, tveggja ára nám og skilyrði fyrir því að öðlast MSc-gráðu er að skila meistararitgerð. Nám til MIM-gráðu er 90 ECTS og tekur eitt og hálft ár að ljúka. MIM-gráðan er viðbótargráða á meistarastigi þar sem ekki er skrifuð lokaritgerð. MIM stendur fyrir Master of Information Management. Sjá nánar um mun á meistaragráðum.

Kennsluaðferðir

Í náminu er leitast við að koma á virkum samskiptum milli nemenda og kennara til að skapa megi heilbrigt og gefandi námsumhverfi. Þetta umhverfi hjálpar ekki einungis nemendum að þróa þekkingargrunn og faglega færni, heldur veitir það einnig trausta undirstöðu fyrir þá sem hyggja á framhaldsnám/doktorsnám hérlendis sem erlendis eða störf á alþjóðlegum vinnumarkaði.

Styrkir

Nemendur í meistaranámi við viðskiptadeild hafa kost á forsetastyrk. Styrkurinn felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms. Sjá nánar um forsetastyrkinn.  

Tungumál í kennslu

Námið er kennt á ensku.

Meistaranám við viðskiptadeild 

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við fyrirtæki. Kennarar leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku, rannsóknir og nýsköpun. Námskeiðin eru kennd af íslenskum eða erlendum kennurum, sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námið. 

Samfélagsleg ábyrgð í starfi viðskiptadeildar

PRME

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. Viljayfirlýsing PRME var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.

HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. 

Hafðu samband

Fríða Rúnarsdóttir

Fríða Rúnarsdóttir

Verkefnastjóri

Stefan-Wendt_sh

Stefan Wendt

Forstöðumaður

Aðstaða

Nemandi lærir í Sólinni

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Meistaranemar í viðskiptadeild hafa til umráða sér aðstöðu til lesturs. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.  

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Kennarar

Kennarar við viðskiptadeild

Nemendur  njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu og erlenda kennara sem veita nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Yfirlit yfir kennara í meistaranámi viðskiptadeildar má finna hér. 

Skipulag náms

Nemendur geta valið á milli þess að taka MSc-gráðu eða MIM gráðu.

MSc

Tveggja ára nám, 120 ECTS einingar. Nemendur ljúka 12 námskeiðum (90 ECTS) og 30 ECTS eininga meistararitgerð.

MIM 

1 ½ árs nám, 90 ECTS einingar. Nemendur ljúka 12 námskeiðum (90 ECTS).

HaustVorHaustVor
 • Enterprise Architectures 

  (7,5 ECTS)

 • Strategic Management 

  (7,5 ECTS)

 • Advanced Business Informatics 

  (7,5 ECTS)

 • Advanced Topics in Emerging Technologies 

  (7,5 ECTS)

 • Management Accounting

  (7,5 ECTS)

 • Business Process Management 

  (7,5 ECTS)

 • Business Intelligence and Analytics 

  (7,5 ECTS)

 • Implementation of Information Systems 

  (7,5 ECTS)


* Tilheyrir MSc-námi. Nemendur í MIM námi taka valnámskeið í staðinn fyrir Business research methodology in accounting and finance. 

Upplýsingar fyrir nemendur

Skipulag náms fyrir nemendur sem hófu nám haustið 2016 eða fyrr. 

Skipulag náms fyrir þá sem hafa BSc-gráðu í viðskiptafræði

1. ár Haust Vor
 
 • Þættir í upplýsingastjórnun fyrirtækja  (7,5 ECTS)
 • Uppsetning heildarkerfa  (7,5 ECTS)
 • Forritun  (6 ECTS)
 • IT Strategy  (6 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (3 ECTS)
 • Rekstrargreining og kostnaðarstýring  (7,5 ECTS)
 • Business Process Management  (7,5 ECTS)
 • Greining og hönnun hugbúnaðar  (6 ECTS)
 • Vefforritun (BSc)  (6 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (3 ECTS)
ECTS 30   30
2. ár
 • Upplýsingatækni í reikningshaldi  (7,5 ECTS)
 • Stjórnun og stefnumótun  (7,5 ECTS)

 • Gagnasafnsfræði  (6 ECTS)
 • Hugbúnaðarfræði  (6 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (3 ECTS)
 • Rekstrargreining og viðskiptagreind  (7,5 ECTS)

 • Innleiðing upplýsingakerfa  (7,5 ECTS)

 • Sjálfstætt verkefni  (15 ECTS)
ECTS  30  30

Skipulag náms fyrir þá sem hafa BSc-gráðu í tölvunarfræði

1. ár Haust Vor
 
 • Þættir í upplýsingastjórnun
  fyrirtækja  (7,5 ECTS)
 • Uppsetning heildarkerfa  (7,5 ECTS)
 • Reikningshald  (6 ECTS)
 • Fjármál fyrirtækja  (6 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (3 ECTS)
 • Rekstrargreining og kostnaðarstýring  (7,5 ECTS)
 • Business Process Management  (7,5 ECTS)
 • Rekstrarhagfræði  (6 ECTS)
 • Valáfangi  (6 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (3 ECTS)
ECTS 30   30
2. ár
 • Upplýsingatækni í reikningshaldi (7,5 ECTS)

 • IT strategy  (6 ECTS)
 • Gerð og greining ársreikninga  (6 ECTS)
 • Stjórnun og stefnumótun  (7,5 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (3 ECTS)
 • Rekstrargreining og viðskiptagreind  (7,5 ECTS)
 • Innleiðing upplýsingakerfa  (7,5 ECTS)
 • Sjálfstætt verkefni  (15 ECTS)
ECTS  30 30 

Skipulag náms fyrir þá sem hafa BSc í viðskiptafræði með tölvunarfræðivali eða BSc í tölvunarfræði með viðskiptafræðivali

 • Námsskipulagið inniheldur þá einungis námskeið á meistarastigi og er 90 einingar.
1. ár Haust Vor
 
 • Uppsetning heildarkerfa  (7,5 ECTS)
 • Upplýsingatækni í reikningshaldi  (7,5 ECTS)
 • Þættir í upplýsingastjórnun fyrirtækja  (7,5-8 ECTS)
 • Valáfangi  (7,5-8 ECTS)
 • Rekstrargreining og kostnaðarstýring  (7,5 ECTS)
 • Business Process Management  (7,5 ECTS)
 • Rekstrargreining og viðskiptagreind  (7,5 ECTS)
 • Innleiðing upplýsingakerfa  (7,5 ECTS)
ECTS 30   30
 
 • Valáfangi  (7,5 ECTS)
 • Stjórnun og stefnumótun  (7,5 ECTS)
 • Hagnýtt verkefni  (15 ECTS)
 *
ECTS  30  

Inntökuskilyrði

Menntun og starfsreynsla

Meistaranám í upplýsingastjórnun er þverfaglegt nám viðskiptafræði og tölvunarfræði. Námið byggir m.a. á stjórnun, upplýsingakerfum, kerfisgreiningu og hönnun, ferilstjórnun, gagnasafnsfræði og kostnaðargreiningu. Umsækjendur þurfa því að hafa reynslu og þekkingu á sviði viðskiptafræða og tölvunarfræða.

Umsækjendur verða að hafa lokið einhverjum af þessum þremur grunngráðum:

 • BSc-námi í viðskiptafræði
 • BSc-námi í hagfræði
 • BSc-námi í tölvunarfræði

Þar að auki er krafist starfsreynslu:

 • Þeir sem hafa grunngráðu í viðskiptafræði verða að hafa starfsreynslu sem tengist upplýsingatækni.
 • Þeir sem hafa grunngráðu í tölvunarfræði verða að hafa starfsreynslu úr viðskiptalífinu.

 • Frekari menntun og starfsreynsla er talin umsækjanda til tekna við mat á umsóknum.

 • Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25), en þó er tekið mið af einkunnadreifingu í því námi sem að umsækjandi hefur lokið. 

 • Góð færni í ensku.

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn (gögnin skulu vera á ensku): 

 • Staðfest afrit prófskírteina / námsferilsyfirlit.
 • Greinagerð (Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð á ensku). 
 • Ferilskrá.
 • Eitt meðmælabréf frá einstaklingi sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda til verkefnastjóra meistaranámsins í viðskiptadeild á netfangið fridar@ru.is

Fylgigögn verða að berast áður en umsóknarfresturinn rennur út. Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

 • Umsóknarfrestur fyrir haustönn er 30. apríl.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi. Reglur og eyðublað vegna mats á fyrra námi.

Hafðu samband

Fríða Rúnarsdóttir

Fríða Rúnarsdóttir

Verkefnastjóri

Stefan-Wendt_sh

Stefan Wendt

Forstöðumaður


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei