Nemendur

Öflugt samfélag

Nemendur njóta sterkra tengsla MPM-námsins við atvinnulífið. Þeir kynnast núverandi og fyrrverandi MPM-nemum og verða hluti af öflugu, alþjóðlegu tengslaneti.

Núverandi nemendur 

_DSF4963

Yfirlit yfir nemendur sem stunda meistaranám í verkefnastjórnun við HR:

Nemendaráð

Ár hvert er kominn fulltrúi í nemendaráð sem vinnur með stjórnendum námsins og Háskólanum í Reykjavík að því að bæta gæði námsins. 

Fulltrúar nemendaráðs skólaárið 2017-2018:

 • Bryndís Reynisdóttir (MPM2019)
 • Kristín Rut Jónsdóttir (MPM2019)
 • Díana Björk Eyþórsdóttir (MPM2018)
 • Viðar Bjarnason (MPM2018)

Eftir útskrift

MPM-félagið

Félagið var stofnað árið 2008 og hefur það að markmiði að efla tengslanet útskrifaðra og núverandi nemenda og styðja við áframhaldandi þróun námsins.

Tilgangur félagsins er að:

 • standa vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna,
 • efla og viðhalda tengslaneti félagsmanna,
 • stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun til félagsmanna,
 • vera til ráðgjafar um þróun MPM-náms og annars 
  sambærilegs náms á Íslandi, 
 • viðhalda tengslum milli félagsins og skóla. 

AlumnistjornMPM2017

Glæsileg stjórn var kosin til starfa hjá MPM félaginu (alumni) 2017

Í stjórn MPM félagsins sitja Fjóla Dögg Sverrisdóttir, Berglind B. Hreinsdóttir, Jens Í. Jóhönnuson Albertsson, Svava Björk Ólafsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Ágústa K. Grétarsdóttir og Rafael Cao Romero Millan. 

Tengsl við fagfélög

Útskrifaðir MPM-nemendur eru virkir í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands (VSF) og vakandi fyrir því sem er efst á baugi hverju sinni á sviðinu á alþjóðavettvangi. Þar má helst nefna störf Alþjóðasambands verkefnastjórnunarfélaga (IPMA), Samtök um verkefnastjórnun (APM) í Bretlandi og Verkefnastjórnunarstofnunina (PMI) í Bandaríkjunum. Þá er MPM-námið í HR í nánum tengslum við Dokkuna, Stjórnvísi og Verkefnastjórnunarfélag Íslands. 

Útskrifaðir nemendur

Yfirlit yfir nemendur fyrri ára:


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef