Nemendur
Öflugt samfélag
Nemendur njóta sterkra tengsla MPM-námsins við atvinnulífið. Þeir kynnast núverandi og fyrrverandi MPM-nemum og verða hluti af öflugu, alþjóðlegu tengslaneti.
Núverandi nemendur
Yfirlit yfir nemendur sem stunda meistaranám í verkefnastjórnun við HR:
Nemendaráð
Ár hvert er kominn fulltrúi í nemendaráð sem vinnur með stjórnendum námsins og Háskólanum í Reykjavík að því að bæta gæði námsins.
Fulltrúar nemendaráðs skólaárið 2020-2021:
- Guðjón Ásmundsson (MPM2021)
- Hrafnhildur Birgisdóttir (MPM2021)
- Andrea Ida Jónsdóttir Köhler (MPM2022)
Bergdís Björk Sigurjónsdóttir (MPM2022)
Eftir útskrift
MPM-félagið
Félagið var stofnað árið 2008 og hefur það að markmiði að efla tengslanet útskrifaðra og núverandi nemenda og styðja við áframhaldandi þróun námsins.
Tilgangur félagsins er að:
- standa vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna,
- efla og viðhalda tengslaneti félagsmanna,
- stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun til félagsmanna,
- vera til ráðgjafar um þróun MPM-náms og annars
sambærilegs náms á Íslandi, - viðhalda tengslum milli félagsins og skóla.
Stjórn MPM Alumni starfsárið 2020-2021 samanstendur af þeim, Erlingi Birgissyni, Aðalsteini Ingólfssyni, Gunnlaugi Bjarka Snædal, Rögnu Björg Ársælsdóttur, Gyðu Sigfinnsdóttur og Antoni Ingvasyni.
Hafa samband við stjórnn MPM Alumni: mpmalumnifelagid@gmail.com
Tengsl við fagfélög
Útskrifaðir MPM-nemendur eru virkir í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands (VSF) og vakandi fyrir því sem er efst á baugi hverju sinni á sviðinu á alþjóðavettvangi. Þar má helst nefna störf Alþjóðasambands verkefnastjórnunarfélaga (IPMA), Samtök um verkefnastjórnun (APM) í Bretlandi og Verkefnastjórnunarstofnunina (PMI) í Bandaríkjunum. Þá er MPM-námið í HR í nánum tengslum við Dokkuna, Stjórnvísi og Verkefnastjórnunarfélag Íslands.
Útskrifaðir nemendur
Yfirlit yfir nemendur fyrri ára: